Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Qupperneq 82
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINSSON:
Upphaf bygða íslendinga í N.D.
Niðurlag frá í fyrra
V.
Hér þykir hlýða, að gera ofurlitla
grein fyrir því fólki, sem flutti al-
farið til nýlendunnar þetta fyrsta ár,
eða settist að við Pembina. En einnig
verða þeir taldir til þessa árs, sem
voru þar í landskoðunarferðum og
völdu sér bújarðir í nýlendunni, þótt
ástæður þeirra í Nýja-íslandi höml-
uðu þeim frá, að flytja suður fyrr
en næsta ár. Um þá menn, sem áður
er getið við útflutninga, frá 1872 til
1875, í S. í. í V., II. B., verður hér
og síðar, að öllum jafnaði, vísað til
blaðsíðutalsins, en það ekki endur-
tekið, sem þar er um þá sagt, en því
bætt við, sem þurfa þykir ef heim-
ildir eru fyrir hendi, sem þó verða
alls staðar saman dregnar í stytzta
ágrip.
Nýlendumenn, 1878:
Magnús Stefánsson (1853 eða 2 —
1935) frá Fjöllum í Kelduhverfi,
hið hugrakka karlmenni, er vestur
flutti 1873 og getið er um í II. B.
(af S. í. í V.), 181, og víða hér að
framan. Hann er, hvað íslendinga
áhrærir, frumkvöðull bygða þeirra
í Dakota, ásamt Sigurði Jósúa, eins
og undanfarandi saga ber með sér.
Magnús var gæddur góðum hæfi-
leikum og þeirri skerpu og harðfengi
ásamt óbilandi vilja og kjarki, sem
flestar torfærur sigraði í baráttu og
framsókn frumbýlinganna, en þó
oftar meir fyrir aðra en hann sjálfan.
Fór hann margar harðsóttar ferðir
fyrir ýmsa í Dakota fyrstu árin á
hægfara uxum en þörfustu þjónun-
um þó, án þess hart væri gengið eftir
gjaldi fátæklinganna. Segir hann svo
frá, að Þorsteinn Þorláksson, bróðir
séra Páls, hafi stundum verið með
sér í ferðum þessum, einkum að
flytja hveitikorn fyrir bændur lang-
ar leiðir til mölunar fram og til
baka um háveturinn. Hann var 35
ár í nýlendunni, þar til hann flutti
aftur til Canada. Þau árin, sem hann
var þar lögregluþjónn, segja sögur,
að hann hafi ekki „veigrað sér VJÖ
að handsama lögbrjóta, því kjarkur-
inn var mikill“. Árið 1880 nam hann
land á ný suður í Garðarbygð, skanat
frá Jóni Bergmann, og bjó þar
nokkur ár. Þar andaðist Valgerður
fyrri kona hans, dóttir Jóns en systir
séra F. J. Bergmanns, í október, 1883,
sem hann kvæntist 21. nóvember,
1879. Börn þeirra er á legg komust-
Amy, kona Halldórs Björnssonar fra
Úlfsstöðum, er vestur flutti 1884-
Dóu þau hjón á bezta aldri. Seinni
kona Magnúsar: Ólöf dóttir Sigfúsar
Ólafssonar Eyfirðings, er til Nýja'
íslands flutti 1876, en til Dakota
1879. Þeirra börn: Jón Bergmann
byggingameistari; Magnús Valgar
J