Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 121

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Page 121
fokdreifar úr ferðinni 103 Á HÁREKSSTÖÐUM Hér leit ég fyrsta lífs míns dag við lítinn kost og skarðan hag. í vosi og snjó og veðragný ég velktist tíðum upp frá því. En þess á milli sumarsól þó sendi yl þeim gróðri, er kól. Svo lífið sýndist létt og hjart, er landið klœddi sumars skart. En œskumannsins insta þrá er út og burt — að prófa og sjá: Að stórborg urðu hin fögru fjöll °9 fjárhúskofinn sumarhöll. En bygðin hvarf — og breytt er öld, °9 bráðum komið hinsta kvöld; °9 draumur, löngu dreymdur, er Vlð dœgurlokin týndur hér. Hér rikir eilíf auðn og tóm, °9 ímyndanna fegurst blóm nú eru visnuð öll og dauð, en eftir skilið stormsins gnauð. ^ú eytt er og blásið mitt œsku- draumaland, °9 enginn þar reikar um beran sand. í Örvar-Odds sögu er þess getið, að þegar Oddur var orðinn gamall J^aður og ríkur konungur austur í Garðaríki, þá ásótti hann sú löngun að vitja fornra heimkynna og æsku- stÖðva. Hann sigldi því með föru- J|eyti sínu norður í Hrafnistu. Á eimleið stansaði hann í Berurjóðri, Par sem hann fæddist og ólst upp f}eð fóstra sínum. „Voru þar þá °ttir vallgrónar“, þar sem bærinn hafði staðið. Og þar sem þeir fóst- bræður höfðu leikið sér og æft skot- fimi í æsku, „var nú hvarvetna blásin jörð, er þá var blómguð vel. Áður en ég kvaddi Austurland í hinsta sinn, fórum við þrír karlarnir, Gunnar, Gísli og Sigurjón, upp að Háreksstöðum. í Jökuldalsheiðinni vorum við allir bornir og aldir til fullorðins ára, og þar bjó faðir okkar lengst ævinnar og öllum sín- um búskap. Háreksstaðir voru vafa- laust fornbýli, sem lagst hafði í eyði einhvern tíma á miðöldum íslands — sumir sögðu í Svartadauða. Þó finst hvergi stafur fyrir því. Fyrir miðja 19. öldina bygðist staðurinn aftur upp, og svo hvað af hverju aðrir bæir í heiðinni, 16 talsins. Heiðarbygðin stóð í rúma öld, en er nú öll komin í auðn. Breyttir lifnað- arhættir og mannfækkun sveitanna hafa orðið orsök hins sama um alt land. Heilar útskagasveitir hafa lagst í eyði og kirkjur og bæir rifnir til grunna. Á Háreksstöðum voru nú aðeins vallgrónar tóftir, og hvamm- arnir og holtin, þar sem við lékum okkur og eltumst við ærnar, og lömbin í æsku, hvarvetna blásin jörð. Við höfðum vitjað okkar Beru- rjóðurs í hinsta sinn, eins og Oddur, og kvöddum það dálítið daprir í huga. En unga kynslóðin, fallega og frjálsborna, sem gjörði okkur ferð- ina auðvelda og ánægjulega, var rödd hins nýrri og betri tíma, sem leiddi okkur aftur út úr fortíðinni og inn í nýa tímann — út úr eyði- mörkinni inn á land bjarsýnnar starfandi æsku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.