Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 68
50 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA aftur það sama? — Það bara sljófg- aði hugann og setti hann í eins kon- ar gapastokk. Oscar hafði mig upp í, að ganga út með sér á kvöldin. í fyrstu færð- ist ég undan því; áleit það tíma- þjófnað. Ég hafði líka hálfgerðan beyg af að láta sjá okkur saman á götunni. Ég svo smávaxinn og lítill fyrir mann að sjá, en hann risa- vaxið glæsimenni. En enginn komst undan þar sem Oscar leitaði á. Hann hafði sitt fram við alla, án þess maður fyndi að sér væri þröngvað til að verða við vilja hans. Og munu fáir hafa iðrast þess, að láta að ráð- um Oscars. Þessar kvöldgöngur reyndust mér ágæt hressing. Eftir þær var hugsunin skarpari, og af því Oscar umgekst mig sem jafn- ingja sinn jafnt í návist annara og þegar við vorum einir tveir, bar ég höfuðið hærra og þóttist maður með mönnum. Að einu leyti stóð mér þó stuggur af undanhaldi mínu þegar Oscar átti í hlut. Hvernig færi með þá lífsstefnu, sem ég hafði sett mér, ef Oscar afsannaði mér, að fjár- söfnun væri hið eina nauðsynlega? Ekki svo að skilja, að ég óttaðist að til væru rök, sem megnuðu að breyta skoðun minni í þeim efnum, hver sem bæri þau fram. En það var ekki rökfimi Oscars, sem kom öðrum á hans mál, heldur persónulegir töfr- ar, sannfæring um, að hann vildi manni alt hið bezta, og meðvitundin um afburða vitsmuni hans. Tæki hann í sig, að snúa mér frá áformi mínu var honum sigurinn vís. Bezta vörn er áhlaup, hugsaði ég mér. Og á einum göngutúr okkar lét ég í ljós undrun mína yfir því, að hann skyldi geta haft nokkuð saman við mig að sælda. Mér væri kunnugt um álit hans á þeim mönnum, sem verja æfinni til þess eins að safna fé. „Hvað koma mér við ætlanir og þrár annara?“ segir Oscar. „Held- urðu ég væri ekki fremur einmana, hefði ég ekkert saman að sælda við aðra en jafningja mína?“ Spurning- unni fylgdi sú glettni í svip hans og rödd, að ég vissi, hann var að henda gaman að þeirri tröllatrú, sem ég hafði á honum — að hann ætti ekki sinn jafningja. En svo varð hann alvarlegur. „Þú gleymir því, að af öllum þeim biljónum manna, sem hafa bygt og byggja þennan heim okkar, er enginn öðrum líkur. Þvi er engin villa verri en sú, að dænaa einn öðrum meiri eða betri. Eins og skaparanum, eða náttúrunni hefði feilað! Nei, Mundi minn. Við skul* um ekki ætla alföður svo hlutdræg' an, að hann hafi afskift börn sín- Alt er gott sem gerði hann, þó jafn- margt sé sinnið sem skinnið“. Hann hló, en ég hristi höfuðið. Alténd var það sama sagan. Oscar greiddi allaj- flækjur, sem ég komst í við nánu , og færði fram í ljósið alt, sem 1 myrkrum skólabóka minna var hul' ið; en færi hann út í aðra sálm^. varð mér umtalsefnið óskiljanlegre með hverri skýring hans. En mes gramdist mér, að vita aldrei me vissu hvort honum var gaman e alvara. Yfirleitt voru íslenzkir nemendur ekki svo efnum búnir, að þeim ist að slóra í bænum eftir skólum va lokað. Þá voru allir vasar tómir 0 _ bráðnauðsynlegt, að ná sem fyrS vinnu, hvort sem hún var ^arXia^ skólakennsla, smíðar, bændavinn eða annað. Flestir höfðu Pa^.3u töskur sínar áður en síðasta Pr° ir*g var lokið og lögðu upp í heim e
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.