Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 43

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 43
EINAR STURLAUGSSON, prófastur: Litið yfir land og sögu (Erindi, flutt í Winnipeg 25. sept. 1953 og að meginmdli víðar vestan hafs) Eins og oss mörgum mun kunnugt, hóf gamli Egill á Borg Sonatorrek sitt á þessum orðum: Mjök erum tregt tungu at hræra. Það grípur °ss stundum sú tilfinning, að oss vefst tunga um tönn, er vér ætlum °g þurfum að segja öðrum eitt og annað, sem oss býr í brjósti. Svo finnst mér að fari fyrir mér nú, er óg stend á þessum stað og horfi á þenna fjölmenna og fríða hóp sam- landa minna svo fjarri íslandi. Að vonum mundi yður langa til að heyra eitt og annað að heiman, — því að enn er það svo fyrir yður mörgum, að þér segið heim, þegar hugsað er og talað um ísland. — En það er svo margt, sem í hugann kemur, svo margt, sem ástæða væri Ll að tala um og gaman væri að ræða á þessari stundu, að það fer fyrir mér líkt og Matthíasi forðum, er hann hugðist kveða um Skagafjörð °g spurði: Hvar skal byrja? Hvar skal standa? unz Bragi hinn vísi henti honum á Tindastól. En ég er hvorki skáld né sjáandi. ■•dins vegar væri gaman að ganga með yður á sjónarhóla sögunnar og Úast um þaðan. í þeirri för er gott hafa samfylgd skálda og sjáenda. ^ þjóðhátíðar-kantötu sinni segir btefán frá Hvítadal: {sZand híður og ísland hlustar a aldanna hljóða nið. rasið sprettur og döggum dala repur enginn fótur við. Kristnir munkar með kross við linda kveikja hinn fyrsta eld, — lofandi drottin állra alda. Á íslandi mannkynsins fyrsta kveld. Og hann heldur áfram og rekur atburði sögunnar: Bœir rísa með burstir hvassar, — bláhvolfin óma af fuglasöng. Út til nesja og inn til dala er árla risið og dagsverk löng. Skáldið leiðir oss af einum sjónar- hóli á annan og flettir myndabók sögunnar fyrir oss. Veður gerast vá- lynd og vígafar hefst. En elfur lífs- ins streymir um aldanna skóg. Og: Ungur kemur og aldinn víkur — með elli-hvíta skör. Bláminn er samur á brúnum fjalla við brúðkaup og jarðarför. Sýnirnar halda áfram og gæfu- leysi og gifta skiftast á. En hvað sem upp er á teningi í þetta skifti eða hitt, getum vér þó sagt með skáld- inu: Enn er Ijóminn ungur yfir feðra jörð. Stoltar konur og styrkir menn standa enn hér vörð. Já, í trausti þess að skáldinu mis- sýnist ekki, megum vér, niðjar hins norræna kyns, fagna hverjum nýjum degi sem arftakar kynborinna manna, er voru mikilla sanda og mikilla sæva. Og sá arfur er eggjun til vor allra, að varðveita sem bezt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.