Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 57
DR. J. P. PÁLSSON:
Tveir landar í Ameríku
Sú var tíðin, að ég hefði skoðað
ferðalag mitt austur í Mörk sem hina
^nestu fýluför og reiknað mér hana
í tap. Þá hefði ég heldur ekki tekist
langferð á hendur í því eina augna-
hriði, að finna mann að máli án þess
að vonast eftir nokkrum hagnaði af
íundum okkar. En þó ferðin næði
ekki tilgangi sínum, er ég hæst
aiiægður með, að hafa farið hana.
Hún hefir gefið mér ný umhugsun-
arefni, svo nú dreg ég sumt það í
efa, sem ég hafði áður fyrir satt.
Og þar sem mér er uppálagt, að
forðast alt fésýslugrufl eins og heit-
au eldinn, er mér bráðnauðsynlegt,
að hugurinn eigi eitthvert viðfangs-
efni annað en fjármál, enda þótt
það valdi breytingum á skoðunum
mínum og lífsviðhorfi.
I.
Auðurinn er afl þeirra hluta sem
§era skal. Ungur nam ég þetta guð-
sPjall og á það, ef til vill, sinn þátt í
Pyí> að ég lagði mig allan eftir fjár-
söfnun. Þá komst það snemma inn
Ja mér, að menn eru sjaldan metnir
eftir því, hvernig þeir lifa og láta,
eldur fara mannvirðingar að öllum
l^fnaði eftir eignum þeirra í löndum
°g lausum aurum. Þó mun meðfætt
uPplag og dæmi foreldra minna hafa
l'aðið mestu um þá stefnu sem ég
ok þegar á barnsaldri. Við vorum
atæk, eins og flestar íslenzkar inn-
ytjendafjölskyldur þessa lands, og
lUðum að fara spart með það litla
sem okkur áskotnaðist, sér í lagi
fyrst framan af. Á heimili okkar
voru því nýtni og sparsemi ekki að-
eins dygðir í orði, heldur á borði og
í bókstaflegum skilningi. Oft skorti
björg í búi sökum þess, að faðir minn
aftók, að fá eins sents virði til láns
hversu hart sem við vorum leikin.
Margir kölluðu þetta sérvizku í karl-
inum, en hún kom mér vel síðar. Ég
hefi jafnan fylgt sömu reglu, og því
hélt ég öllu mínu, þegar mér meiri
eignamenn mistu alt sitt í kreppunni
miklu.
Frá blautu barnsbeini var ég
glöggskygn á alt sem að fjármálum
lýtur og hófsamur langt fram yfir
það sem alment gerist. Þá var eg
gæddur þeirri skapfestu og ein-
beitni, að ég lét aldrei hlut minn
fyrir öðrum, nema um þunga refs-
ingu eða dauðann væri að tefla.
Fórust föður mínum þau orð um
mig, barnið, að vart mundi annað
eins þráablóð finnast á guðsgrænni
jörðu.
Ungur hefi ég hlotið að vera, þegar
ég lagði fyrstu sentin, sem mér inn-
heimtust, til síðu. Eiginlega gerði
faðir minn það fyrir mig; og á því
veit ég hver óviti ég var. Einhver
gestur gaf mér tvo tuttugu og fimm-
sentinga. Ekki man ég hvort það var
karl eða kona, en myndin af silfur-
peningunum er greypt í hug minn
til þessa dags. Og vel man ég hvernig
ég barðist um og grét af bræði,
þegar faðir minn tók annan pening-