Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 107
FOKDREIFAR úr ferðinni
89
ar>di stræti. Seinna fór ég í boði
vinar míns í Þjóðleikhúsið og hlust-
aði 0g horfði á frumsýningu af
Leðurblöðkunni eftir Johan Strauss
1 íslenskri þýðingu, sungna af ís-
^nsku söngfólki. Var það hin besta
skemtun. Seinna um kvöldið hófst
söngur og dans á strætunum í niður-
k^num og stóð langt fram á nótt.
Virtust allir fara glaðir heim í sól-
skininu undir morguninn. Var óneit-
snlega gaman að sjá þúsundir manna
kvenna sleppa fram úr sér beisl-
mu 0g gleðjast svona óþvingað í
^inningu endurheimts sjálfstæðis.
°kkru seinna sendi félag íslenskra
°rganleikara mér aðgangsleyfi að
lrnmta móti norrænna kirkjutón-
jstarmanna, sem fór fram í dóm-
klrkjunni 3,—10. júlí. Voru þátttak-
endurnir, auk fslendinga, frá Dan-
^örku, Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og
j ^reyjum. Fór þar alt mjög virðu-
e§a fram og sumt beinlínis af list.
t^ amkvæmi og vinaboð verða ekki
ð geta þess,
hélt mér
áður en ég
_ ------*____r sat ég að
^ 1 dagsverði með forsetahjónunum
S(. essastöðum. Sóttu þau mig per-
s?y*u^e§a> ásamt gestgjafa mínum, og
h/ UPU m^r baka. Voru þau bæði
n asíúðiegustu. Taldi ég það sér-
in^ an VÍnáttuvott til Vestur-íslend-
** ^ví mig þektu þau varla frá
§ unum, sem koma og fara á
]j?u sumri.
þr^r verður nú aftur tekinn upp
. Urinn, og skygnst um víðsvegar
landið.
— HAFNARFJÖRÐUR
er 'v'^ ^°rurn ver um góð héruð,
er skulum byggja útnes þetta“,
n ner. Samt verð ég ;
Austfirðingafélagið
Veðjusamsæti kvöldinu
aug, Og í viknnni áSn
sagði Karli þræll Ingólfs landnáms-
manns, þegar þeir fundu öndvegis-
súlurnar í víkinni undir Arnarhól,
þar sem nú stendur Reykjavík. Þeir
höfðu ferðast um hið breiða og frjó-
sama Suðurlandsundirlendi og námu
staðar þarna skamt frá vesturjaðri
Reykjaness hraunsins. Karli hafði
vitanlega á réttu að standa frá bú-
mannlegu sjónarmiði. En Ingólfur
var trúmaður mikill og hugsjóna-
maður. Hann sá réttilega, að bygð í
nýu landi gat ekki þróast, ef menn-
ingargrundvöllur ættstofnsins og
ættarerfðir væru bornar fyrir borð;
og grundvöllur hins norræna kyns
hefir ávalt verið heimilið, heimilis-
menningin, og öndvegissúlurnar
ímynd þess.
Samt langaði mig nú að hallast
að skoðun Karla, þegar þrjár bróður-
dætur mínar og bændur þeirra
fóru með mig þvert yfir Reykjanes-
hraunið á leið til Krísuvíkur.
Ekkert getur verið ömurlegra á jarð-
ríki en íslensk brunahraun. Síðar
átti það fyrir mér að liggja að leggja
leið yfir og í kringum fleiri af
þeim — svo sem Mývatnsöræfin,
Mývatnssveitina, Bárðardalinn út
undir sjó, í Borgarfirði syðra, er
komið er ofan af Holtavörðuheiði,
og víðar, að maður ekki gleymi Þing-
völlum. Á Reykjanesinu eru engar
ár eða lækir — öll vötn renna þar
neðan jarðar. Eitt lítið stöðuvatn sá
ég þar í dalhvos. Kann það að hafa
verið eldgígur, sem seinna fyltist
vatni. í Krísuvík eru sjóðandi leir-
pyttir, viðbjóðslegir grautarpottar,
sem sterka fýlu leggur af. Boraðar
hafa verið þar tvær eða fleiri holur
til að kanna jarðhitann. Senda þær
gufustróka hátt í loft upp, og heyrist
ekki mannsins mál fyrir hávaðanum.