Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 46
31. mars 2012 LAUGARDAGUR46 E ftir 25 ára dvöl sem hjartalæknir í Banda- ríkjunum er óhætt að segja að Helgi Júl- íus Óskarsson hafi komið með krafti inn í íslenskt tónlistarlíf. Um það bera þrjár plötur á jafnmörgum árum vitni, en Helgi gaf út sína fyrstu plötu, Sun For A Lifetime, árið 2010 og árið eftir fylgdi breiðskífan Haustlauf. Rólegt og þjóðlagaskotið popp er fyrir- ferðarmikið á báðum plötunum. Sú nýjasta, reggí-platan Kominn heim sem kom út í janúar síðast- liðnum, hefur hlotið fyrirtaks dóma og lagið Stöndum saman, sem Valdimar Guðmundsson syngur, er eitt allra vinsælasta lag landsins það sem af er árinu. Betri lög á plötunni Koma þessar vinsældir lagsins Stöndum saman þér á óvart? „Já, svo sannarlega. Ég bjóst aldrei við þessari velgengni, en líklega hjálpast margt að við að gera lagið vinsælt. Textinn sam- ræmist ástandinu í þjóðfélag- inu, þessum miklu umræðum um kreppuna, hrunið og fleira í þeim dúr. En að mínu mati og margra annarra eru jafnvel enn betri lög á plötunni sem verður svo að koma í ljós hvort falli í kramið hjá fólki. Ég gæti trúað að lögin Þú ert mín og Mig lang- ar til höfðuðu til margra, enda hafa ýmsir nefnt þau sem sín eftirlætislög á plötunni. Titil- lagið, Kominn heim sem Valdi- mar Guðmundsson syngur eins og mörg lög á plötunni, er líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Vinur minn samdi við það skemmtileg- an texta sem er eins konar kveðja til Bandaríkjanna þar sem ég bjó í aldarfjórðung.“ Afdrifaríkur draumur um KK Tónlistarmaðurinn og læknir- inn er fæddur árið 1958 og var því kominn yfir fimmtugt þegar fyrsta platan hans kom út, sem verður að teljast býsna óvenju- legt. Hversu lengi hefur hann verið að stússast í tónlist? „Ég er fæddur og uppalinn í Reykjavík og fyrstu árin bjó ég á Hjarðarhaganum í Vesturbæn- um. Ég var svo heppinn að búa í sama húsi og Róbert Abraham Ottósson, þáverandi stjórnandi Sinfóníunnar, sem var gyðingur sem flúði til Íslands á stríðsár- unum og mjög merkilegur maður. Róbert leyfði mér að glamra á hljóðfærin sín þegar ég var krakki, stærðarinnar flygil og orgel, en þegar ég hugsa til baka finnst mér ótrúlegt að hann hafi leyft mér þetta. Róbert skrifaði líka niður nóturnar við fyrsta lagið sem ég samdi, þegar ég var sjö ára gamall í söngtíma í skól- anum. Ég á þessar nótur enn þá og varðveiti vel. Síðar lærði ég á gítar í tvö ár hjá Jóni Páli Bjarna- syni djassgítarleikara. Ég hætti þó að læra á gítar þegar ég var tíu ára en tók hljóðfærið aftur upp í gagnfræðaskóla, en þar lærðist manni fljótt að gítarleik- ur þótti dálítið „kúl“. Þá spilaði ég bara eftir eyranu og þannig hefur það verið síðan. Lengi vel dútlaði ég mér við tónlist fyrst og fremst til að róa mig eftir erfiða daga í námi eða vinnu og samdi ekkert kerfisbundið.“ Hvernig komu þá plöturnar þrjár til? F y r i r þremur árum datt mér skyndilega í hug að kaupa mér upptöku- tæki til að auðvelda mér að muna mel- ódíurnar sem eiga til að gleymast ef þær eru ekki skrif- aðar niður, og fór að semja lög. Svo breyttust hjá mér aðstæður og vegna heilsubrests var mér ráðlagt að minnka við mig vinnu og álag. Ég hafði unnið eins og brjálæðing- ur öll þessi ár, en stundum finnst mér eins og margir geri sér ekki grein fyrir því hversu gríð- arlegt álag fylgir því að vera læknir. Í Bandaríkjunum þykir eðlilegt að vinna tólf til fjór- tán tíma á dag og svo næturvaktir ofan á, svo lítið er um frí. Auk þess hefur maður áhyggjur af erfiðustu tilfellun- um þegar maður er kominn heim. Þetta tekur allan þinn tíma og nánast ekkert er eftir. Þess vegna opnaðist í raun fyrir mér ný ver- öld þegar ég fékk skyndilega frí og félagslíf. Frændi minn, klarin- ettuleikari, heyrði upptökurnar mínar og hvatti mig til að gefa þær út en ég hélt að hann væri að gera grín að mér. Svo gerðist það eina nóttina að mig dreymdi að ég og KK, sem ég þekkti ekkert persónulega, værum að syngja og spila saman lögin mín. Konan mín, sem er mikil áhugamann- eskja um drauma, sagði mér að þetta þýddi hrein- lega að ég ætti að tala við KK. Til að byrja með hló ég að henni, en hún spurði mig ítrekað og á endanum sendi ég honum tölvupóst og í kjölfarið disk með upptökunum mínum.“ Hvernig tók KK í erindið? „Hann var afar hjálplegur, sagði mér að lögin væru vel þess virði að gefa út og hvatti mig til að gera það vel en ekki kasta til höndum. KK kom mér í samband við tónlistarmanninn Svavar Knút Krist- insson, sem er yndis- legur maður og frá- bær tónlistarmaður, og hann tók að sér að vinna með mér fyrstu tvær plöturn- ar. Það var geysilega jákvæð og skemmtileg reynsla sem gerði mig fárveikan af tónlistarbakerí- unni. Þegar ég var við upptökur í Hljóðrita í Hafnarfirði hjá Kidda Hjálmi [Guðmundi Kristni Jóns- syni] leyfði ég honum og Sigurði Guðmundssyni, en þeir eru með- limir í Hljómsveitinni Hjálmum, að hlusta á nokkur reggílög sem Ný veröld opnaðist fyrir mér Helgi Júlíus Óskarsson bjó í Bandaríkjunum í 25 ár og starfaði sem hjartalæknir. Hann gaf út sína fyrstu plötu 52 ára árið 2010, flutti til Íslands og gerði tvær plötur til viðbótar og á nú eitt vinsælasta lag landsins. Kjartan Guðmundsson ræddi við Helga. KOMINN HEIM Vinsældir lags Helga Júlíusar Óskarssonar, Stöndum saman, sem Valdimar Guðmundsson syngur koma höfundinum nokkuð á óvart. „Ég bjóst aldrei við þessari velgengni, en líklega hjálpast margt að við að gera lagið vinsælt. Textinn samræmist ástandinu í þjóðfélaginu, þessum miklu umræðum um kreppuna, hrunið og fleira í þeim dúr.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Lengi vel dútl- aði ég mér við tónlist fyrst og fremst til að róa mig eftir erfiða daga í námi eða vinnu og samdi ekkert kerfis- bundið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.