Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 54
DR. VALDIMAR J. EYLANDS: Ásmundur Pétur Jóhannsson (Fáein minningarorð) Ég var mjög ungur er ég fyrst heyrði Ásmundar getið. Það stóð einskonar ævintýraljómi um nafn hans í fæðingarsveit minni og ná- grenni. Fólkið talaði oft um hann, að mér virtist með undrun og lotningu. Hann var afar ríkur og mikill mað- ur og bjó í skrautlegri höll óralangt í burtu, fyrir vestan sólarlag. Að vísu var hann ekki dáinn, en nærri sama sem, — hann átti heima í Ameríku. Það var ekkert því til fyrirstöðu, að hann gæti verið dáinn, nema það að hann kom heim í sveitina sína öðru hvoru. Hafði hann þá á sér höfðingja snið, var í fínni fötum en jafnvel sýslumaðurinn eða presturinn, bar harðan hatt á höfði, þandi digra gullfesti milli brjóstvas- anna á vesti sínu, tók í nefið úr for- láta silfurdósum, og þeysti á völdum gæðingum milli bæja. En svo skipti hann skyndilega um ham, er hausta tók. Lét hann þá færa sig í ullar- peysu, skinnsokka og sauðvesti, fór í göngur fram á öræfi, svaf undir beru lofti, er því var að skipta og lá hvergi á liði sínu. Á réttardaginn stóð hann í forinni, hrópaði upp bæjarnöfn, og hamaðist við fjárdrátt eins og bænd- ur og vinnumenn. Einkennilegur maður, þessi Ásmundur, sagði fólkið, einskonar sambland af útlendingi og íslending, sveitamanni og heims- borgara. Það hlaut að vera eitthvað mikið varið í Ásmund eða Ameríku, eða hvorttveggja, að hann skuli hafa komizt svona vel áfram þar, piltur- inn frá Haugi. En til hvers er að vera mikill maður, ef það er ekki hægt nema annað hvort með því að deyja fyrst, eða fara til Ameríku. Hvers vegna er ekki hægt að dvelja á ís- landi og verða mikill og auðugur maður þar? Þannig hugsuðum við víst margir, sveitungar og nærsveit- ungar Ásmundar, sem vorum fæddir um sama bil, eða nokkru eftir <»ð hann fór úr landi. En gátan una manndóm hans og afrek var okkur flestum hulin. Löngu síðar kynntist ég Ásmundi persónulega, og átti samleið með honum og samvinnu um margra ára skeið. En þrátt fyrir náin kynni af- hjúpaðist hann aldrei að öllu æviU' týraljóma þeim, sem æskusýn nuU hafði sveipað hann í fjarlægðinnf Það duldist engum, að það var mikið í Ásmund spunnið; persónumáttur hans var mikill, andinn brennandi aö hverju sem gengið var, og hæfileih' ar foringjans komu fram stöðugt x orðum og athöfnum. Hann var hi mesta hraustmenni á líkama og sa > óvenjulega traustur maður og hei' steyptur að skapgerð og hátterni- starfinu með honum skildist mönn í um hér vestra, að það er ekki ævm lega nauðsynlegt að dvelja í heima högum sínum til þess að geta unm ættlandi sínu og orðið þjóð sinni tx A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.