Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 58
KYNNING − AUGLÝSINGFerðahýsi LAUGARDAGUR 31. MARS 20126
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is s. 512 5429. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Víkurverk býður eitt mesta úrval hjólhýsa og húsabíla á landinu. Fyrirtækið selur
líka tjaldvagna, fellihýsi, fellihjól-
hýsi og í raun allt sem til þarf í úti-
leguna, eins og Arnar Barðdal,
framkvæmdastjóri Víkurverks,
bendir á.
„Hobby er rótgróið 50 ára gamalt
fyrirtæki, sem er í fararbroddi á sínu
sviði. Langvinsælast í Evrópu og hér
heima. Fyrirtækið hefur selt yfir
hálfa milljón hjólhýsa frá upphafi,
þau eru mest seldu hjólhýsin hér á
landi og kaupa þrír af hverjum fjór-
um Hobby-hjól-
hýsi,“ segir hann.
Vinsældir
Hobby rekur Arnar
meðal annars til gæða, góðs verðs
og framúrskarandi og glæsilegrar
hönnunar. „Hobby húsin eru þekkt
fyrir glæsilegar innréttingar og fal-
leg áklæði. Þau eru falleg að innan
sem utan, rúmgóð og búin öllum
þeim helstu þægindum sem hugs-
ast getur, svo sem stórum ísskáp í
þægilegri vinnuhæð, góðu skápa-
og borðplássi, þægilegri lýsingu,
góðum dýnum, fallegum og snyrti-
legum baðinnréttingum ásamt
sturtu og u-laga endasófa. Hægt
er að velja á milli 20 mismunandi
gerða eftir því hvað hentar hverj-
um og einum, hvort það eru kósí-
heit fyrir hjón eða alla fjölskylduna.
Innréttingarnar eru það glæsilegar
að fólk verður agndofa þegar inn í
þau er komið og standast önnur hús
ekki samanburð.“ Framúrskarandi
hönnun segir hann jafnframt birtast
í útsjónarsemi og hámarks nýtingu
á plássi. „Óhætt er að segja að hver
sentimetri sé nýttur til hins ýtrasta.“
Að sögn Arnars er Hobby í farar-
broddi í helstu nýjungum og þróun
á hjólhýsamarkaðinum. „Fyrirtæk-
ið var það fyrsta sem tók stóran og
mjóan ísskáp í notkun, galvaníser-
aðan undirvagn og fann upp safn-
kassa í salerni sem er útdraganlegur
utan frá, svo dæmi
séu tekin. Ending-
artími þeirra er
langur og bilana-
tíðni er lág sem er merki um mikil
gæði. Þrátt fyrir það er verðið á þeim
mjög gott og eru kaup á Hobby-hjól-
hýsum hagstæðustu kaupin í dag
þar sem þú færð mest fyrir pen-
inginn án þess að það komi niður
á gæðum eða útliti. Þess vegna er
Hobby eftirsóttasta merkið bæði í
Evrópu og hér heima.“
Arnar nefnir sérstaklega til sög-
unnar eina gerð af hjólhýsi, Hobby
Premium. „Fyrirtækið hefur feng-
ið mörg verðlaun gegnum árin en í
fyrra hlaut Premium-vagninn hin
virtu nýsköpunarverðlaun Evrópu
fyrir framúrskarandi hönnun á út-
liti hjólhýsa. Premium hefur sleg-
ið í gegn í Evrópu og leggur línurn-
ar í hjólhýsaframleiðslu framtíðar-
innar.“ Þá segir Arnar fyrirtækið
bjóða tvær gerðir Hobby-húsbíla
sem og Hobby Landhouse, sem er
stórt hjólhýsi og hentar afar vel til
kyrrsetningar á sumarhúsalóðum.
Víkurverk býður einnig upp á
fjölda annarra virtra vörumerkja.
Arnar hvetur sem flesta til að koma
og skoða fjölbreytt úrval í glæsi-
legum 1.300 fermetra sýningarsal
í húsnæði fyrirtækisins að Víkur-
hvarfi 6. „Við tökum vel á móti þér
með bros á vör!“
Víkurverk - allt í ferðalagið
Gæði, glæsileiki og gott verð er aðalsmerki hjólhýsa og húsbíla frá Hobby. Víkurverk að Víkurhvarfi 6 í Kópavogi selur Hobby í miklu úrvali og fjölda
annarra viðurkenndra merkja að auki.
Vinsældir Hobby rekur Arnar meðal annars til gæða, góðs verðs og glæsilegrar hönnunar. Hægt er að skoða úrvalið í húsnæði
Víkurverks að Víkurhvarfi 6 í Kópavogi. MYND/VILHELM
Þau eru alveg ótrúlega vinsæl og kannski ekki síst vegna þess hversu vel þau henta
við íslenskar aðstæður. Það sést
meðal annars af því hvað þau eru
létt, eða aðeins 780 kíló, og auðvelt
er að draga þau aftan í hvaða bíl
sem er. Sáraeinfalt er að reisa þau
upp en það tekur aðeins eina til
tvær mínútur,“ segir Arnar Barð-
dal, framkvæmdastjóri Víkur-
verks.
Með þeim orðum lýsir hann
fellihjólhýsum sem eru nú loks-
ins fáanleg á Íslandi eftir nokkurt
hlé. „Þau nutu mikilla vinsælda
hér á árum áður eða fyrir svona
fimmtán til tuttugu árum. Vegna
minnkandi eftirspurnar í Evrópu
á þeim tíma fór franski framleið-
andinn að framleiða húsbíla og
framleiðslu fellhjólhýsanna var
tímabundið hætt eða þar til nú.
Í dag eru það spænska fyrirtæk-
ið Esterella og hið breska Pennine
sem framleiða þau og þeir hafa
vart undan að anna eftirspurn.“
Víkurverk býður f imm út-
færslur af fellihjólhýsum, eina frá
Pennine og fjórar frá Esterellu.
„Esterella húsin eru öll jafn stór en
Pennine er stærra en þau. Skipu-
lagið að innan er mismunandi á
milli húsa og eru sum búin hjóna-
rúmum og salernum og önnur
borðum og bekkjum sem má
breyta í rúm. Allir ættu að finna
hús við sitt hæfi,“ segir Arnar og
getur þess að húsin hafi að geyma
ríkulegan staðalbúnað eins og ís-
skáp, eldavél og fleira sem fylgir
hverju og einu. Sjá vikurverk.is.
Esterella komin aftur
Víkurverk selur fellihjólhýsi frá Pennine og Esterella sem njóta mikilla vinsælda á
Íslandi um þessar mundir.
Esterella-fellihjólhýsin njóta mikilla vinsælda, meðal annars vegna glæsileika og vegna
þess hversu þægileg í uppsetningu þau þykja. YND/(VILHELM
2
ALLT Í FERÐALAGIÐ