Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 63

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 63
tveir landar í ameríku 45 í borginni — og hæg eru heimatökin. Þótti mér undarlegt, að tiltölulega fátt þeirra landa, sem gengu menta- veginn, eins og það var kallað, áttu heima í borginni. Allur þorrinn var utan af landi eða úr smábæjum, og vakti það stundum efa hjá mér um uytsemi skólalærdóms. Ég gekk, nefnilega, út frá því, að borgarbúar væru praktískari en bændafólk. Og Winnipeglandar voru ekki að sperr- ast við æðriskólanám svo árum skifti, utan einstaka einn sem stund- aði framhaldsnám eftir að útskrifast úr barnaskólanum, en langtum fleiri létu sér nægja að ganga nokkrar vikur á verzlunarskóla. Það nám- skeið valdi ég mér, þó ég vissi, að það var ekki leiðin til að verða embættismaður. En þegar ég leit yfir landana í Winnipeg sá ég ekki, að hámentuðum embættismönnum græddist meira fé en hinum, sem iítillar eða engrar skólagöngu höfðu uotið. Og til hvers var þá allur lær- úómurinn? Mér lét ég nægja, að komast ofurlítið niður í bókfærslu °g reikningi. Haustið sem ég innritaðist í verzl- Utiarskólann, giftist eldri systir mín °g flutti af heimilinu. Áður hafði hún arðberandi atvinnu við klæða- saum, og mátti vel við, að borga ríf- fega fyrir fæði og húsnæði, þó hún væri í foreldrahúsum. Sá ég um, að hún kæmist ekki undan því. En hún hafði áskilið sér stærsta og bjartasta svefnherbergið; og nú stóð það autt. k'anst mér sjálfsagt að leigja það og Jafnvel selja leiguliðanum fæði. Hér Sem oftar hafði ég öll ráðin, því for- efdrar mínir höfðu fyrir löngu sann- faarst um, að ég bjó yfir hyggindum Seru í hag koma. Ákvað ég, að ná í lslenzkan háskólanema, helzt bónda- son. Bændasynir voru ekki vanir við pírumpár en greiddu skilvíslega kostgjöld sín. Og þó þeim væri vilnað í meira en almennum verkamönn- um, borgaði sú ívilnun sig. Skóla- piltar átu minna en menn, sem unnu stritvinnu, gengu þrifalegar um hús og vistuðu sig fyrir ákveð- inn tíma. Utan þess sá ég mér per- sónulega leik á borði. Sækjist sjálf- um mér námið ekki sem bezt, væri ekki í annað hús að venda eftir til- sögn. Mér var einnig kunnugt um, að bændasynir guldu oft kost sinn að einhverju leyti í keti, eggjum, ,sméri og öðrum bændavörum. Alt slíkt mundi ég meta til verðs og njóta sjálfur þess, sem munaði milli markaðsverðs og þeirra kjörkaupa sem ég þóttist viss um að komast að. Fór þó sú áætlun mín út um þúfur, því ég græddi aldrei eitt sent á Oscar Marson. Ekki sökum þess að hann væri mér hyggnari í við- skiftum, heldur hafði sambúð okkar lamandi áhrif á ásælni mína og gróðahug. Fann ég sárt til þessarar veilu í skapgerð minni, meðan ég var Oscar samtíða, þó ég hafi aldrei endranær orðið hennar var, hvorki fyrr né síðar. Oscar Marson kom norðan frá Mörk. En svo nefndu landar eina af landspildum þeim, sem þeir námu milli stórvatnanna í Manitoba. Þetta var þriðja árið, sem hann stundaði nám við háskólann, og var fyrir löngu orðlagður fyrir óvenjulega skarpar námsgáfur. Hann var ekki aðeins jafnvígur á allar kenslugrem- ar, heldur og leikfimi. Mælskur var hann með afbrigðum, alúðlegur, fyndinn og glaðlyndur, glæsilegur jafnt á að líta og í allri framkomu — sjálfkjörinn til forustu í sínum hóp.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.