Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 28

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 28
10 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Dakota, 4. júlí 1887, lýkur hann á þessa leið (Bréf og ritg., IV., 149): „Og landar góðir, þessar línur eftir Longfellow, til innar nýju fóstru okkar, snerti ætíð hjörtu vor jafn innilega og þeirra sona hennar, sem unna henni bezt: — Svo halt áfrarn öruggt. Þú óttast ei þarft, vorar óskir og vonir þær fylgja svo djarft. Vor hjörtu, vor tár, og vort traust á þér svo tryggt, þú skalt sigra hvernig sem fer. Því að allt er með þér. — Vort allt með þér er.“ Þessar þýddu ljóðlínur eru niður- lagsorðin úr hinu kunna kvæði Longfellows „Launching the Ship“, en þau eru á þessa leið á enskunni: “Sail on, nor fear to hreast the sea! Our hearts, our hopes, our prayers, our tears, Our faith triumphant o’er our fears, Are all with thee—are all with thee!” í fyrrnefndri ritgerð sinni um ljóð- mæli Jóhanns Magnúsar Bjarnason- ar vitnar Stephan ennfremur til Longfellows á þessa leið: „Ef ég man rétt, hefi ég einhvern tíma lesið erindi eftir skáldið Long- fellow, sem á íslenzku yrði nálægt því að vera kveðið svo: Þá grípur mig angurværð einhver, en ástríðulaust og svo milt og sorginni álíka áþekk sem úðinn og regnið er skylt. Þessi „ástríðulausa angurværð“ er einkennið á bezta skáldskap Magnúsar.“ Hér hefir Stephan í huga síðustu ljóðlínurnar í fyrsta erindinu af kvæði Longfellows “The Day is Done“ (Að liðnum degi): “And a feeling of sadness comes o’er me that my soul cannot resist; A feeling of sadness and longing is not akin to pain, And resembles sorrow only as the mist resembles the rain.” Næst elzta þýðing Stephans úr ensku er kvæðisbrotið „Úr Ossian“ (II., 102—104) frá 1878, en það er sæfararlýsing í sex erindum undir fornyrðislagi, orðhög og mergmikil að máli. Líða nú fimm ár þangað til næstu þýðingu úr ensku er að finna í kvæð- um Stephans, en árið 1884 þýðir hann sonnettuna „Hesperides“ eftir ameríska skáldið S. V. Cole (!•> 13—14). Var „Hesperides11, sam- kvæmt grískri goðafræði, bæði nafnið á Vesturdísum (Dætrum næt- urinnar), er gættu Iðunnarepla hinna grísku guða, og einnig nafnið á bústað þeirra lengst í vestri, „þ^r sem dagurinn hverfur og deyr. (Smbr. Kennslubók í Goðafrceði Grikkja og Rómverja eftir H. W- Stoll. Steingrímur Thorsteinsson ís- lenzkaði. Kaupmannahöfn, 1871) • Eins og fyrrnefnd sonnetta ber með sér, lýsir hún á táknrænan hátt þessum fornu draumaheimum 1 vestri, og hún er bæði prýðilegur skáldskapur í þýðingunni, en sonn- ettu-hátturinn fágætur hjá Stephani- Frá árinu 1888 er þýðingin „Sam- vizkan við greftrun sérvitringsins (II., 196—98) eftir ameríska skáldið og rithöfundinn T. B. Aldrich; er hér þó fremur um stælingu að ræða,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.