Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 59
■ FRAMHALD Á SÍÐU 2
BLÚSHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
Blúshátíð hefst í dag kl. 14.00 við Kolaportið og stendur til 5.
apríl. Götuspilarar spila víða um borgina. Þrennir stórtónleikar
verða á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudags-, miðvikudags-,
og fimmtudagskvöld. Á hátíðinni koma fram John Primer,
Michael Burks, Blúsmenn Andreu, Blue Ice Band, Tregasveit-
in, Marel Blues Project, Vintage Caravan og margir fleiri.
Sex ára sendi ég bréf og myndband til Hemma Gunn því ég vildi komast í þáttinn hans með æskuvinkonu
minni, Elínu Vigdísi. Í okkar huga var
um tímamótaverk að ræða og því mikil
vonbrigði þegar okkur snillingunum var
neitað um að skemmta alþjóð með söng
og hljóðfæraleik í sjónvarpi,“ upplýsir
Ástríður um sjónvarpsdrauma æsku sinn-
ar, en í dag starfar hún sem skrifta í Kast-
ljósinu og Djöflaeyjunni á RÚV og gerir
einnig vikuleg innslög tengd menningu og
skemmtun í báða þættina.
Ástríður vakti athygli landsmanna fyrir
hressilega framkomu þegar hún gekk
vasklega til verks í grænu herbergjum
Dans, dans, dans og Söngvakeppni sjón-
varpsins.
„Ég kunni strax vel við mig fyrir framan
sjónvarpsvélarnar, en var eðlilega mjög illt
í maganum og stressuð til að byrja með.
Mér var ráðlagt að vera ekki með texta
á blaði því þá yrði ég betur undirbúin ef
eitthvað kæmi upp á og það gafst vel,“
segir Ástríður sem fékk mikil viðbrögð við
sjónvarpnærveru sinni.
„Ég heyrði náttúrlega bara það já-
kvæða, en síðan utan frá að ég hefði verið
drukkin, og ég hef aldrei drukkið áfengi á
ævi minni. Það tekur auðvitað tíma fyrir
fólk að venjast mér heima í stofu, þótt
vinir mínir viti að ég sé svolítið æst, en
samt ekki æst. Með aukinni reynslu er ég
að læra að tóna mig niður á viðeigandi
stundum, á milli þess sem ég get verið í
essinu mínu og með læti,“ segir Ástríður
hlæjandi og bætir við að sjónvarp eigi ekki
endilega að vera of normal því það hafi
EINKABARN MEÐ
KÆRASTA ÁN VESENS
LÍF OG FJÖR Ástríður Viðarsdóttir er nýtt andlit á skjánum. Hún segist oft hafa
átt erfitt með að kveðja dagmömmubörn móður sinnar á uppvaxtarárunum.
DRAUMADÍS
Móður Ástríðar dreymdi
nafn hennar á með-
göngunni en þegar faðir
Ástríðar stakk óafvitandi
upp á því á fæðingar-
deildinni var ljóst hvaða
nafn stúlkubarnið fengi.
MYND/VALLI
112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is
Kojur í bjarga málunum
Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum,
litlum og stórum, breiðum og mjóum
fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn!
Sérverslun með kojur og fylgihluti
Vefverslun
husgogn.is
erum á
Facebook
Mikið úrval af
fallegum skóm
og töskum
www.gabor. is
NÁMSAÐSTOÐ
Vantar þig aðstoð í einhverri námsgrein?
íslenska - stærðfræði - enska - danska - efnafræði - lestur
eðlisfræði - þýska - franska – spænska – stafsetning o.fl.
Öll skólastig - Réttindakennarar
Nemendaþjónustan sf www.namsadstod.is s. 557 9233