Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 101

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 101
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 61 heldur einnig á umhverfismál, vinnumarkað, svæðapólitík og á mörgum öðrum sviðum. Hins vegar held ég að þetta útskýrist aðallega af því hve lítill ágrein- ingur hefur í raun verið um inn- takið,“ segir Sejersted í viðtali við Fréttablaðið: Almenn sátt hefur verið um þær reglur, sem komið hafa frá Evrópusamband- inu. Þverstæðukennt „Þetta virðist kannski vera þver- stæðukennt. Annars vegar hefur spurningin um aðild að ESB verið mjög umdeild í Noregi, en hins vegar hefur þessi viða- mikla aðlögun að ESB ekki verið mjög umdeild. Þetta segir mér að formsatriði og prinsippmál snú- ast um eitthvað allt annað en hið raunverulega inntak Evrópusam- runans, sem hefur almennt verið okkur til hagsbóta. Að minnsta kosti hefur verið góður meiri- hluti fyrir því á þingi til þessa.“ Þetta ágreiningsleysi endur- speglaðist líka í starfi nefndar- innar, þar sem almenn samstaða var um nánast allar helstu niður- stöður. Einn nefndarmanna, Dag Seierstad, hafði reyndar nokkra sérstöðu og skrifar sérálit sem birt er í lok skýrslunnar. „Þetta var tólf manna nefnd og oftast var nánast einróma sam- komulag um flestar þær niður- stöður, sem greint er frá í skýrsl- unni,” segir Sejersted. “Og það er í sjálfu sér stóra fréttin, því í raun kemur ekkert á óvart þótt einhver ágreiningur hafi orðið: Það sem kemur á óvart er að ágreiningurinn hafi ekki verið meiri.” Óþægileg málamiðlun „Öfugt víð Ísland eru Evrópumál- in reyndar ekki mjög ofarlega á dagskránni í Noregi,“ skýtur Ulf Sverdrup, framkvæmdastjóri nefndarinnar, inn í spjall blaða- manns við Sejersted. „Og það stafar ekki síst af því að EES- samningurinn er málamiðlun sem fáir vilja hrófla við.“ Í Noregi finnst mörgum þessi staða óþægileg og hafa þess vegna, að sögn Sverdrups og Sej- ersteds, lítinn áhuga á að opna það Pandórubox sem endurupp- taka samningsins fæli í sér. „Menn vilja ekki vekja drek- ann,“ segir Sejersted. Engu að síður segir Sejersted ljóst að fyrr eða síðar þurfi að endurmeta EES-samninginn og semja um breytingar, hvort sem það yrði eftir fáein ár eða hugs- anlega áratug. „Valkostirnir eru í meginatrið- um þrír: Einn er óbreytt ástand, annar er full aðild að ESB og svo er útganga úr EES. Þetta getur haldið áfram svona í einhvern tíma, en enginn veit hve lengi það gengur.“ Þeir Sejersted og Sverdrup komu til Reykjavíkur í vikunni og kynntu íslenskum ráðamönn- um helstu niðurstöður skýrsl- unnar. Þeir hittu meðal annars Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra og áttu einnig fund með utanríkismálanefnd þingsins. Héðan héldu þeir svo beint til Bretlands þar sem þeir kynntu þarlendum ráðamönnum niður- stöður rannsókna sinna. Svo virðist sem Bretar hafi nokkurn áhuga á að kynna sér valkosti við Evrópusambandið. Þann 17. janúar síðastliðinn birti Evrópunefnd norska þingsins meira en 900 blaðsíðna skýrslu um áhrif samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á norskt samfélag. Tólf fræðimenn sátu í nefndinni, sem hafði tvö ár til að draga að sér efni og ganga frá til birtingar. Verkefni nefndarinnar var fyrst og fremst fólgið í því að skoða hvernig reynslan hefur verið í Noregi af samningnum, sem aðildarríki ESB og EFTA undirrituðu árið 1993. Skoðuð voru efnahagsleg, stjórnarfarsleg, réttarfarsleg og samfélagsleg áhrif samn- ingsins og leitað til fjölmargra sérfræðinga eftir áliti og ítarupplýsingum. Nefndin átti ekki að taka afstöðu til þess, hvað gæti komið í staðinn fyrir Evrópska efnahagssvæðið ef Norðmenn kysu að vilja losa sig út úr því. ■ SKÝRSLA NORSKU EVRÓPUNEFNDARINNAR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.