Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 64
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA Þannig mælti almannarómur. Sjálf- ur treysti ég mér ekki til að lýsa manninum að öðru leyti en því, að hann var stór og bjartur yfirlitum. Og nærvera hans hafði svo þægileg áhrif á mig, að ég hugsaði ekkert um útlit hans og eiginleika. Þetta var hann Oscar, alveg sérstök per- sóna, sem ekki varð borinn saman við annað fólk. Og það fór víst lh:t fyrir kvenþjóðinni eins og mér. Allar stúlkur voru bálskotnar í Oscar, líkt og nú gerist um ofurmennin í Holly- wood. Jafnvel Tóta, systir, sagði, að Oscar væri svo sakleysislega sætur, að það ætlaði að gera sig vit- lausa. Alt til þessa hafði ég skoðað spaugsemi og fyndni, sem hverja aðra vitleysu. Nú fanst mér bros Oscars og gamansemi lýsa upp stof- una eða strætið þar sem við vorum staddir, þegar honum tókst upp. Og víst átti glaðlyndi hans mikinn þátt í þeirri breyting, sem heimilisbrag- urinn tók, meðan hann dvaldi hjá okkur. Foreldrar mínir gerðust léttari í lund og spori en ég mundi eftir að hafa séð þau. Ég tala nú ekki um Tótu systur! Allt fram að þessu var hún úti fram á nótt öll kvöld, sást varla heima nema á með- an hún reif í sig matinn kvölds og morguns. Á daginn vann hún á þvottahúsi svo langt að heiman, að óþægilegt var fyrir hana, að koma heim í miðdagsmatinn, svo hún tók vanalega bita með sér. Þó kom fyrir, að það var hundur í henni og hún fór nestislaus, og keypti sér mat nið- ur í bæ. Væri vikið að því, að henni væri hollara að vera heima á kvöld- in, varð hún vond og sagði, að sér veitti ekki af að lyfta sér upp eftir þvottahúsþrældóminn. En eftir komu Oscars lyfti hún sér upp með því, að sitja heima kvöld eftir kvöld við sauma eða bóklestur. Sjálfur varð ég að hafa mig allan við lærdóminn, hafði lítið lært í barnaskóla og lélega undirstöðu í þeim námsgreinum, sem kendar voru í verzlunarskólanum. Hefði ég að líkindum gefist upp við námið, ef Oscar hefði ekki verið við hend- ina, að segja mér til og stappa í mig stálinu. Nokkur orð frá honum lýstu upp hvern krók og kima skólabók- anna, sem annars hefðu reynzt mér villandi völundarhús. í fyrstu veigr- aði ég mér við að kvabba í Oscar, í hvert skifti sem mig rak í vörðurnar. Bæði þótti mér minkun að fákunn- áttu minni og svo vissi ég, að hann hafði fleiri og erfiðari viðfangsefni að glíma við en ég. En brátt skildist mér, að hann hafði ánægju af að greiða fyrir mér við lærdóminn; og eftir það kærði ég mig kollóttan. Svo var engu líkara en Oscar væri gædd- ur fleiri en einum heila og gseú hugsað sitt með hvorum í senn. Að minsta kosti aftók hann, að kvabb mitt truflaði sig við námið. Hann stakk aldrei niður blýant eða penna við að leysa flóknustu reiknings- dæmin fyrir mig; en liðaði þau i sundur og fann svörin án þess að líta upp úr bókinni, sem hann var að lesa. Á sama hátt leysti hann allar óráðnar gátur mínar, hver sern námsgreinin var. Og honum átti eg að þakka, að ég undi náminu mun betur en ég hafði búist við. En þar kom fleira til greina en tilsögn hans. Þegar ég greiddi skólanum kenslu- kostnaðinn fann ég sárt til þess að láta af hendi peninga, án nokkurrar vissu um, að ábatast á þeim útlátum- Skólinn var prívat stofnun, gróða- fyrirtæki þeirra, sem fyrir honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.