Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 87
UPPHAF BYGÐA íslendinga í n.d.
69
Árni Sveinsson [síðar bændahöfð-
*ngi í Argyle] og Guðrún Jónsdóttir.
Bújörð sína í Dakota nam Gísli,
1S78, „rétt sunnan og vestan við
Uallsons landið“, og var þar póstaf-
greiðslumaður frá 1882 til 1884, sð
hann seldi hana og keypti aðra jörð
tvær mílur suðaustur af Hallsson,
en hafði þó annan fótinn hjá tengda-
föður sínum meðan hann bjó í ný-
iendunni. Gísli kemur mikið og vel
við sögu íslendinga í Dakota, enda
Var hann góður hæfileikamaður.
Ujóra fyrstu mánuðina af árinu
1880, kendi hann skóla annað slagið
1 Hallsson fyrir séra Pál Þorláksson.
r; Árið 1888 fluttu þau hjónin með
eörnum sínum til Winnipeg. Mun
Uísli þar hafa stundað allmikið húsa-
snaíðar. Þá var Lögbergs-nýlendan
öyggjast. Fluttu þau hjón þangað,
891. Þar nam Gísli land á ný og
gerðist aftur bóndi, en lagði einnig
stund á smíðar og var póstafgreiðslu-
^aður að Lögbergi í mörg ár. Börn
^eirra hjóna, er þroska náðu: Hallur,
ln-n fyrrnefndi fyrsti íslendingur,
er fæddist í Dakota hjá Bótólfi
n°rska, (d. 1943), bóndi skamt frá
ögbergs [Calder] pósthúsi, átti
Hstínu dóttur Einars J. Suðfjörðs;
, a11 kaupmaður í Calder-bæ í Lög-
ergS-nýlendU) hans kona Elíná
la] Jóhannesdóttir Einarssonar
°nda þar í bygð og fyrrum sveitar-
Jora þar og í Þingvallabygð [sbr.
lJfr» dr- R. Becks, Alm. S. O. Th.,
Ur "S kls' ^—88]; Hannes kaupmað-
g 1 Calder-bæ, kvæntur Helgu
^norradóttur Reykjalín (fósturdótt-
átfSera ^°nS Uáru); Guðríður,
Ve.X enskan bónda þar í bygð; Rann-
so^’ k,ona sera Guttorms Guttorms-
átti&K ■ ^1111160!3, Minnesota; Helga,
1 Pýzkan mann, en María enskan,
er báðir stunduðu verzlun í Calder.
Sigurður (1863—1935) Pálsson
Guðmundssonar fæddur að Élvogum
í Sæmundarhlíð en fóstraður af Jó-
hanni P. Hallssyni, og dvaldi á því
heimili frá því hann var lítill dreng-
ur og þar til nokkrum árum áður
en Jóhann bóndi lézt, að hann fór
að búa sér nálægt Hallsson. Sigurður
átti alt af heima í Hallsson-bygð
(um 57 ár) og dvaldi þar lengst
allra þeirra, er þangað fluttu þetta
ár (1878), og tók mikinn þátt í fé-
lagsmálum þar. Kona hans var
Sesilía Magnúsdóttir fædd að Fells-
enda í Miðdölum, 1849, en flutti
vestur árið 1888, og bjó að Hallsson
síðan.
Jón J. Hörgdal fæddur að Möðru-
völlum í Hörgárdal, 1854, sonur Jóns
bónda á ýmsum bæjum í Hörgár-
dal Jónssonar Þorvaldssonar og
konu hans Karítasar Árnadóttur, er
varð landnámskona að Hallsson
þetta ár, sem enn verður getið. Jón
Hörgdal var frændi Ragnheiðar
konu Jóhanns Hallssonar; var séra
Páll á Brúarlandi í Deildardal upp
frá Höfðaströnd, faðir Ragnheiðar,
bróðir Sigríðar Erlendsdóttur
klausturhaldara frá Munka-Þverá,
en hún var kona Árna og móðir
Karítasar landnema, sem hét eftir
Karítas móðurömmu sinni dóttur
Sveins lögmanns, sem hér að framan
er getið við ætt Ragnheiðar Páls-
dóttur að Hallsson. — Jón Hörgdal
flutti vestur til Nýja-íslands 1876.
í Winnipeg hitti hann fornkunningja
sinn, Björn K. Skagfjörð [II. B.,
171—172 og víðar við 1873]. Urðu
þeir samferða til nýlendunnar á ein-
um „flatdallinum“. Þegar niður á
vatnið kom, lentu þeir í miklu hvass-
viðri, settu upp segl, sem var stórt