Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 82

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 82
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON: Upphaf bygða íslendinga í N.D. Niðurlag frá í fyrra V. Hér þykir hlýða, að gera ofurlitla grein fyrir því fólki, sem flutti al- farið til nýlendunnar þetta fyrsta ár, eða settist að við Pembina. En einnig verða þeir taldir til þessa árs, sem voru þar í landskoðunarferðum og völdu sér bújarðir í nýlendunni, þótt ástæður þeirra í Nýja-íslandi höml- uðu þeim frá, að flytja suður fyrr en næsta ár. Um þá menn, sem áður er getið við útflutninga, frá 1872 til 1875, í S. í. í V., II. B., verður hér og síðar, að öllum jafnaði, vísað til blaðsíðutalsins, en það ekki endur- tekið, sem þar er um þá sagt, en því bætt við, sem þurfa þykir ef heim- ildir eru fyrir hendi, sem þó verða alls staðar saman dregnar í stytzta ágrip. Nýlendumenn, 1878: Magnús Stefánsson (1853 eða 2 — 1935) frá Fjöllum í Kelduhverfi, hið hugrakka karlmenni, er vestur flutti 1873 og getið er um í II. B. (af S. í. í V.), 181, og víða hér að framan. Hann er, hvað íslendinga áhrærir, frumkvöðull bygða þeirra í Dakota, ásamt Sigurði Jósúa, eins og undanfarandi saga ber með sér. Magnús var gæddur góðum hæfi- leikum og þeirri skerpu og harðfengi ásamt óbilandi vilja og kjarki, sem flestar torfærur sigraði í baráttu og framsókn frumbýlinganna, en þó oftar meir fyrir aðra en hann sjálfan. Fór hann margar harðsóttar ferðir fyrir ýmsa í Dakota fyrstu árin á hægfara uxum en þörfustu þjónun- um þó, án þess hart væri gengið eftir gjaldi fátæklinganna. Segir hann svo frá, að Þorsteinn Þorláksson, bróðir séra Páls, hafi stundum verið með sér í ferðum þessum, einkum að flytja hveitikorn fyrir bændur lang- ar leiðir til mölunar fram og til baka um háveturinn. Hann var 35 ár í nýlendunni, þar til hann flutti aftur til Canada. Þau árin, sem hann var þar lögregluþjónn, segja sögur, að hann hafi ekki „veigrað sér VJÖ að handsama lögbrjóta, því kjarkur- inn var mikill“. Árið 1880 nam hann land á ný suður í Garðarbygð, skanat frá Jóni Bergmann, og bjó þar nokkur ár. Þar andaðist Valgerður fyrri kona hans, dóttir Jóns en systir séra F. J. Bergmanns, í október, 1883, sem hann kvæntist 21. nóvember, 1879. Börn þeirra er á legg komust- Amy, kona Halldórs Björnssonar fra Úlfsstöðum, er vestur flutti 1884- Dóu þau hjón á bezta aldri. Seinni kona Magnúsar: Ólöf dóttir Sigfúsar Ólafssonar Eyfirðings, er til Nýja' íslands flutti 1876, en til Dakota 1879. Þeirra börn: Jón Bergmann byggingameistari; Magnús Valgar J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.