Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Side 110
92
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Kristni var að vísu lögleidd á Þing-
velli, svo ekki er í alla staði óvið-
eigandi að þar sé kirkja. En stíllinn
er óþolandi á slíkum stað. Þar ætti
að vera hof, þó kristið sé. Auk þess
eru turnspírur og skemmuþak að
hverfa úr byggingarstíl nýrri
kirkna eða guðshúsa. Ég leit á leiði
Jónasar og Einars og gat einhvern
veginn ekki orðið snortinn. í huga
mér hljómuðu orðin, sem eiga svo
vel við alla snillinga og velgjörðar-
menn mannkynsins: „Hví leitið þér
hins lifanda meðal hinna dauðu?
Hann er ekki hér“. Sagan og ljóðin
og landslagið þrengdu svo fast að
mér, að ég hefði helst óskað að verða
þar aleinn eftir; en ekkert þvílíkt
er mögulegt, þegar maður er um-
kringdur af ungu og glöðu og elsku-
legu frænda og vina liði.
í bakaleið fórum við um í Hvera-
gerði. Þar er talsvert sveitaþorp.
Þar eiga ýmsir íbúar höfuðstaðarins
sumarbústaði, og þar búa sumir
yngri rithöfundar þjóðarinnar. Þar
eru gufumekkir altaf í lofti og þar
sýður og bullar jörðin af hverahita.
Kváðu stundum opnast nýir leir-
hverir undir húsgólfum manna. Þar
er mikil gróðurhúsarækt.
Af Kambabrún á austurvarpi
Hellisheiðar er einhver hin fegursta
útsýn landsins. Blasir þar við Suður-
landsundirlendið með hinum víða
fjallahring, og lengst í útsuðri blánar
fyrir Vestmannaeyum í hafinu eins
og skipaflota á siglingu.
HVALFJ ÖRÐUR
Ó, fjörður vœni sœll að sýn
í sumarsólar loga.
Hve framnes, björg og flóðvik þín
í faðm sér hug minn toga.
Hvar stenst öll prýðin eins vel á
við insta botn og fremst við sjá?
Hvar sé ég fleiri fjöllin blá
og fegri mararvoga?
Þegar ég var drengur í heimahús-
um fyrir meira en sextíu áruffl
komst ég yfir Iðunni hina eldri. Þar
las ég þetta fagra kvæði Steingríms
um Hvalfjörðinn. í því er fléttað
saman á hinn yndislegasta hátt nátt-
úrufegurðin, landslagið með örnefn-
unum, og merkustu atburðir sög-
unnar og fornsagnanna. Við Hval-
fjörðinn eru tengdar minningarnar
um mesta skáldið á miðöldum ís-
lands, Hallgrím Pétursson, sem lifði
þar við örbirgð og ólæknandi sjúk-
dóm, en lét þrátt fyrir það eftir sig
liggja stærsta skáldverk, sem ort var
um öll Norðurlönd á sama tímabili-
Ég hafði þá lesið ævisögu hans éftir
Hálfdán skólameistara Einarsson.
Skömmu síðar komst ég yfir sögn
Harðar og Hólmverja, og las hana
upphátt á kvöldvöku — þennan
blóðuga og hrikalega sorgarleik, þar
sem mætur og ættgöfgur maður er
dæmdur í útlegð fyrir afsakanlegt
víg, og verður svo fyrir brýnustn
lífsnauðsyn vargur í véum heils
bygðarlags og að síðustu svikinn og
veginn fyrir eðlilegar ástæður.
Ég hlakkaði til ferðarinnar, en
ekki átti ég von á eins torfærum
vegi eða þvílíkri vegalengd. Vegur'
inn liggur í ótal hlykkjum í snar-
bröttum brekkum vestan fjarðarinS’
og varð mér stundum ekki um se
í mjóstu sniðunum, enda var ég li^a
svo óheppinn að vera sárlasinn
mestan hluta dagsins. Sagt var mer
þó, að Ameríkumenn hefðu stor
bætt veginn, þegar þeir tóku Hva
fjörðinn fyrir setulið sitt. Fyrir botm
fjarðarins er hvalveiðastöð, svo enn