Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 101
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 61
heldur einnig á umhverfismál,
vinnumarkað, svæðapólitík og
á mörgum öðrum sviðum. Hins
vegar held ég að þetta útskýrist
aðallega af því hve lítill ágrein-
ingur hefur í raun verið um inn-
takið,“ segir Sejersted í viðtali
við Fréttablaðið: Almenn sátt
hefur verið um þær reglur, sem
komið hafa frá Evrópusamband-
inu.
Þverstæðukennt
„Þetta virðist kannski vera þver-
stæðukennt. Annars vegar hefur
spurningin um aðild að ESB
verið mjög umdeild í Noregi,
en hins vegar hefur þessi viða-
mikla aðlögun að ESB ekki verið
mjög umdeild. Þetta segir mér að
formsatriði og prinsippmál snú-
ast um eitthvað allt annað en hið
raunverulega inntak Evrópusam-
runans, sem hefur almennt verið
okkur til hagsbóta. Að minnsta
kosti hefur verið góður meiri-
hluti fyrir því á þingi til þessa.“
Þetta ágreiningsleysi endur-
speglaðist líka í starfi nefndar-
innar, þar sem almenn samstaða
var um nánast allar helstu niður-
stöður. Einn nefndarmanna, Dag
Seierstad, hafði reyndar nokkra
sérstöðu og skrifar sérálit sem
birt er í lok skýrslunnar.
„Þetta var tólf manna nefnd og
oftast var nánast einróma sam-
komulag um flestar þær niður-
stöður, sem greint er frá í skýrsl-
unni,” segir Sejersted. “Og það
er í sjálfu sér stóra fréttin, því
í raun kemur ekkert á óvart þótt
einhver ágreiningur hafi orðið:
Það sem kemur á óvart er að
ágreiningurinn hafi ekki verið
meiri.”
Óþægileg málamiðlun
„Öfugt víð Ísland eru Evrópumál-
in reyndar ekki mjög ofarlega á
dagskránni í Noregi,“ skýtur Ulf
Sverdrup, framkvæmdastjóri
nefndarinnar, inn í spjall blaða-
manns við Sejersted. „Og það
stafar ekki síst af því að EES-
samningurinn er málamiðlun
sem fáir vilja hrófla við.“
Í Noregi finnst mörgum þessi
staða óþægileg og hafa þess
vegna, að sögn Sverdrups og Sej-
ersteds, lítinn áhuga á að opna
það Pandórubox sem endurupp-
taka samningsins fæli í sér.
„Menn vilja ekki vekja drek-
ann,“ segir Sejersted.
Engu að síður segir Sejersted
ljóst að fyrr eða síðar þurfi að
endurmeta EES-samninginn og
semja um breytingar, hvort sem
það yrði eftir fáein ár eða hugs-
anlega áratug.
„Valkostirnir eru í meginatrið-
um þrír: Einn er óbreytt ástand,
annar er full aðild að ESB og svo
er útganga úr EES. Þetta getur
haldið áfram svona í einhvern
tíma, en enginn veit hve lengi
það gengur.“
Þeir Sejersted og Sverdrup
komu til Reykjavíkur í vikunni
og kynntu íslenskum ráðamönn-
um helstu niðurstöður skýrsl-
unnar. Þeir hittu meðal annars
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra og áttu einnig fund með
utanríkismálanefnd þingsins.
Héðan héldu þeir svo beint til
Bretlands þar sem þeir kynntu
þarlendum ráðamönnum niður-
stöður rannsókna sinna. Svo
virðist sem Bretar hafi nokkurn
áhuga á að kynna sér valkosti við
Evrópusambandið.
Þann 17. janúar síðastliðinn birti Evrópunefnd norska þingsins meira en
900 blaðsíðna skýrslu um áhrif samningsins um Evrópska efnahagssvæðið
á norskt samfélag. Tólf fræðimenn sátu í nefndinni, sem hafði tvö ár til að
draga að sér efni og ganga frá til birtingar. Verkefni nefndarinnar var fyrst
og fremst fólgið í því að skoða hvernig reynslan hefur verið í Noregi af
samningnum, sem aðildarríki ESB og EFTA undirrituðu árið 1993. Skoðuð
voru efnahagsleg, stjórnarfarsleg, réttarfarsleg og samfélagsleg áhrif samn-
ingsins og leitað til fjölmargra sérfræðinga eftir áliti og ítarupplýsingum.
Nefndin átti ekki að taka afstöðu til þess, hvað gæti komið í staðinn fyrir
Evrópska efnahagssvæðið ef Norðmenn kysu að vilja losa sig út úr því.
■ SKÝRSLA NORSKU EVRÓPUNEFNDARINNAR