Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 78
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Úti var hlýtt í veðri, þó komið
væri kvöld. Inn um opna stofu-
gluggana barst ilmur frá blómum og
nýslegnu grasi. En þess gætti lítið.
Hávær glaðværð fólksins tók einka-
rétt á allri skynjan minni .... Og
nú er farið að æfa söng, íslenzk
sönglög. Fjórrödduð! Og þó ég kunni
ekkert lag, fer hávaðinn vel með
mig. Vísurnar og versin kannast ég
við frá barnsárunum .... Hve gott
og fagurt og indælt er . . . Brúð-
kaupssálmur. Því Walter og systir
hans gifta sig á morgun . . . Og svo
væntanlegir silfur- og gullbrúð-
kaupsþættir í ættingjamótinu við
vatnið . . . . Nú væri farið að líða að
gullbrúðkaupi okkar Stínu, hefði ég
ekki haft vitið fyrir mér og gefið
mig allan við fjármálin . . . . Og
hvernig hefði ég átt að eyða heilum
dögum í ættingjamót við vatn eða
annars staðar og aukatíma í undir-
búning þeirra, utan kostnaðarins,
sem þetta umstang hlýtur að hafa í
för með sér . . . Óhugsandi að þetta
fólk leggi peninga, sem nokkru
nemur í sparisjóð, hversu mikið
sem það hefir upp úr búskapnum.
Til þess ber það of mikið í heimilin
og öll lífsþægindi; og svo hlær það
og syngur og heldur útiskemtanir
við vatnið. En mikil undur eru það,
sem Merkurbúar hafa komið í verk!
Upp úr þessum þankabrotum mín-
um slitnaði við komu aldraðrar
konu inn í stofuna. Hún gekk beint
til mín og heilsaði mér glaðlega með
handabandi, eins og löndum er títt
þó þeir hafi ekki verið formlega
kyntir. „Ég heiti Jónína Strandar“,
segir konan, „og vona að þú fyrir-
gefir mér framhleypnina. En ég
heyrði hann Walter tala um, að þú
værir að spyrjast fyrir um mann,
sem eitt sinn átti heima hér í ný-
lendunni“.
Við þetta lifnar yfir mér, líkt og
þá er ég var upp á mitt hið bezta
og græddist tíu þúsund í einum
rykk; það var ekki aðeins, fyrir von
um að loks fái ég fréttir af Oscar,
heldur minnir Jónína mig á hann.
Þó öldruð sé og hvít fyrir hærum, er
hér ekkert um að villast. Kærustu-
myndin hans Oscars var af Jónínu!
Og kom þetta svo flatt upp á mig>
að ég var nokkur augnablik að jafna
mig.
„Ég er kominn alla leið vestan fra
hafi, til að finna Oscar, og veit, að
nú fæ ég fréttir af honum“.
„Og hvernig veiztu það?“ spyr hún
brosandi.
„Oscar hafði ljósmynd af þér a
kommóðunni í svefnherberginu
sínu“. Við þessi orð mín skein gleðin
út úr svip Jónínu, eins og mann=>
sem sér hlutabréf sín hækka í verði
með hverju líðandi augnabliki; en
hún lætur sem hún heyri þau ekkr
„Oscar þekti ég fyrir löngu síðan >
segir hún. „í rauninni hét hann
Ásgeir Ingimarsson, en tók sér þetts
gerfinafn árin sem hann var
við
nám í Winnipeg. En nú er svo langt
um liðið, að aðeins örfáir okkar
eldra fólksins, kannast við hann
undir Oscars nafninu. Annars er
hann flestum hér gleymdur“.
„Hann hét Ásgeir, segir þú. 1
hann dáinn?“ Og var þetta í fyr&. f
skifti, sem mér flaug í hug, a^
Oscar væri öðru vísi en aðrir menn>
lyti hann sama lögmáli og þmr-
„Enginn veit hvort Ásgeir er 1
eða liðinn, svo ég viti til“, se^
Jónína. „Og þess vegna gerðist e^
svona framhleypin við þig — 1 v°
að þú hefðir séð hann eða ha
um