Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 60
FÓLK|
breyst mikið frá þeim formlegheitum sem
áður voru.
En sárnaði henni þegar Spaugstofan
gerði grín að henni? „Nei, ég er alls ekki
viðkvæm fyrir gagnrýni. Mér reyndara fólk
sagði mig í góðum málum fyrst Spaugstof-
an tæki mig fyrir, því þá væri tekið eftir
mér. Þetta var því bara fyndið.“
Ástríður ólst upp í Vesturbænum og
gekk síðar í Menntaskólann við Hamrahlíð
og lauk BA-prófi í félagsfræði við Háskóla
Íslands.
„Ég er einkabarn og nýbúin að eignast
algjörlega frábæran kærasta sem er aldrei
með vesen,“ segir hún hlæjandi og sæl.
„Sem einkabarn var ég svo lánsöm að
mamma starfaði sem dagmamma frá því
ég fæddist og þar til ég varð tvítug. Því
var ég alltaf umkringd börnum og átti oft
erfitt með að kveðja þau í dagslok,“ segir
Ástríður, en þær mæðgur hafa alla tíð
verið miklar vinkonur.
„Amma býr á neðri hæðinni og því
bjuggum við þrjár kynslóðir kvenna í
sama húsi. Amma var stundum eins og
mamma okkar mömmu því ég gat klagað
undan mömmu í ömmu og við amma
stöndum saman. Það er ómetanlegt fyrir
börn að fá að umgangast og kynnast
ömmum sínum og öfum, og ég endalaust
þakklát því amma er svo frábær og hefur
kennt mér svo margt,“ segir Ástríður og
viðurkennir að hafa fljótt orðið fullorðins-
leg sem eina barnið í umgengni við full-
orðna fólkið.
„Mamma hefur sagt mér fyndnar sögur
af því þegar ég var fjögurra ára og rök-
ræddi við hana fullum fetum, en ég er líka
heppin að hafa fengið að vera mikið með
ömmu og vinkonum hennar. Því var aldrei
komið fram við mig eins og litla barnið
og ég send inn í herbergi, heldur alltaf
borin virðing fyrir mér sem manneskju og
mínum sjónarmiðum.“
Ástríður þakkar traustu sambandi
þeirra mæðgna að hún prófaði ekki að
drekka áfengi eins og margir jafnaldrar
hennar á unglingsárum.
„Mig langaði einfaldlega ekki að gera
mömmu það. Hún sagði mér að koma
heim klukkan eitt og ég virti það sem hún
bað mig um. Það er nefnilega munur á að
vera strangur og leiðinlegur eða strangur
og leiðbeinandi. Við mamma höfum alltaf
getað treyst hvor annarri og ég vildi ekki
bregðast henni frekar en hún hefur aldrei
brugðist mér og alltaf staðið með mér í
einu og öllu.“
Ástríður segist ekki muna eftir sér öðru-
vísi en hressri og dálítið æstri, og segir sig
lifandi sönnun þess að ekki þurfi vímuefni
til að hafa gaman, enda sé hún jafnan
hrókur alls fagnaðar í gleðskap vina.
„Það er alltaf fjör í kringum mig og helg-
arnar fara mikið í teiti og afmælisboð. Nú
um helgina er ég boðin í tvö afmæli, ætla á
Reykjavík Fashion Festival og í kvöld á La
Bohème með mömmu í Hörpu. Á morgun
fer ég í Samstöðu til vinar míns Greips
Gíslasonar sem býður alltaf nokkrum vin-
um til sín í hádegisverð fyrsta sunnudag
í mánuði og gleður okkur með heimabök-
uðum múffum og fleiru góðgæti. Félags-
skapur okkar á samt ekkert skylt við nýtt
stjórnmálaafl og reyndar höldum við að
nafninu hafi verið stolið af okkur!“ ■ þlg
■ FRAMHALD AF
FORSÍÐU
SNILLINGUR
Ástríður átti sér draum í
æsku um að koma fram í
sjónvarpsþætti Hemma
Gunn en fékk neitun. Nú
hefur draumur hennar
óvænt ræst hjá RÚV.
Myndin er tekin í leik-
myndadeild RÚV.
MYND/VALLI
HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
STEFNUMÓT
VIÐ MÚS
■ VINSÆLUST
Maxímús Músíkús er tón-
listarhúsamús sem á lög-
heimili í Hörpu. Allir krakkar
þekkja þessa skemmtilegu
mús. Þeir sem vilja kynn-
ast henni betur ættu að fara í
Hörpu í dag klukkan þrjú því
þar verður söng- og sögustund
með Maxí undir handleiðslu
Eddu Austmann söngkonu og
Rúnars Steins Benediktssonar
gítarista. Músarhola Maxí er
staðsett fyrir utan verslun 12
Tóna á jarðhæðinni í Hörpu og
er aðgangur ókeypis.
Maxímús Músíkús er án efa
frægasta tónlistarmús Íslands
en bækurnar hafa notið gífur-
legra vinsælda íslenskra barna.
Bækurnar eru nú einnig fáan-
legar í Þýskalandi, Hollandi,
Nýja-Sjálandi og Ástralíu.
Höfundur og teiknari bókanna,
þau Hallfríður Ólafsdóttir og
Þórarinn Már Baldursson, spila
bæði með Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16,
www.topphusid.is
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
Mind Xtra
1990 • 2990 • 3990
Einnig stelpufatnaður
fyrir 4-12 ára.
Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði
á 2. hæð.
3 VERÐ