Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 43
EINAR STURLAUGSSON, prófastur:
Litið yfir land og sögu
(Erindi, flutt í Winnipeg 25. sept. 1953 og að meginmdli víðar vestan hafs)
Eins og oss mörgum mun kunnugt,
hóf gamli Egill á Borg Sonatorrek
sitt á þessum orðum: Mjök erum
tregt tungu at hræra. Það grípur
°ss stundum sú tilfinning, að oss
vefst tunga um tönn, er vér ætlum
°g þurfum að segja öðrum eitt og
annað, sem oss býr í brjósti. Svo
finnst mér að fari fyrir mér nú, er
óg stend á þessum stað og horfi á
þenna fjölmenna og fríða hóp sam-
landa minna svo fjarri íslandi.
Að vonum mundi yður langa til að
heyra eitt og annað að heiman, —
því að enn er það svo fyrir yður
mörgum, að þér segið heim, þegar
hugsað er og talað um ísland. — En
það er svo margt, sem í hugann
kemur, svo margt, sem ástæða væri
Ll að tala um og gaman væri að ræða
á þessari stundu, að það fer fyrir
mér líkt og Matthíasi forðum, er
hann hugðist kveða um Skagafjörð
°g spurði: Hvar skal byrja? Hvar
skal standa? unz Bragi hinn vísi
henti honum á Tindastól.
En ég er hvorki skáld né sjáandi.
■•dins vegar væri gaman að ganga
með yður á sjónarhóla sögunnar og
Úast um þaðan. í þeirri för er gott
hafa samfylgd skálda og sjáenda.
^ þjóðhátíðar-kantötu sinni segir
btefán frá Hvítadal:
{sZand híður og ísland hlustar
a aldanna hljóða nið.
rasið sprettur og döggum dala
repur enginn fótur við.
Kristnir munkar með kross við linda
kveikja hinn fyrsta eld,
— lofandi drottin állra alda.
Á íslandi mannkynsins fyrsta kveld.
Og hann heldur áfram og rekur
atburði sögunnar:
Bœir rísa með burstir hvassar,
— bláhvolfin óma af fuglasöng.
Út til nesja og inn til dala
er árla risið og dagsverk löng.
Skáldið leiðir oss af einum sjónar-
hóli á annan og flettir myndabók
sögunnar fyrir oss. Veður gerast vá-
lynd og vígafar hefst. En elfur lífs-
ins streymir um aldanna skóg. Og:
Ungur kemur og aldinn víkur —
með elli-hvíta skör.
Bláminn er samur á brúnum fjalla
við brúðkaup og jarðarför.
Sýnirnar halda áfram og gæfu-
leysi og gifta skiftast á. En hvað sem
upp er á teningi í þetta skifti eða
hitt, getum vér þó sagt með skáld-
inu:
Enn er Ijóminn ungur
yfir feðra jörð.
Stoltar konur og styrkir menn
standa enn hér vörð.
Já, í trausti þess að skáldinu mis-
sýnist ekki, megum vér, niðjar hins
norræna kyns, fagna hverjum nýjum
degi sem arftakar kynborinna
manna, er voru mikilla sanda og
mikilla sæva. Og sá arfur er eggjun
til vor allra, að varðveita sem bezt