Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Síða 120
J02
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
breið, fegursta einstakt fjall lands-
ins, blasti við fögur og tignarleg í
suðri. Næst á Mývatnsöræfi, yfir og
í kringum hinar ömurlegu hraun-
breiður, sem þar hafa runnið á ýms-
um öldum. Stansað í brennisteins-
þefnum hjá Námaskarði, og svo í
Reykjahlíð. Ég skaust snöggvast í
kirkjuna, sem máttarvöldin hlífðu
við eyðileggingu, þegar hraunið rann
í skeifu utan um hana á þrjá vegu.
Hún er bygð úr hraungrýti og
sementi, og er ekki ósnotur. Að Mý-
vatni hafði ég komið nokkrum sinn-
um áður, og hefði áð þar í ferð
þessari, ef ekki hefði það viljað til
árinu áður, að bróðursonur minn,
hinn ungi prestur þar, fórst í hörmu-
legu slysi. Mývatnið og öll sveitin
virðist hafa orðið til í eldsumbrot-
um. í vatnið renna engar ár, en úr
því fellur hin fagra og kristalstæra
Laxá, sem nú lýsir upp Akureyri
og mikinn hluta sýslunnar í kring.
Austan vatnsins í hrauninu eru
hinar svonefndu Dimmuborgir. Fár-
ánlegar og margbreyttar hraun-
myndir. Held ég að Einar hafi
fengið þar innblásturinn að Skúta-
hrauni, þessari litsterku háðmynd af
steinrunnu mannfélagi. Stutt við-
dvöl í hressingarskála austan Goða-
foss í Skjálfanda. Goðafoss líkist
mest Niagara í lögun, er mjög fagur,
en hvorki nógu hár né vatnsmikill.
Vatnsmagnið mætti þó auka með því
að stífla vesturkvíslina, sem rennur
í kringum hólmann, og veita því
vatni til fossins. Svo var haldið við-
stöðulaust til Akureyrar í myrkrinu.
Á HEIMLEIÐ
í lok ágústmánaðar kvaddi ég
frændur og vini á Akureyri og hélt
boðleið með ferðavagninum til
Reykjavíkur. Út Kræklingahlíðina,
yfir Þelamörkina, framhjá Bægisá,
þar sem séra Jón orti, og þýddi
Milton og Klopstock, inn í Öxna-
dalinn, framhjá Hrauni — „þar til
fjalla frammi fæddist Jónas áður“ •—
yfir heiðina út Norðurárdalinn. Um
hann orti Símon:
Norðurárdalur næsta er svalur
fremra.
Engar jómfrúr una þar —
alt eru tómar kerlingar.
Svo út Blönduhlíðina fyrir neðan
Bólu, sem Hjálmar er kendur við,
„yfir Hólminn hestasæla“ og upp a^
Varmahlíð neðan við Vatnsskarð.
Þar var áð. Mér varð litið yfir hið
fagra hérað, Hegranesið út við sjo,
þar sem Hafur sagði upp grið fyrir
Gretti, sem allir virtu og héldu. Til
hliðar að austan blasa við dyr
Hjaltadalsins — þar liggja allar lelð-
ir „heim að Hólum“. Út á firðinum
„rís Drangey úr djúpi“, þar sem
„Illugi Bjargi frá dapur situr daga
langa dauðvona bróður hjá“. Upp1 a
brún Vatnsskarðsins er mér sýndur
dálítill melhóll, sem minnisvarði St-
G. skyldi reistur á. Hafði listama '
urinn Ríkharður Jónsson áður sýn
mér líkan sitt af honum. Var nú ek1
þindarlaust alla leið til Blönduóss-
Á leiðinni þaðan var mér bent a
ýmsa sögustaði Húnvetninga, sV°
sem Vatnsdalinn, heimabygð In^1,
mundar gamla og sona hans, BjaÚ?
Miðfirði, fæðingarbæ Grettis, ®
frv. Seinna var lagt á Hol a
vörðuheiði og um hinn ian'^
Norðurárdal. Var áð í nýum hr®®^
ingarskála nálægt Hreðavatni. S1 ^
haldið viðstöðulaust til Reykjavi u
Nokkrum dögum síðar var fl°
vestur i haf.