Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 52
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Jakobína Johnson
og epli Iðunnar að bergja á, þegar
svo við horfir.
í nýlega skrifuðu bréfi segir hún í
gamantón, að nú ætli hún, sam-
kvæmt þeirri venju sem kvenfólki
sé borin á brýn, að hætta að bæta við
sig árum, gleyma þeim sem fram-
undan kunna að liggja, en standa á
sjötugu úr þessu. Við þetta þarf
naumast að bæta skýringu.
Hér verður ekki sögð nein ævi-
saga, né heldur reynt að útlista störf
Jakobínu. Hver getur greitt eða
sundurliðað sjötíu ára æviþráð dótt-
ur, eiginkonu, móður, ömmu, fræð-
ara og skálds? Sumir hafa reynt það,
en ég er ekki einn af þeim.
Okkur gamla fólkinu er allajafna
borið á brýn, að við vöðum elginn og
gleymum að halda okkur að efninu.
Jæja, hér er enn annar útúrdúr.
Um það bil að ég var að henda
fyrstu sporin fyrir tæpum áttatíu
árum, var eitt lítið en mikilsvarð-
andi verk unnið daglega á hverjum
bæ, verk sem vafalaust hafði fylgt
mannkyninu aftan úr svörtustu forn-
eskju. Það hét: að fela eldinn. Eld-
spýtur voru þá enn á fáum bæjum,
enda tiltölulega ný uppgötvun, og
stál og tinna lítt þekt. Engin elda-
buska eða húsfreyja var talin lið-
tæk, sem ekki kunni að fela eldinn.
Áður en menn gengu til náða að
kvöldi var síðustu glóðarneistunum
rakað saman í hrúgu og taðskánum
eða móköglum raðað utan að í
hlóðunum. Svo var ösku hrúgað
yfir og ofan á lagður flatur steinn,
sem nefndist felhella. Ef alt gekk
með feldu, var hellunni lyft af að
morgni, öskunni skarað af og blásið
í eimyrjuna, uns eldurinn funaði. Ef
svo illa fór, að glóðin kulnaði út
undir hellunni, varð að sækja eld a
næstu bæi.
Jakobína hafði ung löngun og þra
til að tendra hinn innri eld, en hun
hafði of snemma margs að gæta og
mörgu að sinna — heimili, börn,
margvísleg félagsstörf, risnu, í þjóð-
braut, sem með óskráðu samkomu-
lagi var lögð að skáladyrum þeirra
hjónanna, stundum líf við þröngv-
an kost, vonbrigði, sorgir. Engan
skyldi því undra, þó hún yrði a^
fela eldinn oftar en hún hefði óskað
(Eru þeir ekki fleiri sem sömu sogu
hafa að segja). En sagan sýnir, a®
hennar eldur kafnaði aldrei í Ösk-
unni undir felhellunni. Hún hefir sl'
drei þurft að sækja eld á næstu bæi-
Og nú, þegar hún þverneitar að eld-
ast framar, hvað sem árunum líður>
þarf hún ekki að fela eldinn eins oft-
Hún á enn næg skíði til að kasta a
glóðirnar, svo síður er hætt við, a
þær fölskvist, því „brandur af bran *
brennur“ — og — „funi kveikist a
funa."