Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 96
Verkefni í Afríku
Hjálparstarf kirkjunnar er með þróunarverkefni í Malaví,
Úganda og Eþíópíu.
Malaví
Hjálparstarfið hefur í nokkur ár starfað í Malaví með
innlendum ábyrgðar- og framkvæmdaaðilum, Evangelical
Lutheran Development Service (ELDS), að stuðningi við
sjálfsþurftarbændur. Verkefnið snýst um vatnsöflun
í héraðinu Chikwawa. Unnið er í 37 þorpum með 952
fátækustu fjölskyldunum.
Meginmarkmið eru fjögur:
1. Að efla þekkingu og færni fólks til að takast á við
framfaraverkefni: Með því að vinna að eftirfarandi
verkefnum og með námskeiðum og kynningar-
heimsóknum.
2. Að kenna fólki að nýta vatn til að tryggja betur
fæðuöryggi: Með því að rækta þurrkaþolnari og
fjölbreyttari tegundir, nota vatn í áveitur og tað sem
áburð, halda skepnur og gera fiskiræktartjarnir.
3. Að auka aðgengi að vatni og auka hreinlæti sérstak-
lega fyrir heimili alnæmissjúkra og munaðarlausra
barna: Með því að grafa brunna og safna vatni t.d.
af húsþökum, með því að reisa kamra og handþvotta-
aðstöðu og með fræðslu.
4. Að vinna að því að binda rigningarvatn betur
í jarð vegi með gróðursetningu og öðrum aðgerðum
þannig að vatnsból endurnýist betur.
Grafnir eru brunnar og viðhaldi sinnt, trjám plantað,
námskeið haldin um umhverfisvernd og sjálfbærni,
matvælaræktun efld með nýjum korntegundum og
skepnuhald styrkt með því að afhenda geitur og hænur
sem bæta lífsafkomuna.
Úganda
Hjálparstarf kirkjunnar hefur um nokkurra ára skeið
stutt verkefni í Úganda. Verkefnið er hluti af fjölþættu
þróunarverkefni sem kirkjulegar hjálparstofnanir
innan Lútherska heimssambandsins (Lutheran World
Federation/World Service) reka í landinu meðal þeirra
sem líða vegna alnæmis. Það er unnið í þremur
héruðum: Rakaí, Lyantonde og Sembabule og snýr að
því að draga úr tíðni HIV-smits og áhrifum alnæmis á
samfélagið. Sá hluti sem Hjálparstarfið styður snýst
um að hjálpa börnum sem misst hafa báða foreldra úr
alnæmi og búa ein eða sjúka foreldra og ömmur sem
hafa barnabörn á framfæri. Áhersla er á að bæta
lífsskilyrði þeirra með því að reisa handa þeim
íbúðarhús með grunnhúsbúnaði og eldaskála með
sérhönnuðum hlóðum sem spara eldsneyti og helstu
áhöldum; auka á hreinlæti á heimilum með því að gera
kamra og hreinlætisaðstöðu og fræða um samband
hreinlætis og smithættu. Einnig á að auka aðgang að
hreinu vatni með því að koma upp safntönkum.
Eþíópía
Verkefni Hjálparstarfsins í Eþíópíu er í Jijiga héraði
í Austur-Eþíópíu og er unnið í samstarfi við Lútherska
heimssambandið og þróunarsvið lúthersku kirkjunnar
í Eþíópíu, Mekane Jesus.
Meginmarkmið verkefnisins eru fimm:
1. Að tryggja íbúum aðgang að hreinu vatni til neyslu,
ræktunar og skepnuhalds með því að byggja
vatnsþrær.
2. Að styrkja landbúnað með bættum ræktunarað-
ferðum og efla skepnuhald.
3. Að efla efnahagslegt öryggi og réttindi kvenna.
4. Að bæta heilbrigði íbúa með stofnun heilsugæslu-
stöðvar og fræðslu um HIV/AIDS-smit.
5. Að styrkja stjórnkerfi samfélagsins og þar með
þjónustu við íbúa.
Efling kvenna er grunntónn í verkefninu. Mörg
námskeið hafa verið haldin í tengslum við matargerð,
varðveislu matar og einnig um jafnrétti kynjanna
þ.á m. umræður um umskurn kvenna. Margar konur
hafa í gegnum verkefnið tekið smálán til að byrja
atvinnustarfsemi þar sem þær ráða yfir þeim tekjum sem
aflast. Þjálfaðir hafa verið nokkurs konar dýralæknar
þ.á m. fyrsta konan. Fjölmörg námskeið hafa verið haldin
í tengslum við umhirðu búfjár, ræktun korns og umhverfis-
vernd. Námskeið hafa verið haldin fyrir starfsfólk
staðaryfirvalda til að sinna fræðslu um HIV og alnæmi.
Fræðsla um hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma hefur
haft áþreifanleg áhrif og vitund aukist. Þar sem borun
er erfið á svæðinu eru grafnar vatnsþrær. Vatnið sem
safnast er yfirborðsvatn því hafa vatnsnefndir kynnt og
bjóða efni sem bætt er út í vatnið og gerir það drykkjarhæft.
Starf á Indlandi
Í samvinnu við mannréttindasamtökin Social Action
Movement hefur verið stutt við starf sem snýr að
hinum stéttlausu þar sem reknir eru forskólar þar sem
börn eru búin undir nám í almennum grunnskólum,
kvöldskólar fyrir börn sem verið er að leysa úr
skuldaánauð og háskólastarf. Á árinu 2O11 voru 47
börn leyst úr skuldaánauð og komið í skóla. Með
Sameinuðu indversku kirkjunni (UCCI) eru starfræktir
grunnskólar, iðn- og framhaldsskólar. Fósturforeldrar
styðja um 4OO börn í gegnum UCCI, flest þeirra eða
324 búa á heimavist samtakanna.
Þróunarverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar
1O – Margt smátt ...
Vatnsþró í Eþíópíu.
Fjölskylda í Úganda við vatnstankinn sinn.
Brunnur í Malaví.