Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 54
DR. VALDIMAR J. EYLANDS:
Ásmundur Pétur Jóhannsson
(Fáein minningarorð)
Ég var mjög ungur er ég fyrst
heyrði Ásmundar getið. Það stóð
einskonar ævintýraljómi um nafn
hans í fæðingarsveit minni og ná-
grenni. Fólkið talaði oft um hann, að
mér virtist með undrun og lotningu.
Hann var afar ríkur og mikill mað-
ur og bjó í skrautlegri höll óralangt
í burtu, fyrir vestan sólarlag. Að
vísu var hann ekki dáinn, en nærri
sama sem, — hann átti heima í
Ameríku. Það var ekkert því til
fyrirstöðu, að hann gæti verið dáinn,
nema það að hann kom heim í
sveitina sína öðru hvoru. Hafði hann
þá á sér höfðingja snið, var í fínni
fötum en jafnvel sýslumaðurinn eða
presturinn, bar harðan hatt á höfði,
þandi digra gullfesti milli brjóstvas-
anna á vesti sínu, tók í nefið úr for-
láta silfurdósum, og þeysti á völdum
gæðingum milli bæja. En svo skipti
hann skyndilega um ham, er hausta
tók. Lét hann þá færa sig í ullar-
peysu, skinnsokka og sauðvesti, fór í
göngur fram á öræfi, svaf undir beru
lofti, er því var að skipta og lá hvergi
á liði sínu. Á réttardaginn stóð hann
í forinni, hrópaði upp bæjarnöfn, og
hamaðist við fjárdrátt eins og bænd-
ur og vinnumenn. Einkennilegur
maður, þessi Ásmundur, sagði fólkið,
einskonar sambland af útlendingi og
íslending, sveitamanni og heims-
borgara. Það hlaut að vera eitthvað
mikið varið í Ásmund eða Ameríku,
eða hvorttveggja, að hann skuli hafa
komizt svona vel áfram þar, piltur-
inn frá Haugi. En til hvers er að vera
mikill maður, ef það er ekki hægt
nema annað hvort með því að deyja
fyrst, eða fara til Ameríku. Hvers
vegna er ekki hægt að dvelja á ís-
landi og verða mikill og auðugur
maður þar? Þannig hugsuðum við
víst margir, sveitungar og nærsveit-
ungar Ásmundar, sem vorum fæddir
um sama bil, eða nokkru eftir <»ð
hann fór úr landi. En gátan una
manndóm hans og afrek var okkur
flestum hulin.
Löngu síðar kynntist ég Ásmundi
persónulega, og átti samleið með
honum og samvinnu um margra ára
skeið. En þrátt fyrir náin kynni af-
hjúpaðist hann aldrei að öllu æviU'
týraljóma þeim, sem æskusýn nuU
hafði sveipað hann í fjarlægðinnf
Það duldist engum, að það var mikið
í Ásmund spunnið; persónumáttur
hans var mikill, andinn brennandi aö
hverju sem gengið var, og hæfileih'
ar foringjans komu fram stöðugt x
orðum og athöfnum. Hann var hi
mesta hraustmenni á líkama og sa >
óvenjulega traustur maður og hei'
steyptur að skapgerð og hátterni-
starfinu með honum skildist mönn
í
um hér vestra, að það er ekki ævm
lega nauðsynlegt að dvelja í heima
högum sínum til þess að geta unm
ættlandi sínu og orðið þjóð sinni tx
A