Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 10

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 10
31. mars 2012 LAUGARDAGUR10 Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica hóteli, þriðjudaginn 10. apríl nk. og hefst fundurinn kl. 19:30. Aðalfundur VR Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Innborgun í VR varasjóð Nýja línan frá Weber komin! Vortilboðsdagar á Webergrillum og grilláhöldum Tilboðin gilda laugardag og sunnudag PAKISTAN, AP Osama bin Laden bjó á fimm mismunandi stöðum í Pakistan eftir að hann fór í felur síðla árs 2001 og þangað til banda- rískir sérsveitarmenn drápu hann í maí 2011. Á þessum árum eignaðist hann fjögur börn. Tvö þeirra fæddust á ríkissjúkrahúsum. Þetta kemur fram í skjölum pakistönsku lög- reglunnar sem hefur yfirheyrt þrjár ekkjur bin Ladens. Pakistanska dagblaðið Dawn komst yfir þessi skjöl og hefur birt úr þeim ýmsar upplýsingar. Í framhaldi af því hafa vestrænir fjölmiðlar skýrt frá efni skjalanna. Mohammed Amir Khalil, lög- maður ekknanna, segir að þeim verði á næstu dögum birtar á kærur fyrir að dveljast með ólöglegum hætti í Pakistan. Þær gætu átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Yngsta ekkjan, Amal Ahmed Abdel-Fatah al-Seda, sem er þrí- tug og fædd í Jemen, segist hafa flúið til Pakistans árið 2000. Þaðan hélt hún til Afganistan þar sem hún giftist bin Laden nokkru fyrir árásirnar á Bandaríkin þann 11. september. Eftir að bandarískir sérsveitar- menn drápu bin Laden á heimili hans í Obottabad hefur komið í ljós að síðan 2002 hafði hann að mestu dvalist í Pakistan. Samkvæmt yfirheyrsluskjölum pakistönsku lögreglunnar segir al- Sada að fjölskyldan hafi sundrast fyrst eftir að bin Laden fór í felur. Hún sjálf fór til borgarinnar Karachi í Pakistan, en hitti bin Laden síðar í borginni Peshawar og þau hafi síðan flutt til Swat- dalsins, þar sem þau bjuggu í tveimur húsum. Árið 2005 fluttu þau svo til Abottabad, borgarinnar þar sem bin Laden fannst loks eftir níu ára leit fyrir tæpu ári. Meðan Bandaríkjamenn gerðu dauðaleit að bin Laden í nærri áratug sögðust flestir bandarísk- ir og pakistanskir ráðamenn telja nokkuð öruggt að hann væri í felum öðru hvoru megin við landa- mæri Afganistans og Pakistans. Hugsanlega í helli. Þegar svo í ljós kom að hann hafði verið búsettur í fjöl mennum borgarhverfum í Pakistan, þá vakn- aði grunur um að ráðandi öfl innan pakistönsku leyniþjónustunnar eða hersins hafi haldið hlífiskildi yfir honum. Bandarískir embættismenn hafa síðar fullyrt að ekkert hafi fundist, sem geti staðfest þennan grun. gudsteinn@frettabladid.is Faldi sig í þéttbýlinu Yfirheyrslur yfir ekkjum hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden hafa gefið mynd af ferðum hans og dvalarstöðum árin sem hann var í felum. LÖGREGLUVÖRÐUR Ströng öryggisgæsla er við hús í Islamabad þar sem ekkjur Osama bin Ladens eru taldar hafðar í haldi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP OSAMA BIN LADEN Faldi sig ekki í helli. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Anne Sibert, sem nýverið vék úr peningastefnu- nefnd Seðlabankans, var mesti haukur nefndarinnar í fyrra. Með því er átt við að Sibert var gjörnust nefndarmanna til að mæla með vaxtahækkunum til að stemma stigu við verðbólgu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðla- bankans sem birt var á fimmtu- dag. Peningastefnunefndin hittist alls átta sinnum á síðasta ári en þá var hún skipuð þeim Má Guð- mundssyni seðlabankastjóra, Arnóri Sighvatssyni aðstoðarseðla- bankastjóra, Þórarni G. Péturs syni aðalhagfræðingi, Gylfa Zoëga, prófessor í hagfræði, og Anne Sibert, prófessor í hagfræði. Í ársskýrslunni kemur fram að viðhorf Más og Arnórs héld- ust fullkomlega í hendur við ákvarðanir bankans. Kaus bankinn fimm sinnum að halda vöxtum óbreyttum, einu sinni að lækka þá og tvisvar að hækka. Hins vegar var Sibert gjarnari en aðrir nefndarmann á að mæla með vaxtahækkunum og Gylfi gjarnari á að mæla með vaxta- lækkunum. Þá virðast skoðanir Þórarins vera óútreiknanlegri en skoðanir annarra nefndarmanna. Samkvæmt breytingum sem urðu á lögum um Seðlabankann árið 2009 skal peningastefnu- nefndin taka ákvarðanir um þróun vaxta bankans. Skal nefndin halda minnst átta fundi á ári og skulu fundargerðir þeirra birtar tveimur vikum eftir vaxta ákvörðun. Í fundargerðum nefndarinnar er hins vegar ekki upplýst um hvernig einstakir nefndarmenn vildu haga vaxtaákvörðun en þær upplýsingar eru birtar í ársskýrslu bankans. - mþl Atkvæði meðlima peningastefnunefndar Seðlabankans birt í ársskýrslu bankans: Haukurinn horfinn úr peningastefnunefnd Skoðanir nefndarmanna Nafn Hækkun Óbreytt Lækkun Már 2 5 1 Arnór 2 5 1 Þórarinn 3 3 2 A. Sibert* 3 3 1 Gylfi 0 6 2** * Var einu sinni fjarverandi ** Vildi einu sinni meiri lækkun vaxta en aðrir FURÐUFISKUR Í verslunarmiðstöð í Bangkok á Taílandi stendur yfir sýning á sérstæðum fiskum, þar á meðal þessum sem nefndur er blómahorn. NORDICPHOTOS/AFP
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.