Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 106

Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 106
31. mars 2012 LAUGARDAGUR66 Þ að eru forréttindi að vera skátahöfð- ingi og verkefnin eru fjölbreytt. Þau byggjast á heim- sóknum á dreka- skátamót hjá yngstu krökkunum og að vera í kokteilboðum með barónessum og kóngum og öllu þar á milli,“ segir Bragi Björns- son lögmaður og skátahöfðingi Íslands sem hefur verið stanslaust í skátastarfi í þrjátíu og tvö ár og gegnt ýmsum embættum. Bragi kveðst hafa eignast vini til lífstíðar innan hreyfingarinnar enda sé heillandi að fá að hitta fólk alls staðar að úr heiminum með ólíka trú og ólíkan bakgrunn og það eina sameiginlega sé skáta- starfið. Þegar spurt er nánar út í samskipti hans við kóngafólk svarar hann. „Félagsskapurinn World Scout Foundation hefur þann tilgang að safna fé til heims- hreyfingar skáta og heiðursfor- maður hans er Karl Gústaf Svía- kóngur sem er mikill skáti. Hann mætir líka á öll heimsmót sem eru haldin á fjögurra ára fresti og sefur þar í tjaldi eins og við hin. Þeir eru ekkert sérstaklega hrifnir af því öryggisverðirnir.“ Á enn upp á pallborðið Nú er hátíðaár hjá íslenskum skátum því hundrað ár eru frá því hreyfingin skaut rótum hér á landi. „Þetta er vissulega merki- legur áfangi,“ segir Bragi. „Það er ekkert sjálfgefið að frjáls félaga- samtök skuli hafa verið á lífi í hundrað ár ef maður veltir fyrir sér öllum breytingunum sem orðið hafa í heiminum á þeim tíma. Skátahreyfingin varð til árið 1907 – hún var ekki stofnuð formlega – heldur varð til þannig að Baden nokkrum Powell fannst börn í borgum ekki hafa nóg fyrir stafni og vildi gefa þeim tækifæri til að verja frístundum sínum á uppbyggilegan hátt. Hann fór að skrifa efni sem höfðaði til krakka og kenna þeim að stofna flokka sem leystu hinar ýmsu þrautir úti í náttúrunni. Hugmyndin fór eins og eldur í sinu um Bret- land og Baden Powell ákvað að hætta sínum ferli í hernum til að halda utan um starfið. Þrátt fyrir allar tæknibreytingar sem orðið hafa síðan á það ævintýri sem skátahreyfingin er enn upp á pall borðið. Bragi viðurkennir að sam- keppni um frítíma barna sé mun meiri en fyrir einni öld, þar komi til tölvur, sjónvarp, íþróttir, almenn tónlistarkennsla og margt fleira. „Aðalatriðið er að börn hafi aðgang að heilbrigðum félags- skap,“ segir hann. „Tækið sem við skátarnir höfum er útilífið og sú áskorun að kljást við náttúruna. Krakkarnir mynda hópa sem tak- ast á við ýmsar þrautir og finna lausnir. Við fullorðna fólkið eigum að vera þeim til halds og trausts en ekki gera hlutina fyrir þá. Hitt er svo ljóst að skátafélögin eru knúin áfram af hugsjón og krafti vissra einstaklinga og þar sem fullorðið fólk tekur að sér að vera sveitarforingjar er mesti stöðugleikinn í starfinu. Á því hvílir sú krafa að hafa starfið það spennandi að krökkunum leiðist ekki og okkar verkefni sem erum að sinna landshreyfingunni er að finna leið til að létta undir með þessum sjálfboðaliðum svo þeir brenni ekki út.“ Þóttum hallærisleg Bragi segir þekkt að þegar krakkar komist á gelgju aldurinn vilji áhuginn minnka á skipu- lögðum tómstundum. Þó kveðst hann finna fyrir breytingu á því á síðustu árum. „Okkur er að takast að halda betur í aldurs hópinn frá fermingu fram að menntaskóla. Björgunarsveitir taka inn nýliða um 17 ára aldurinn og það hefur verið mjög eðlilegt framhald hjá mörgum skátum að ganga til liðs við þær. Vegna þeirra skýru markmiða skáta hreyfingarinnar að gera unglinga að virkum og ábyrgum einstaklingum er það þeim eðlilegt að láta gott af sér leiða í björgunarsveitum. Við teljum okkur líka finna að gildi okkar skátanna séu aftur að komast í tísku eftir hrun. Við þótt- um ansi hallærisleg á tímabili. Ég fann það á eigin skinni að sumum þótti einkennilegt að lögmaðurinn skyldi vera að eyða tíma sínum í eitthvert sjálfboðaliðastarf í stað þess að græða peninga. En það er mun meiri skilningur á starfi okkar í samfélaginu í dag. Við þreytumst líka seint á að benda á að niðurstöðurnar af þjóð fundinum, um þau gildi sem íslenska þjóðin taldi skipta mestu máli, hafa ótrúlega samsvörun við skátalögin. Og nú þegar við fögnum því að hafa verið við lýði í hundrað ár þá lítum við ekki bara í baksýnisspegilinn heldur horfum fram á veginn í þeirri trú að sá samhugur og sú hjálp- semi við náungann sem við lofum í skátaheitinu eigi fullt erindi áfram. Þess vegna erum við svo bjartsýn.“ Erum að komast í tísku aftur Bandalag íslenskra skáta hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Röksemd: Skátahreyfingin hefur gegnt mikilvægu hlutverki sem valkostur í frístundastarfi barna og ungmenna í hundrað ár og leitt marga inn í veröld útivistar og náttúruskoðunar. Gunnþóra Gunnarsdóttir spjallaði við Braga Björnsson skátahöfðingja. ÚR KAFI Skátahöfðinginn skellti sér í brúarstökk á aldarafmæli kvenskáta 2010. Á HEIMSMÓTI Með skátum frá Líbanon sem skemmtu með þjóðlaga- tónlist og þjóðdönsum á Jamboree í Svíþjóð í fyrrasumar. MEÐ KÓNGAFÓLKINU Með hollenskum skátum og sænsku konungs- hjónunum en Karl Gústaf er mikill skáti og heiðursformaður World Scout foundation. Í GLÖÐUM HÓPI Bragi að leik með drekaskátum á drekaskátamóti á Úlfljótsvatni 2011. Bragi sá um matarúthlutun á landsmóti 1999. Þá komu breskir skátar til hans, afskap- lega kurteisir og sögðust vera ánægðir með matinn, gallinn væri bara sá að mjólkin í grænu umbúðunum væri alltaf súr. Þá var ekki um annað að gera en að setjast niður með 18 manna hóp og kenna honum að borða súrmjólk með púðursykri og tilheyrandi. Á undirbúningsfundi vegna 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar í heiminum 2007 var Bragi að kynna sér matarmálin. Meðal félaga hans frá Asíu var mikil rekistefna út af því hvernig hrísgrjón yrði boðið upp á. Íslendingurinn hafði enga grein gert sér fyrir því að mikill munur væri á lengd og breidd hrísgrjóna. Maðurinn er alltaf að læra. Skátastrákurinn frá Íslandi reiknaði heldur ekki með því að þurfa nokkru sinni að mæta á skátafund í smóking, innan um barónessur, kóngafólk og for- stjóra stórfyrirtækja. En að því kom. Bæði kennir og lærir SAMFÉLAGSVERÐLAUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.