Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 28
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Dakota, 4. júlí 1887, lýkur hann á
þessa leið (Bréf og ritg., IV., 149):
„Og landar góðir, þessar línur eftir
Longfellow, til innar nýju fóstru
okkar, snerti ætíð hjörtu vor jafn
innilega og þeirra sona hennar, sem
unna henni bezt:
— Svo halt áfrarn öruggt. Þú óttast
ei þarft,
vorar óskir og vonir þær fylgja svo
djarft.
Vor hjörtu, vor tár, og vort traust
á þér
svo tryggt, þú skalt sigra hvernig
sem fer.
Því að allt er með þér. — Vort allt
með þér er.“
Þessar þýddu ljóðlínur eru niður-
lagsorðin úr hinu kunna kvæði
Longfellows „Launching the Ship“,
en þau eru á þessa leið á enskunni:
“Sail on, nor fear to hreast the sea!
Our hearts, our hopes, our prayers,
our tears,
Our faith triumphant o’er our fears,
Are all with thee—are all with thee!”
í fyrrnefndri ritgerð sinni um ljóð-
mæli Jóhanns Magnúsar Bjarnason-
ar vitnar Stephan ennfremur til
Longfellows á þessa leið:
„Ef ég man rétt, hefi ég einhvern
tíma lesið erindi eftir skáldið Long-
fellow, sem á íslenzku yrði nálægt
því að vera kveðið svo:
Þá grípur mig angurværð einhver,
en ástríðulaust og svo milt
og sorginni álíka áþekk
sem úðinn og regnið er skylt.
Þessi „ástríðulausa angurværð“ er
einkennið á bezta skáldskap
Magnúsar.“
Hér hefir Stephan í huga síðustu
ljóðlínurnar í fyrsta erindinu af
kvæði Longfellows “The Day is
Done“ (Að liðnum degi):
“And a feeling of sadness comes
o’er me that my soul cannot resist;
A feeling of sadness and longing is
not akin to pain,
And resembles sorrow only as the
mist resembles the rain.”
Næst elzta þýðing Stephans úr
ensku er kvæðisbrotið „Úr Ossian“
(II., 102—104) frá 1878, en það er
sæfararlýsing í sex erindum undir
fornyrðislagi, orðhög og mergmikil
að máli.
Líða nú fimm ár þangað til næstu
þýðingu úr ensku er að finna í kvæð-
um Stephans, en árið 1884 þýðir
hann sonnettuna „Hesperides“ eftir
ameríska skáldið S. V. Cole (!•>
13—14). Var „Hesperides11, sam-
kvæmt grískri goðafræði, bæði
nafnið á Vesturdísum (Dætrum næt-
urinnar), er gættu Iðunnarepla
hinna grísku guða, og einnig nafnið
á bústað þeirra lengst í vestri, „þ^r
sem dagurinn hverfur og deyr.
(Smbr. Kennslubók í Goðafrceði
Grikkja og Rómverja eftir H. W-
Stoll. Steingrímur Thorsteinsson ís-
lenzkaði. Kaupmannahöfn, 1871) •
Eins og fyrrnefnd sonnetta ber með
sér, lýsir hún á táknrænan hátt
þessum fornu draumaheimum 1
vestri, og hún er bæði prýðilegur
skáldskapur í þýðingunni, en sonn-
ettu-hátturinn fágætur hjá Stephani-
Frá árinu 1888 er þýðingin „Sam-
vizkan við greftrun sérvitringsins
(II., 196—98) eftir ameríska skáldið
og rithöfundinn T. B. Aldrich; er hér
þó fremur um stælingu að ræða,