Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 79
tveir landar í ameríku
61
fréttir af honum síðan hann fór
héðan“.
»Og nær var það?“
»Tæpu ári eftir að hann hætti við
námið“.
»En mér skildist á honum, að
Mörk væri hans fyrirheitna land.
Hvað gat komið til, að breyta þeirri
skoðun hans? — Nei, Mrs. — eða er
það Miss Strandar?11
»Miss“, segir hún. „En ég kann
bezt við að vera nefnd Jónína“.
»Nei, Jónína, ég hefi hvorki séð
Oscar né haft afspurn af honum
Slðan hann kvaddi mig eftir að hann
lauk þriðja bekkjarprófi við háskól-
ann. En eitthvað hlýtur þú að vita
Urn tildrögin til hvarfs hans héðan“.
»Ekki ég, fremur en aðrir, sem sáu
hann hverfa héðan eins og dropa í
nafið. Burtför hans undruðust allir,
jsfnt þeir, sem þektu hann bezt og
ninir, sem voru honum lítið kunn-
ugir. En þú varst Ásgeir samtíða
eilan vetur og veizt hver ráðgáta
ann reyndist þeim, sem kyntust
nonum“.
»Já, ég man altaf hvað ákvörðun
ans, að hætta við námið, kom flatt
UPP á mig,“ segi ég. „En hann gerði
P° nokkra grein fyrir henni. Og
sjálfsagt hafa menn myndað sér ein-
, vfrjar skoðanir um ástæðu fyrir
Pvb að hann þaut héðan“.
»Ekki vantaði það“, segir Jónína.
l ,engi framan af lá það í loftinu
er °g líklega víðar, að enginn sá
w..n°kkurt táp væri í, ílengdist í
°rk. Og þurfti engan að furða á
V ap nnnar eins maður og Ásgeir
sér litla framtíð hér, sér í lagi
ar sem von um auð og æfintýri var
anuars vegar“.
i segi ég og gerist forvit-
u- Þó mér komi ekki til hugar, að
Oscar hafi breytt stefnu og látið leið-
ast af von um að honum græddist
fé, langaði mig til að vita hvað Jón-
ína átti við. Ég er svona gerður.
Þrátt fyrir allar læknisforskriftir
fyllist hugur minn óljósum áhuga
fyrir tilverunni, þegar ég heyri
minst á eitthvað það, sem arðvænt
er.
„Von um auð“, segir Jónína með
áherzlu. „En von og veruleiki eru
sitt hvað. Svoleiðis var, að ungur
angurgapi utan úr heimi flæktist hér
um nýlenduna svo mánuðum skifti.
Hafði hann miklar sögur að segja
af gullfundi og gullnámum lengst út
í óbygðum Norður-Canada, og þóttist
viss um að dugandi menn, sem
þangað færu, mundu verða vellríkir
á skömmum tíma. Þegar svo gull-
maðurinn, eins og við nefndum
hann, fór héðan, slóst Ásgeir í för
með honum til Winnipeg. Síðan veit
ég ekki til að spurst hafi af þeim“.
Og mér fanst ég merkja gremju í
svip og rödd Jónínu, þó ég lifnaði
allur við, við þessar upplýsingar.
Hér eftir mundi mér aldrei bland-
ast hugur um, að ég hafi valið hið
góða hlutskifti, beitt kröftum mín-
um í þjónustu hins eina nauðsyn-
lega, sem sé, hafa mig áfram og
safna fé. Hafði Oscar ekki yfirgefið
námið, sveit sína og heimili og unn-
ustuna, alt — fyrir gullið? Og Oscar
var sú mesta og fullkomnasta per-
sóna, sem ég gat hugsað mér. Nú
fyrst taldi ég mig jafningja hans,
eða vel það. Þó hann hefði komist
yfir meiri efni en ég, sem var óvíst,
mundi hann aldrei hafa haldið eins
vel á þeim. Svo vel þóttist ég
þekkja manninn. Hitt var í fullu
samræmi við skapferli hans og
mannskap, að leita fjárins, þar sem