Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 31. mars 2012 13
Staða skólastjóra við Húsaskóla
Skóla- og frístundasvið
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við Húsaskóla.
Húsaskóli er staðsettur í Húsahverfi í Grafarvogi.
Frá og með næsta hausti verða rúmlega 160 nemendur í 1.-7. bekk í skólanum en nemendur Húsahverfis í 8.-10.
bekk munu sækja nám í Foldaskóla. Starfsmenn skólans verða 33.
Einkunnarorð skólans eru virðing – ábyrgð – vinátta – samvinna – starfsgleði.
Áhersla er lögð á að innra starf skólans taki mið af þörfum hvers nemanda í námi og starfi. Húsaskóli er
Olweusarskóli og unnið er að því að styrkja sjálfsmynd, félagsfærni og sjálfstæði nemenda. Skólastarfið ein-
kennist af jákvæðum starfsanda, góðu upplýsingastreymi og samvinnu milli nemenda, starfsmanna og foreldra.
Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum, er með góða og víðtæka þekkingu á skólastarfi og
metnaðarfulla skólasýn.
Meginhlutverk skólastjóra er að:
• Veita skólanum faglega forystu og móta framtíðar-
stefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í
samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og skóla-
stefnu Reykjavíkurborgar.
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi
skólans.
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum,
vinnutilhögun og starfsþróun.
• Bera ábyrgð á samstarfi aðila skólasamfélagsins.
Menntunar - og hæfniskröfur:
• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
• Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á
grunnskólastigi.
• Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og
þróunar í skólastarfi.
• Stjórnunarhæfileikar.
• Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða
framsækna skólaþróun.
• Lipurð og færni í samskiptum.
Óskað er eftir því að með umsókninni fylgi greinargerð í stuttu máli um framtíðarsýn umsækjanda á skólastarfið.
Auk þess fylgi umsókn yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari, upplýsingar
um framsækin verkefni sem umsækjandi hefur leitt og annað er málið varðar.
Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2012.
Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2012.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu
Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf.
Nánari upplýsingar veita Auður Árný Stefánsdóttir, skrifstofustjóri grunnskólahluta fagskrifstofu og Valgerður
Janusdóttir, mannauðsstjóri, sími 411 1111.
Netföng: audur.arny.stefansdottir@reykjavik.is / valgerdur.janusdottir@reykjavik.is.