Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1953, Blaðsíða 121
fokdreifar úr ferðinni
103
Á HÁREKSSTÖÐUM
Hér leit ég fyrsta lífs míns dag
við lítinn kost og skarðan hag.
í vosi og snjó og veðragný
ég velktist tíðum upp frá því.
En þess á milli sumarsól
þó sendi yl þeim gróðri, er kól.
Svo lífið sýndist létt og hjart,
er landið klœddi sumars skart.
En œskumannsins insta þrá
er út og burt — að prófa og sjá:
Að stórborg urðu hin fögru fjöll
°9 fjárhúskofinn sumarhöll.
En bygðin hvarf — og breytt er öld,
°9 bráðum komið hinsta kvöld;
°9 draumur, löngu dreymdur, er
Vlð dœgurlokin týndur hér.
Hér rikir eilíf auðn og tóm,
°9 ímyndanna fegurst blóm
nú eru visnuð öll og dauð,
en eftir skilið stormsins gnauð.
^ú eytt er og blásið mitt œsku-
draumaland,
°9 enginn þar reikar um beran sand.
í Örvar-Odds sögu er þess getið,
að þegar Oddur var orðinn gamall
J^aður og ríkur konungur austur í
Garðaríki, þá ásótti hann sú löngun
að vitja fornra heimkynna og æsku-
stÖðva. Hann sigldi því með föru-
J|eyti sínu norður í Hrafnistu. Á
eimleið stansaði hann í Berurjóðri,
Par sem hann fæddist og ólst upp
f}eð fóstra sínum. „Voru þar þá
°ttir vallgrónar“, þar sem bærinn
hafði staðið. Og þar sem þeir fóst-
bræður höfðu leikið sér og æft skot-
fimi í æsku, „var nú hvarvetna
blásin jörð, er þá var blómguð vel.
Áður en ég kvaddi Austurland í
hinsta sinn, fórum við þrír karlarnir,
Gunnar, Gísli og Sigurjón, upp að
Háreksstöðum. í Jökuldalsheiðinni
vorum við allir bornir og aldir til
fullorðins ára, og þar bjó faðir
okkar lengst ævinnar og öllum sín-
um búskap. Háreksstaðir voru vafa-
laust fornbýli, sem lagst hafði í eyði
einhvern tíma á miðöldum íslands
— sumir sögðu í Svartadauða. Þó
finst hvergi stafur fyrir því. Fyrir
miðja 19. öldina bygðist staðurinn
aftur upp, og svo hvað af hverju
aðrir bæir í heiðinni, 16 talsins.
Heiðarbygðin stóð í rúma öld, en er
nú öll komin í auðn. Breyttir lifnað-
arhættir og mannfækkun sveitanna
hafa orðið orsök hins sama um alt
land. Heilar útskagasveitir hafa
lagst í eyði og kirkjur og bæir rifnir
til grunna. Á Háreksstöðum voru nú
aðeins vallgrónar tóftir, og hvamm-
arnir og holtin, þar sem við lékum
okkur og eltumst við ærnar, og
lömbin í æsku, hvarvetna blásin
jörð. Við höfðum vitjað okkar Beru-
rjóðurs í hinsta sinn, eins og Oddur,
og kvöddum það dálítið daprir í
huga. En unga kynslóðin, fallega og
frjálsborna, sem gjörði okkur ferð-
ina auðvelda og ánægjulega, var
rödd hins nýrri og betri tíma, sem
leiddi okkur aftur út úr fortíðinni
og inn í nýa tímann — út úr eyði-
mörkinni inn á land bjarsýnnar
starfandi æsku.