Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 104
31. mars 2012 LAUGARDAGUR64 Æ t l i stærsta breytingin sé ekki sú að núna förum við hjónin að geta komist á hestbak aftur. Á sínum tíma stofnuðum við Íshesta til að geta verið í hestamennsku, en stundum okkar með hestunum hefur fækkað afar mikið síðustu tíu árin eða svo. Við erum bæði við góða heilsu og hlökkum til að ríða út í sumar og ferðast um landið okkar. Margir hafa spurt okkur hvers vegna við ákváðum að selja fyrirtækið á upp- gangstímum eins og nú, en ég spyr á móti hvort ekki sé rétt að njóta lífsins meðan maður enn getur. Við höfum áður fengið tilboð sem við höfum ekki haft áhuga á, en stundum koma tilboð sem ekki er hægt að hafna,“ segir Einar Bolla- son sem nýlega lét af starfi fram- kvæmdastjóra Íshesta, frum- kvöðlafyrirtækis í hestatengdri ferðaþjónustu, en Íshestar fögnuðu þrjátíu ára afmæli sínu í gær með pompi og prakt. Nýr framkvæmdastjóri Íshesta, Fannar Ólafsson, fór fyrir litlum hópi fjárfesta sem keyptu fyrir- tækið í haust af 25 hluthöfum, þar á meðal Einari og Sigrúnu Ingólfs- dóttur eiginkonu hans sem áttu um þriðjungshlut. Einar hefur þó ekki skilið alveg við starfsemi Íshesta því að ósk nýrra eigenda gegnir hann starfi stjórnarformanns næstu tvö árin og er við loðandi fyrirtækið sem hann stofnaði ásamt fleirum árið 1982. „Ég þarf ekki að mæta í vinnuna á hverjum degi en er í þónokkru starfi við að halda í hendina á Fannari,“ segir Einar og bætir við að honum lítist mjög vel á nýja eigendur og að skiptin fari vel í hann. „Fannar uppfyllti öll skil yrðin. Hann er alinn upp í sveit, hestamaður af guðs náð, mikill stjórnandi og ekki síst var hann miðherji og fyrirliði hjá KR í körfuboltanum. Reyndar heldur hann ekki með Boston Celtics í NBA heldur einhverju furðulegu liði sem ég man ekki hvert er. Ef hann væri Los Angeles Lakers- maður hefði þetta ekki komið til greina,“ segir Einar og hlær, en hann er sem kunnugt er einn harðasti stuðningsmaður KR og Boston Celtics sem sögur fara af. Tilviljun réði för Einar segist stoltur af því að hafa átt hlut í að ryðja brautina fyrir hestatengda ferðaþjónustu hér á landi með stofnun Íshesta, en fyrirtækið var fyrst sinnar teg- undar til að bjóða upp á skipu- lagðar hestaferðir með fyrir fram ákveðnum dagsetningum sem aug- lýstar voru í bæklingum og víðar. Það var þó fyrir einskæra tilviljun að fyrirtækið komst á laggirnar. „Helgi Ágústsson vinur minn, sem lengi var sendiherra í Eng- landi, Bandaríkjunum og víðar, spurði mig hvort ég og Sigrún konan mín gætum ekki farið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, aðmírálinn á Keflavíkur- flugvelli og fleira fólk í stutta hestaferð um Suðurland. Ég hafði samband við Guðmund Birki Þor- kelsson, körfuknattleiksmann sem ég hafði þjálfað hjá HSK, sem jafn- framt var bóndi í Miðdal og saman söfnuðum við saman öllum okkar hestum og fórum í þriggja daga ferð. Fólkið var svo ánægt að það spurði hvort við vildum ekki fara með þau yfir Kjöl sumarið eftir. Við vorum bara kennararæflar sem höfðum í raun varla efni á að standa í hestamennsku og slógum til, þótti það fín leið til að afla peninga til að fjármagna áhuga- málið. Árni Björgvinsson og Jenný Sigmundsdóttir vinafólk okkar komu inn í þetta með okkur, en í fyrstu ferðinni yfir Kjöl voru átta farþegar og tuttugu starfsmenn, svo það varð skiljanlega ekki mikill afgangur. En við héldum áfram og í dag eru það um 25.000 manns sem nýta sér einhvern anga af þjónustu okkar á ári,“ segir Einar, en blað þótti brotið í sögu ferðamála hér á landi þegar Hesta- miðstöð Íshesta í Hafnarfirði var opnuð árið 2000. Icelandair, dóttur- félög þess og fleiri aðilar komu að þeim framkvæmdum og breyttust Íshestar þá í raun úr frumherja- fyrirtæki yfir í hlutafélag. Einar segir fyrirtækið ávallt hafa lagt mikla áherslu á umhverfis mál og var hann til að mynda formaður umhverfisnefnd- ar Samtaka ferðaþjónustunnar um árabil. Meðal annars vegna þess og gæðastefnu fyrirtækisins hafa Íshestar getið sér gott orð á erlend- um vettvangi, sem Einar segir öllu skipta þegar kemur að árangri á sviði ferðaþjónustu. „Það skiptir engu máli hversu mikið við aug- lýsum eða í hve mörgum sýningum við tökum þátt. Einn óánægður við- skiptavinur getur hæglega eyðilagt margra ára og margra milljóna markaðsstarf. Viðskipta vinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér og ef eitthvað kemur upp þá kippum við því bara í liðinn. Þessu verða aðilar í íslenskri ferðaþjónustu að gera sér grein fyrir, en í heildina held ég að við Íslendingar getum verið stolt af okkar ferðaþjónustu. Svartasti bletturinn á henni í dag eru öll þessi leyfislausu fyrir- tæki og svarta atvinnustarfsemin sem er gífurleg, hvort sem hún er meiri í ferðaþjónustu en í öðrum atvinnugreinum eða ekki. Á aðal- fundi Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir tveimur vikum kom fram að samtökin hafa eytt fleiri milljón- um og ráðið sérstakt starfsfólk til að leita þessi fyrirtæki uppi. Það er ótrúlegt að atvinnuvegasamtök þurfi að standa í svona nokkru sem ætti að vera hlutverk stjórnvalda, en þó gott að einhver geri þetta því þetta er risavandamál.“ KR-ingur en þykir vænt um Val Framkvæmdastjórinn fyrrverandi er borinn og barnfæddur vestur- bæingur, fæddur á Vesturgötu 38 þar sem hann bjó ásamt foreldrum sínum, sem skildu þegar Einar var fimm ára, í annarri af tveimur íbúðum á efri hæð hússins. Í hinni bjó afi Einars, en á neðri hæðinni Páll Einarsson, hæstaréttardómari og fyrsti borgarstjóri Reykja víkur. Síðar festu hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram kaup á húsinu og enn síðar tónlist- arkonan Björk Guðmundsdóttir. KR-ingurinn hóf íþróttaf erilinn í ÍR því enginn körfuknatt leikur var stundaður í Vestur bænum á þeim tíma. „Með ÍR varð ég Íslandsmeistari árið 1959, en sá titill var í raun ólöglegur því ég var bara sextán ára í þriðja flokki og í þá daga mátti ekki spila upp fyrir sig. Það hvarflaði bara ekki að nokkrum manni að spyrja því ég var svo stór,“ rifjar Einar upp. Í kjölfarið fylgdu nærri tuttugu titlar sem leikmaður og þjálfari. Lengst af var hann hjá KR en var einnig viðloðandi Þór Akureyri, Hauka og fleiri félög, auk þess sem hann lék með landsliði Íslands og þjálfaði liðið með hléum á árunum 1974 til 1987. Við síðustu aldamót var Einar svo valinn sem leikmaður í lið aldarinnar og sem þjálfari aldarinnar af nefnd skipaðri val- inkunnum körfuboltaspekingum. Svo skemmtilega vill til að Sigrún, eiginkona Einars, var einnig valin í lið aldarinnar í handknattleik, Hef meiri tíma með hestunum Einar Bollason er einn stofnenda ferðaþjónustufyrirtækisins Íshesta sem fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í gær. Hann lét nýlega af starfi framkvæmdastjóra og sagði Kjartani Guðmundssyni frá áformum sínum, ferlinum í körfunni og erfiðri einangrunarvist. HJÓNIN Einar og eiginkonan Sigrún Ingólfsdóttir, „fjármálaráðherra Íshesta“ til margra ára eins og Einar orðar það, eiga fimm börn og fjórtán barnabörn og búa í Garðabænum. „Án Sigrúnar væri þetta fyrirtæki ekki til,“ segir Einar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.