Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 20
20 31. mars 2012 LAUGARDAGUR Fá mál hafa reynt jafn mikið á þjóðina á undanförnum ára- tugum eins og ágreiningurinn um hvar skuli virkjað og hvar verndað. Bæði sjónarmiðin eiga rétt á sér; landið okkar býr yfir miklum orkuauðlindum sem má umbreyta í uppbyggingu og störf. En það felast ekki síður verð- mæti í einstakri og óspilltri nátt- úru Íslands sem okkur er treyst til að standa vörð um fyrir kom- andi kynslóðir. Auk þess hefur þeim sjónarmiðum verulega vaxið ásmegin að náttúruvernd sé mikil vægur grundvöllur ferðaþjónustunnar sem vaxandi atvinnugreinar. Í gær var þingsályktunartillaga um Rammaáætlun kynnt en hún verður síðan lögð fram á Alþingi til umfjöllunar og afgreiðslu. Í áætluninni er hugsan legum virkjunar kostum raðað í orkunýt- ingarflokk, verndarflokk eða bið- flokk og er markmiðið að skapa framtíðarsýn í verndunar- og virkjana málum og ná almennri sátt í þjóðfélaginu um þennan mikilvæga málaflokk. Vinna við Rammaáætlun hefur staðið yfir allt frá árinu 1999 en að henni hafa komið fremstu vísinda- menn þjóðarinnar á ótal sviðum. Í ágústmánuði sl. voru drög að þingsályktunartillögu lögð fram í 12 vikna opið umsagnar- og sam- ráðsferli þar sem bárust vel yfir 200 umsagnir. Allar umsagnirnar voru metnar og á grundvelli þeirra gerðar breytingar á drögunum sem lögð voru fram til kynningar. Um er að ræða breytingar þar sem svæði eru færð úr nýtingarflokki í biðflokk; annars vegar virkjunar- kostir í neðri hluta Þjórsár (Urriða fossvirkjun, Holtavirkjun og Hvamms virkjun) og hins vegar kostir á há lendinu (Hágönguvirkj- anir I og II og Skrokk ölduvirkjun). Í öllum tilvikum eru rökin þau að vegna nýrra upplýsinga sem komu fram í samráðsferlinu beri að rannsaka tiltekna þætti betur áður en endanleg ákvörðun um nýtingu eða vernd verður tekin. Á grundvelli laga nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingar áætlun, eru hér svokölluð varúðar- sjónarmið höfð til hlið sjónar; ef um vafa er að ræða þá beri að kanna hann til hlítar áður en endanleg ákvörðun er tekin. Það kemur síðan í hlut nýrrar verk- efnisstjórnar rammaáætlunar, sem skipuð verður í kjölfar sam- þykktar Alþingis, að hrinda í framkvæmd nauðsynlegri rann- sóknarvinnu vegna umræddra virkjunarkosta og lögð er áhersla á að tillaga um endanlega flokkun liggi fyrir svo fljótt sem auðið er eftir að nauðsynlegar upp lýsingar liggja fyrir. Þegar ólík sjónarmið takast á ríður á að finna jafnvægi sem breið samstaða getur náðst um. Náttúruverndarsamtök hafa lýst þeim sjónarmiðum sínum að mun fleiri virkjunarkostir eigi að falla í verndarflokk. Og frá þeim sem vilja ganga lengra í orkunýtingu heyrast öndverðar skoðanir. Rammaáætlun verður rædd á Alþingi á komandi mánuðum og endanlega afgreidd þaðan. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirveg- un og málefnalegri afstöðu. Nú sér loks fyrir endann á löngu, flóknu og metnaðarfullu ferli um þetta stóra mál þar sem brýnt er að byggja hvert skref á yfirvegun og málefnalegri niðurstöðu. Virkjum af skynsemi – verndum af skynsemi! Aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins var haldið áfram á ríkjaráðstefnu í Brussel föstudaginn 30. mars. Á þessum fundi hófust viðræður um fjóra samningskafla til við bótar þeim 11 sem hafa þegar verið opnaðir. Um var að ræða mikilvæga málaflokka þ.e.a.s. samkeppnismál, orkumál, neytendamál og heilsuvernd, og utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Viðræðum lauk samdægurs um neytendamál og heilsuvernd, og um utanríkis-, öryggis- og varnar- mál. Þetta þýðir að nú þegar níu mánuðir eru liðnir frá því að efnis- legar samningaviðræður hófust eru viðræður hafnar um 15 samn- ingskafla af 33, og er þegar lokið um 11 þeirra. Við ræðunum vindur fram jafnt og þétt. Evrópa og utanríkismálin Utanríkis-, öryggis- og varnar- málin eru samningssvið sem eru að öllu leyti utan EES-samningsins og Schengen og því hefði mátt ætla að viðræður um það myndu taka tíma. Engu að síður var kaflanum lokað samdægurs og búið er að ganga frá þeim texta sem fer inn í aðildar samninginn. Þetta endur- speglar þá staðreynd að Ísland á samleið í þessum málaflokki með Evrópusambandsríkjunum. Í fyrsta lagi er Ísland banda maður flestra ESB-ríkja en 21 af 27 aðildar- ríkjum ESB eiga aðild að NATO. Í öðru lagi hefur Ísland allt frá gildis töku EES-samningsins átt utanríkispólitískt samráð við ESB og styðja íslensk stjórnvöld mikinn meirihluta yfirlýsinga Evrópusam- bandsins á alþjóðavettvangi, rétt eins og Ísland gerir yfirleitt á vett- vangi norrænnar samvinnu en þrjú Norðurlandanna eiga sem kunnugt er aðild að ESB. Síðast en ekki síst þá deilum við grunngildum með ESB sem felast m.a. í virðingu fyrir mannréttindum og áherslu á friðsamlega lausn deilumála. Í við- ræðunum við ESB lagði samninga- nefndin þunga áherslu á herleysi Íslands. Evrópusambandsríkin viðurkenna að fullu þessa sérstöðu sem birtist í sérstakri yfirlýsingu sem verður hluti af aðildarsamn- ingi. Þótt utanríkis-, öryggis- og varnarmálin séu vissulega að fullu á forræði aðildar ríkjanna er þessi yfirlýsing mikilvæg og undir- strikar þá einstöku stöðu sem Ísland hefur að þessu leyti. Orkumál, samkeppni og neytendamál Viðræður hófust einnig um samnings kafla 15 um orkumál. Regluverk þess kafla er nú þegar að mestu leyti hluti af íslenskri löggjöf í gegnum EES- samninginn en þó þarf að semja um ákveðin atriði sem ekki voru hluti af honum og varða t.a.m. orkunýtni bygginga og lágmarksbirgðir af olíu sem eiga að vera til í öllum aðildarríkjum ESB. Ísland leggur áherslu á að aðild hafi ekki áhrif á fyrirkomulag á Íslandi varðandi eignarhald á orkuauðlindum en ein af grundvallarreglum í orkustefnu Evrópusambandsins er að virða beri sjálfsákvörðunarrétt aðildar- ríkja þegar kemur að nýtingu og eignarhaldi orkuauðlinda. Það gildir líka um olíuauðlindir sem kunna að finnast við Ísland. Aðild myndi þannig ekki hafa áhrif á sjálfsákvörðunarrétt Íslendinga þegar kemur að nýtingu olíuauð- linda í eigu landsins við inngöngu í ESB, sbr. 2. mgr. 194. gr. Lissabon sáttmálans. Samkeppnismálin mun einnig taka ákveðinn tíma að semja um þrátt fyrir að sá samnings- kafli sé nú þegar hluti af EES- samningnum og Ísland framfylgi að langmestu leyti samkeppnis- löggjöf Evrópusambandsins. Í samnings afstöðu okkar kemur fram að Ísland hyggst viðhalda og tryggja áfram tilvist félags- legs íbúðalánasjóðs til að fylgja eftir félagslegri stefnu stjórn- valda í húsnæðismálum og tryggja jafnvægi í framboði á lánsfé til íbúðar kaupa milli dreifbýlis og þéttbýlis. Þá hyggst Ísland við- halda nú verandi fyrirkomulagi á ÁTVR rétt eins og Svíar sömdu um á sínum tíma. Samningum um neytenda- og heilsuvernd var hins vegar lokið samdægurs. Það er einnig mikilvægur mála flokkur því löggjöf í honum miðar að því að tryggja öryggi vöru sem er framleidd og seld innan ESB, og tryggja neytendum margvísleg réttindi í viðskiptum s.s. í fjarsölu og neytendalánum, auk þess sem villandi auglýsingar eru bannaðar. Einhugur um hagsmuni Íslands Framundan er að hefja við ræður um hinn helming samnings- kaflanna. Þar á meðal eru við- ræður um veigamikla málaflokka sem varða hagsmuni Íslands miklu, s.s. sjávarútveg, landbúnað, byggðamál og myntsamstarf. Stefnt er að því að viðræður um þessa kafla hefjist síðar á árinu. Mikil vinna hefur farið fram af Íslands hálfu og undir búningur gengur vel. Fulltrúar í viðkomandi samninga- hópum hafa unnið hörðum höndum við að undirbyggja samningsaf- stöðu Íslands og í samningaliðinu ríkir góður andi og einhugur um að halda fast á hagsmunum Íslands. Samhliða samningavinnunni sjálfri er það mat okkar að efla þurfi umræðu um inntak við- ræðnanna sjálfra. Við þurfum að hafa þrek til að ræða saman um Evrópumálin - málefnalega, for- dómalaust og af virðingu fyrir ólíkum skoðunum á þeim. Aðild að Evrópusambandinu er stórt mál fyrir sérhverja þjóð og miklu varðar að vel takist til um niður- stöðuna. Þess vegna er jákvætt að umræða og umfjöllun fjölmiðla fari vaxandi. Við bendum á að öll hlut- aðeigandi gögn og upplýsingar um samningaviðræðurnar má nálgast á heimasíðunni vidraedur.is. Loks skal sérstaklega getið samráðs- hópsins um ESB-viðræðurnar sem nýverið tók til starfa en í honum sitja 23 einstaklingar af landinu öllu, karlar og konur, yngra fólk og eldra, og síðast en ekki síst fólk sem hefur mismunandi skoðanir á Evrópusambandinu. Jafnt og þétt Rammaáætlun Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ESB-aðild Stefán Haukur Jóhannesson formaður saminganefndar Íslands Björg Thorarensen varaformaður samninganefndar Íslands Þorsteinn Gunnarsson varaformaður samninganefndar Íslands AF NETINU Varla dautt mál Stundum skilur maður ekki hamfarirnar í þingsölum. Það er eins og himinn og jörð séu að farast. Í kvöld var þar allt vitlaust vegna atkvæðagreiðslu um tillögur Stjórnlagaráðs sem sumir vildu halda samhliða kosningum. Það var eins og málið væri barasta dautt ef þetta tækist ekki. En svo er auðvitað ekki. Ef ríkisstjórninni og stjórnarliðum er einhver alvara með þessu er þeim í lófa lagið að halda þessa atkvæðagreiðslu síðsumars og í haust – og nota tímann þangað til að tryggja að málið fái eins góða kynningu og auðið er. Og í leiðinni hlýtur maður að spyrja: Hvers vegna er tillagan sem var deilt um í kvöld svo seint á ferðinni, hví þessi tímaþröng? http://silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040 w w w . h i r z l a n . i s Ti lbo ð Ti lbo ð Húsgögn fyrir hagsýna Support kr. 39.700,- Tilboð 23.120,- Fullt verð 28.900,- Tilboð 15.500,- Fullt verð 20.300,- CD - og bókahillur í úrvali Hornskifborð kr. 36.400,- kr. 26.900,- kr. 39.900,- Stofnuð 1993 og hefur aldrei farið á hausinn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.