Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 88
70
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
íslenzkt brekán, og náðu landi við
Kjalvík, bújörð Skafta Arasonar.
Dáðist Jón mikið að því, hversu
ágætlega Björn stýrði hinum
klunnalega farkosti þeirra, bæði nið-
ur ána og norður eftir vatninu. Vorið
1877, var Jón baðaður eins og
kláða-gemlingur af sóttverðinum
suður af Nýja-íslandi, þegar hann,
ásamt fjölda ungra manna, reyndi
að komast burt úr nýlendunni til
að bjarga sér, sem þeim líka öllum
tókst eftir næga bið og böðun. Fengu
þeir atvinnu við nýbyrjaða járn-
braut, sem verið var að leggja suður
til Bandaríkja, en unnu varla fyrir
fæði sínu vegna rigninga. En í hópi
þessara landa, voru sex Jónar Jóns-
synir, sem allir rugluðust saman hjá
þeim canadisku, þegar gjalda átti
þeim vinnulaunin. Tóku þeir því það
til bragðs, allir sex, að fá sér ætt-
nefni, og þaðan stafar Hörgdals
nafnið. Snemma vetrar þetta ár réð-
ist hann í vist í Kildonan, fimm
mílur norður frá Winnipeg, til ágæt-
is manns, sem James Black hét,
sonur Rev. (séra) John Blacks hins
skozka, sem talinn er, að vera einn
af fyrstu prestum í nýlendunni í
Rauðárdal, sem Selkirk lávarður
stofnaði 1813—1815. Segir Jón Hörg-
dal svo frá, að ekki sé hægt að hugsa
sér betra heimili en þeirra hjóna,
James Black og seinni konu hans,
sem var skólakennari frá Skotlandi.
Kona sú, er hann áður átti, var af
einum þjóðflokki Rauðskinna. Lifðu
sjö börn af því fyrra hjónabandi,
sem seinni konan kendi ensku á
hverju kvöldi. Eftir að Jón hafði
dvalið þar stuttan tíma, bauð konan
honum að taka þátt í náminu. Þá
hann boðið með þökkum. Lærði
hann um veturinn undirstöðu bók-
málsins og framburð enskunnar.
Þarna dvaldi hann þar til í byrjun
júní, 1878, að búið var að sá, og
fanst hann aldrei hafa áður tíma
sínum betur eytt, og vera nú orðinn
maður til að mæta hverju, sem uð
höndum bæri. I Winnipeg hitti hann
J. P. Hallsson á förnum vegi og
slóst í förina suður, sem fyrr er ritað,
og vann við „að hrófa upp litlum og
ljótum bjálkakofa“, sem hann, einn
af níu, flutti í. Síðar starfaði hann
að heyskap og öðru unz hann vistað-
ist yfir sumarið hjá N. E. Nelson í
Pembina, sem áður getur, og vann
hjá honum fram á haust. En þegar
Karítas móðir hans og Jónína litla
komu að heiman til Winnipeg, flytur
hann þær til Jóhanns Hallssonar
og sezt þar einnig að. Með móður
sinni reisti hann bú, vorið 1879, a
bújörð, er hún nam í Hallsson, en
valdi sjálfum sér land ásamt.tengda-
foreldrum sínum tilvonandi, fjórar
mílur suðaustur frá Hallsson, en bjo
þó nálega öll sín fjörutíu ár í ný'
lendunni á bújörð móður sinnar.
Jón Hörgdal var hinn mesti fjúr'
maður og átti fjölbreyttum hsefileik'
um á að skipa. Hann var fæddur
leikari og skemti fólki allra manna
bezt í sinni bygð, bæði á sjónleikurn
og samkomum. Vandasöm embsett1
opinberra mála hafði hann stöðugt
á hendi frá því þau voru stofnuð og
þar til hann flutti úr bygðinni. Hann
var „hreppstjóri“ í bygð sinni fulla**
hálfan þriðja tug ára. Tók hann v*
af Gísla Egilssyni, er hann hvar
þaðan, 1888, en fyrsti maður, sem
kjörinn var til þess embættis,
Jóhann Pétur Hallsson. Frá Þ^1
skólahérað var þar myndað, 18 ’
var Jón forseti skólastjórnar í 36 ar
og kennari við sunnudagaskólann