Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 90
72
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
vetur í sextugt, sonur Jóns smiðs á
Melum og konu hans Þóru Páis-
dóttur bónda á Hnjúki Þorbjörns-
sonar, sem er svarfdælsk bændaætt
til Nikulásar Þormóðssonar prests
að Upsum og príors á Möðruvöllum
(á lífi 1521). Faðir Jóns smiðs á Mel-
um var Oddur sterki bóndi þar, sem
hin fjölmenna Melaætt er komin frá;
var faðir hans Bjarni Sturluson lög-
réttumaður í Skagafirði og síðast
bóndi að Melum í Svarfaðardal, er
Steinn Dofri ættfræðingur rekur í
beinan karllegg til Oddverja; en
kona Bjarna og móðir Odds sterka
á Melum, var Ingibjörg Pálsdóttir
sýslumanns Grímssonar sýslumanns
að Möðruvöllum, Pálssonar sýslu-
manns, Brandssonar lögmanns (d.
1490) Jónssonar.
Jónína Jónsdóttir Hörgdal, sem
fyrr er getið, ólst upp hjá Karítas
ömmu sinni og frændum í Hallsson.
Hún giftist Þórarni syni Sigfúsar
Bjarnasonar frá Staffelli í Fellum í
Fljótsdalshéraði, er land nam í
Dakota um fimm mílur vestur af
Hensel, sumarið 1881. Jónína og
Þórarinn fluttu til Canada og gerð-
ust landnemar við Elfros í íslenzku
Vatnabygðunum í Saskatchewan.
Árni (f. 1857) sonur Þorláks
Björnsonar frá Fornhaga, er flutti
vestur um haf, með foreldrum sín-
um og systkinum, 1874, frá Skeggs-
stöðum í Svarfaðardal, festi sér ekki
land að svo stöddu í hinni nýnumdu
nýlendu, er hann skoðaði um vorið,
en valdi sér bújörð um fjórar mílur
suðvestur af þorpinu Pembina, á
öldumyndaðri, þurlendri hæð, sem
landar nefndu „á Öldunni“. Þar
voru landkostir fremur rýrir, en
votlendi var í kring, sem íslendingar
voru orðnir svo þreyttir á úr Nýja-
íslandi, að þeir máttu það helzt ekki
augum líta. En á láglendinu var
ágæt gróðrarmold; urðu þar hin
beztu akuryrkjulönd þegar bygð var
hafin með brautum og framræslu.
Þeim gengu Islendingar fram hjá,
en urðu brátt óánægðir með sína
lélegu landkosti, þótt hærra væru
settir á sléttunni, er þeir sáu ná-
granna sína ausa upp allsnægtum úr
fyrrverandi forarpollum, er fyrstu
íslenzku landnemarnir höfðu for-
smáð og flúið. Fluttu margir þeirra
af „Öldunni“ innan fárra ára og
vestur í aðal-nýlenduna. Allar líkur
benda til, að Árni hafi fyrstur íslend-
inga þetta ár setzt að á landi sínu
í Pembina, þótt foreldrar hans væru
þá í Nýja-íslandi, en þar voru þau
hjónin mjög heilsulítil og Þórdís
oftast við rúmið. Skýrir Þorlákur
frá, eftir að Árni er kominn suður,
að von sín sé öll þar sem hann se.
En frá Dakota skrifaði Árni honum:
„. . . . Það verður annað hvort, að
okkur gengur betur hér ef við getum
náð fótfestu, ellegar það er öll von
úti“. Og enn skrifar hann — sem
bendir sumpart til, hvers vegna
hann velur hærra landið til ból-
festu: — „Það herðir á mér að taka
hér land, að ég held að loftslagið sé
hér hollara fyrir mömmu; það er
svo þurt og hreint, landið liggur hátt
og er vel þurt“. En um væntanleg3
burtför sína úr Nýja-íslandi skrifar
Þorlákur: „Ég skal ekki neita þvl
að mér hefði verið það mikið kser'
ara, að vera hér og geta átt von um
góða framtíð, en sé þó á hinn bóg'
inn, að ég hefi héðan lítils að sakna
[Sbr. Framfari, II., 18., 9/4—’79] ■
Sumarið 1879 munu foreldrar Árna
hafa flutt sig suður til hans eða hann
sótt þau, og Þorlákur numið þar