Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 8

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 8
31. mars 2012 LAUGARDAGUR8 Gjafabréf Icelandair gildir í tvö ár frá útgáfudegi. BROT AF HEIMINUM Í FERMINGARGJÖF Gjafabréf Icelandair gildir sem greiðsla upp í flugfar til allra áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Þú velur upphæðina. + Pantaðu fermingargjöfina á www.icelandair.is ÍS LE N SK A SI A. IS I C E 5 83 51 0 2/ 12 MALLORCAsólareyjan sem hefur allt! Aparthotel Mara caibo 75.900 kr.*á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbe rgi. verð frá 89.9 00 kr á mann m.v. 2 fu llorðna. Brottför: 22. maí - 7 nætur. Verð frá: Flug + gisting í 7 nætur tilbo ð Bókaðu núna á plúsferðir.is! SAMKEPPNISMÁL Bankar eru í ráðandi stöðu í 27% af 120 stærstu fyrirtækjum landsins í byrjun árs 2012. Þeir voru í slíkri stöðu í 46% þeirra í byrjun árs 2011 en á síðasta ári voru 20 stór fyrir- tæki seld eða endurskipulögð með þeim hætti að bankarnir hafa ekki lengur þau ítök í rekstri fyrir- tækjanna sem þeir höfðu áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem ber heitið „Endurreisn fyrirtækja 2012 − aflaklær eða uppvakningar?“ Skýrslan verður birt opinberlega á mánudag. Í henni kemur fram að stór íslensk fyrirtæki eru mjög skuld- sett í alþjóðlegum samanburði. Þar segir að „eftirtektarvert er að skuldir fyrirtækja sem lokið hafa endurskipulagningu eru eftir sem áður almennt mjög miklar. Um þriðjungur stjórnenda stærri íslenskra fyrirtækja, sem hafa verið seld eða gengið í gegnum endurskipulagningu, telja að fyrir- tækið geti ekki staðið undir nú- verandi skuldabyrði eða að óvíst sé að það geti staðið undir henni.“ Að mati Samkeppniseftir- litsins stafa margvíslegar hætt- ur af mikilli skuldsetningu fyr- irtækja. Þau geti hvorki veitt keppinautum aðhald né starfað með skil virkum hætti á markaði. Í skýrslunni segir að „hætt er við því að slíkt fyrirtæki ákveði verð á vöru eða þjónustu í samræmi við slæma skuldastöðu sína sé þess nokkur kostur. Hættan á þessu er þeim mun meiri eftir því sem samkeppni á þeim markaði sem fyrir tækið starfar á er minni og markaðs hlutdeild þess meiri“. Samkeppniseftirlitið ætlar á næstunni fyrst og fremst að beina sjónum sínum að tvennu í tengslum við eftirlit með endurskipu- lagningu fyrirtækja. Annars vegar eftirliti með arðsemismark miðum fyrirtækja sem enn eru undir yfirráðum banka og hins vegar að tryggja að raunveruleg yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu uppi á borðum. Eftirlitið hefur að undan- förnu haft til skoðunar nokkur mál þar sem kannað er hvort myndast hafi yfirráð banka yfir fyrir- tækjum samkvæmt samkeppnis- lögum. Í skýrslunni segir að þetta sé sérstaklega mikilvæg spurning vegna „mikillar skuldsetningar fyrirtækja og möguleika banka til að hafa áhrif á rekstur skuldsettra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingar- ákvæði.“ thordur@frettabladid.is Þriðja hvert stórfyrirtæki í eigu banka Bankar réðu yfir 27% af 120 stærstu fyrirtækjum landsins í byrjun þessa árs. Stórum fyrirtækjum undir yfirráðum banka fækkaði um 20 í fyrra. NÝ SKÝRSLA Með útgáfu skýrslunnar er Samkeppniseftirlitið að fylgja eftir stærri skýrslu, „Samkeppnin eftir hrun“, sem gefin var út sumarið 2011. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Rangir hvatar eiga enn við Skýrsla Samkeppniseftirlitsins er framhald af skýrslunni „Samkeppnin eftir hrun“ sem birt var sumarið 2011. Þar voru meðal annars skilgreindir rangir hvatar sem tefðu fyrir endurskipulagningu fyrirtækja. Í nýju skýrslunni segir að hinir röngu hvatar eigi að mestu enn við. Þeir eru: 1. Umsýsluvandi: Þeir sem vinna við lausn vandamálanna hafa af því tals- verðar tekjur og byggja lifibrauð sitt á því. 2. Stjórnunarvandi: Þeir sem stjórna fyrirtækjum í eigu banka venjast honum sem eiganda og búa ekki við nauðsynlegan aga við ákvörðunartöku. 3. Eigendavandi: Kröfuhafar hafa hagsmuni af því að hámarka virði krafna sinna og hætt við að þeir horfi til of skamms tíma vegna þessa. 4. Ákvörðunarvandi: Hræðsla við stöðuga gagnrýni vegna ákvarðana sem teknar hafa verið. 5. Sanngirnisvandi: Sterk krafa um sanngirni og jafnræði við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. FERÐAÞJÓNUSTA Allir sem bjóða ferðir innanlands þurfa að útbúa öryggisáætlun, nái nýtt frumvarp um breytingu á lögum um skip- an ferðamála fram að ganga. Oddný Harðar dóttir, ráðherra ferða- mála, greindi frá því á aðal- fundi SAF, að hún byndi miklar vonir við þá hluta frumvarpsins sem snúa að öryggi ferðamanna. „Í öryggis áætlun á að koma fram mat á áhættu viðkomandi ferðar og lýsing á því hvernig ferða- skipuleggjandi hyggist bregðast við beri vá að höndum í ferðinni,“ segir í tilkynningu SAF. - óká Breytt skipan ferðamála: Allir verði með öryggisáætlun ODDNÝ HARÐARDÓTTIR SAMFÉLAGSMÁL „Við erum með allan mála flokkinn til endurskoð- unar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og kveðst taka mjög alvarlega yfirlýsingu sem Íslensk ætt leiðing (ÍÆ) um óvissu sem ríki um framtíð ætt- leiðina. Ögmundur segir ljóst að félagið standi völtum fótum vegna bágr- ar fjárhagsstöðu. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um aukna fjár- veitingu ríkisins til félagins. Ögmundur segist meðvitaður um mikilvægi félagsins og það hlutverk sem það gegnir. Engu að síður sé staðreynd að þrengt hafi verið að því eins og víða í velferðar þjónustunni. „En ég tek þessu máli alvarlega og hef á því fullan skilning.“ Hann hefur lagt málefni ÍÆ fyrir ríkisstjórnina en eins og áður sagði hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð þess. Félagið hefur lýst því yfir að fái það ekki frekara fjármagn frá ríkinu geti komið til þess að lokað verði fyrir nýjar um sóknir um ættleiðingar á þessu ári. Framlag til ÍÆ í ár var 9,2 milljónir króna, en forsvarsmenn telja það þurfa um 54 milljónir króna til að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Hörður Svavarsson, formaður ÍÆ, segir viðbrögð ráðherra sýna að framtíð félagsins sé enn jafn óljós og erfið og hún var áður. „Það tekur auðvitað tíma fyrir stjórnvöld að bregðast við fréttum, en við höfum ekki heyrt neitt frá þeim síðan þessi staða komst í hámæli,“ segir hann. „Við vitum að það vilja allir þessum málaflokki voðalega vel, en það bara gerist ekkert. Það er það sem við höfum horft á í þrjú ár.“ - sv Innanríkisráðherra hefur lagt málefni Íslenskrar ættleiðingar fyrir ríkisstjórnina en engin niðurstaða er komin: Þarf að endurskoða málaflokkinn í heild ÆTTLEIÐING Íslensk ættleiðing er eina ættleiðingafélagið hér á landi og þurfa því allir verðandi foreldrar ættleiddra barna að sækja um í gegnum það. NORDICPHOTOS/GETTY 1. Hvað heita sakborningarnir í Al Thani málinu? 2. Hvaða verðgildi fær nýr peninga seðill sem gefa á út? 3. Hvað söfnuðust miklir peningar í átakinu Mottumars? SVÖR 1. Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guð- mundsson og Ólafur Ólafsson. 2. Tíu þúsund krónur. 3. Næstum 30 milljónir króna. VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.