Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 118
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
að ég var gamall Möðruvellingur.
Kirkjan er enn með sömu ummerkj-
um — blá hvelfing með látúns-
stjörnum. í garðinum reyndi ég að
finna leiði Bjarna Thorarsensen,
Gríms og fleiri sem ég mundi eftir
frá gamalli tíð. En grasið var klof-
hátt og hafði auðsjáanlega ekki
verið slegið í mörg ár. Presturinn
kvartaði undan, að nú fengist enginn
til slíkra verka lengur, og sjálfur
hefir hann líklega hvorki átt orf
eða ljá. Á Hörgá er brú, sem hriktir
og skelfur, þegar um hana er keyrt.
Þar hafa orðið slys, eins og við fleiri
eldri brýr landsins, þar sem veg-
irnir eru sjaldnast lagðir beint að
brúarsporðinum. Enn aðra ferð fór
ég inn í Eyafjarðardalina. Þar eru
fjöll skuggaleg en þó fögur, eins og
í svo mörgum öðrum inndölum
landsins. í bakaleiðinni stansaði ég
á Möðruvöllum hinum innri. Þar bjó
Guðmundur hinn ríki í fornöld, sem
sagan segir, að haft hafi hundrað
hjúa og hundrað kúa. Þar er hinn
mesti myndarbúskapur enn. Aðeins
einn fjósamann sá ég samt, en sextíu
eru kýrnar mjólkandi. Þær voru að
streyma úr haga. Ég fékk að sjá
fjósið — alt úr sementssteypu og
þvegið og fágað, en mjólkurvélarn-
ar á sínum stað. Þar er vanaleg
sveitakirkja, en í henni er altaris-
tafla aftan úr kaþólskri tíð, með út-
skornum helgimyndum og hin mesta
gersemi. Sunnudaginn 10. ágúst tók
sig saman alt frændaliðið og keyrði
út á Árskógsströnd og þaðan á bát
í Hrísey. Tilefnið, að hlýða fyrstu
messu Fjalars bróðursonar míns við
innsetningu í hina nýu sókn hans í
Hrísey. Eftir athöfnina geng'um við
um eyna, sem er falleg og grösug
víðasthvar.
GRÍMSEY
Grímsey er fyrst nefnd í sögu
Ólafs konungs hins helga. Konung-
inum stóð hugur til íslands, eins og
fleiri Noregskonungum. Sendimaður
hans bar vináttuboð til íslendinga
og bað um leið, að sér væri gefin „ey
eðr útsker, er liggur fyrir Eyafirði
ok menn kalla Grímsey“. Vildu
margir veita þetta lítilræði og þeirra
á meðal Guðmundur hinn ríki a
Möðruvöllum. En Einar bróðir hans
Þveræingur sýndi fram á, að kon-
ungur gæti haldið þar her manna,
sem veitt gæti þungar búsifjar. Var
þá beiðninni synjað. í mínu ung-
dæmi var Grímsey markverðust
fyrir þrent: Þar voru bestir tafl'
menn og þar voru tvö sálmaskáld
og rithöfundar samtímis. Séra Pétur
Guðmundsson, sem gaf út sálma og
ritaði á efri árum Annál 19. aldar,
og Árni Þorkelsson í Sandvík, sem
orti kvæði og sálma og skrifaði auk
þess skáldsögu og ættartölur-
Grímsey liggur á miðjum heiiU'
skautsbaug nyrðra, og er þó í Eya'
fjarðarsýslu. Hún er lágkúruleg, se
úr hafi, en landsýn er mjög fög'h’
þaðan. íslenska ríkið á varðskip þa ;
er Ægir heitir og gætir landhelg1
norðan lands. Skip þetta sendir
stjórnin einu sinni á ári til Gríms
eyar með sýslumann, tollheimtu
mann, lækni og prófast. Auk þeiirU
voru með vísindamenn, kennarar
fleiri. Mér var boðið að fljóta me ■
Hafði ég ekki á reglulegan sjó korUl
í 25 ár. Veður var sæmilegt, en ta
verð ylgja í sjó á bakaleið. Ég
þar í töðuhirðingu með Sandvíku^
bóndanum, því regn var í lofti,
þegar síst varði komu þar að myn
smiðir. í næstu viku kom svo my
af mér með hrífuna í Morgun a