Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 132

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 132
31. mars 2012 LAUGARDAGUR92 Söngvarinn Elton John segir að það hefði auðveldlega getað farið eins fyrir honum og Whitney Houston, sem lést í febrúar langt fyrir aldur fram. Það hefði gerst ef honum hefði ekki tekist að verða allsgáður árið 1990. „Ég hefði auðveldlega getað lent í því sama og Whitney Houston. Það er kraftaverk vegna þess að ég er viss um að ég notaði alveg jafnmikið kókaín og hún,“ sagði söngvarinn. Hann á núna fjórtán mánaða son með manni sínum David Furnish og þakkar það vímuefnaleysinu. John hefði líka dáið Madonna hefur sett á sölu glæsi- villu sem hún keypti með fyrrum eiginmanni sínum Guy Ritchie í Beverly Hills árið 2003. Vill- an kostaði um 1,6 milljarða króna og er 540 fermetrar með þrjú svefnher- bergi og fimm baðherbergi. Allt var endur- innréttað þegar Madonna og Ritchie fluttu inn. Einnig er á lóðinni stór sundlaug og tennis- völlur. Eftir að Madonna skildi við Ritchie árið 2008 flutti hún til New York. Hún er núna að undir- búa stórt tónleikaferðalag um heiminn til að kynna sína nýjustu plötu. Losar sig við glæsivillu Staðfest hefur verið að Liam Neeson leiki í nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight Rises, sem kemur út í sumar. Hinn 59 ára leikari mun endur- taka hlutverk sitt sem Ra’s al Ghul í myndinni en hann lék sömu persónu í Batman Begins. Aðeins verður um lítið hlutverk að ræða, enda var persónan drepin í Batman Begins. „Ég veit ekkert um hvað myndin er og ég veit ekki einu sinni hvort ég verð í henni. Þetta er lítið hlutverk og ég verð þarna ef ég verð ekki klipptur út,“ sagði Neeson við CNN. Josh Spence mun leika persónu Neeson sem ungan mann í myndinni. Christian Bale verður áfram í hlutverki Batman, auk þess sem Tom Hardy og Anne Hathaway verða í stórum hlutverkum. Snýr aftur í Batman AFTUR Í BATMAN Liam Neeson leikur í nýju Batman- myndinni The Dark Knight Rises. Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni Stopover Series verða í Hörpu 17. apríl. Þar koma fram banda- ríska jaðarrokksveitin This Will Destroy You frá Texas og Kimono. Stopover Series er sett saman og studd af Kimi Records, Kex Hostel, Icelandair, Hörpu, Gogo- yoko og Reyka. Tónleikaröðin hefur það markmið að bjóða upp á tónleika með reglulegu millibili með spennandi jaðarhljóm sveitum af erlendum uppruna. Fyrirkomu- laginu er þannig háttað að hljóm- sveitir nýta sér kosti leiðar kerfis Icelandair og stoppa hér á leið sinni yfir Atlantshafið og nýta hér tímann til tónleikahalds og hvíldar. This Will Destroy You gaf út sína aðra plötu, Tunnel Blanket, á síðasta ári sem hlaut góðar við- tökur. Sveitin hefur átt fjölmörg lög í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum undanfarin ár og á hún til að mynda lag í myndinni Moneyball. Rokksveitin Kimono fagnar tíu ára afmæli sínu um þessar mundir með ýmsum hætti, meðal annars með útgáfu á tónleikaupp- tökum sem og tónleikahaldi ýmiss konar. Miðasala á tónleikana hefst þriðjudaginn 3. apríl og fer fram á Harpa.is og Midi.is. This Will Destroy You spilar í Hörpu í apríl TIL ÍSLANDS Bandaríska rokksveitin This Will Destroy You kemur til landsins í apríl. John Primer spilar á Blúshá- tíð í Reykjavík um páskana. Hann spilaði með goð- sögninni Muddy Waters á sínum yngri árum. Bandaríski blústónlistarmaður- inn John Primer spilar á Blúshá- tíð í Reykjavík um páskana. Hann hlakkar til að koma til landsins og ætlar að dvelja hér í fjóra daga. „Þetta verður gaman,“ segir Primer, sem spilar með The Blue Ice Band á Hótel Nordica 4. apríl. Primer fæddist í Mississippi 1945 en fluttist til Chicago 1963 og spilar því hinn svokallaða Chi- cago blús. Hann hóf feril sinn í hljóm sveitinni The Maintainers sem blandaði saman sálar- og blús- tónlist. Primer kynntist Sammy Lawhorn sem hafði spilað með goð- sögninni Muddy Waters og fékk þar góða leiðsögn. Þegar annar þekktur blúsari, Willie Dixon, safnaði mönnum saman í All Stars-hljóm- sveit árið 1979 réð hann Primer sem gítarleikara. Árið eftir fékk Muddy Waters Primer til að spila í hljómsveit sinni og þar lék hann þar til Waters lést árið 1983. „Það var frábært að spila með Muddy. Það var einn skemmti legasti tími ævi minnar. Þeir verða ekki stærri en hann,“ segir Primer með sterkum Mississippi-hreim. „Þetta var mjög gott tækifæri fyrir mig og mikil reynsla. Muddy var frábær náungi.“ Primer gekk næst til liðs við Magic Slim og hljómsveit hans Teardroppers. Samstarfið entist í rúman áratug og að því loknu ákvað Primer að einbeita sér að sólóferli sínum og fór að gefa út eigin plötur. Hann er einmitt að taka upp nýja plötu um þessar mundir en ætlar ekki að spila efni af henni í Reykjavík, heldur ein- beita sér að eldra efni. Primer var tilnefndur til Grammy-verðlaunanna árið 2009 ásamt fleiri blúsurum fyrir tvö- földu plötuna Chicago Blues: A Living History. Árið eftir var hann tilnefndur í fjórgang til bandarísku blúsverðlaunanna en tókst ekki að bera sigur úr býtum. Í ár hefur hann einnig verið til- nefndur til sömu verðlauna en þau verða afhent í maí. Aðspurður hvaða þýðingu þessar til nefningar hafa fyrir hann segir Primer: „Þær þýða það að maður verður bara að halda áfram að spila blús- inn og ekki hætta fyrr en maður hefur unnið einhver verðlaun,“ segir hann og hlær. „Bara halda áfram og gefast ekki upp.“ En hvað er það við blúsinn sem er svona heillandi? „Blús er til finning sem lætur mér líða vel. Hann er hluti af mínu lífi og læknar öll mín vandamál.“ freyr@frettabladid.is BLÚS LÆKNAR ÖLL VANDAMÁL TIL ÍSLANDS Bandaríski blústónlistarmaðurinn John Primer spilar á Blúshátíð í Reykjavík um páskana. Blús er tilfinning sem lætur mér líða vel. Hann er hluti af mínu lífi og læknar öll mín vandamál. MADONNA Í tilefni af kaupum okkar á Árhúsum þá bjóðum við sérstakt tilboð nú um páskana, 2 fyrir 1 Þú borgar fyrir eina nótt í smáhúsunum okkar en gistir í tvær, eða þú borgar fyrir 2 nætur en gistir í fjórar nætur. Þeir sem nýta sér þetta einstæða tilboð fá síðan 10% afslátt af veitingum í Café Árhús. Kynnið ykkur þetta frábæra tilboð - verðið kemur ykkur á óvart Árhús Hellu Sími 487 5577 arhus@arhus.is - www.arhus.is Á laugardagskvöldið verður lifandi tónlist frá kl. 22 - 24 Á páskadag verður farið í ratleik með börnin (glæsilegir vinningar)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.