Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 126

Fréttablaðið - 31.03.2012, Side 126
31. mars 2012 LAUGARDAGUR86 ➜ Gjörningar 15.00 Gjörningahátíðin Halarófa verður haldin um miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða vorhátíð, endahnút og lokahnykk á tveimur námskeiðum við myndlistardeild LHÍ. Hátíðin byrjar fyrir framan Kaffistofuna, Hverfisgötu 42B þar sem upphafsgjörningar eiga sér stað. Gestir hátíðarinnar verða síðan leiddir um næsta nágrenni. Allir velkomnir. ➜ Listasmiðja 13.00 Smiðja um notkun, stjórnun og smíði róbota verður haldin í Hafnarhúsi. Um er að ræða þriðja samstarfsverkefni Lornalabs og Listasafns Reykjavíkur á þessu ári. Gestafyrirlesarar eru Joseph Timotei Foley og Stefán Freyr Stefáns- son. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. ➜ Sýningar 15.00 Sýningin A N I M U S opnar í 002 gallerí, Þúfubarði 17, Hafnarfirði. Um er að ræða 24 tíma sýningu þar sem sex listamenn eru innilokaðir í svefnherbergi Birgis Sigurðssonar, sem breytir heimili sínu í gallerí yfir helgi. 15.00 Sýning Þórs Sigmundssonar og Pjeturs Stefánssonar verður opnuð í sal íslenskrar grafíkur, Hafnarhúsinu. Aðgangur er ókeypis. 16.00 Málverkasýning myndlistar deildar Fjölbrautaskólans í Breiðholti verður opnuð í Gallerí Tukt, Pósthússtræti 3-5. ➜ Hátíðir 18.00 Blúshátíð Reykjavíkur hefst með Blúsdegi í miðbænum. ➜ Umræður 14.00 Heimspekikaffihúsið verður á Horninu, Hafnarstræti 15. Umræðuefnið er Hvað er lífsskoðun? Allir velkomnir. ➜ Uppákomur 11.00 Páskabasar verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2. Kökur, ýmsir munir, páskaskraut og margt fleira. Basarinn stendur til klukkan 16:00. ➜ Tónlist 17.00 Úrslitakvöld Músíktilrauna 2012 verður haldið í Austurbæ. Alls keppa 10 bönd um sigurinn og mikil fjölbreytni er í tónlistarstefnum þeirra. Rás 2 mun útvarpa beint frá kvöldinu. Miðaverð er kr. 1.500. 17.00 Matthías Nardeau óbóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari flytja eina svítu og þrjár sónötur fyrir óbó og píanó í Salnum, Kópavogi. 17.00 Matthías Birgir Nardeau og Anna myndabækur hjá bóka útgáfunni Crymogeu sem á heiðurinn af sumum af fallegustu bókum í heimi. Ein sú alfallegasta er Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods sem einmitt er eftir fyrrnefndan Einar Fal og var í smíðum haustið sögulega 2008. Þrátt fyrir annir tókst ljós- myndaranum að leggja drög að sýningunni sem nú hangir í Lista- safni ASÍ. Sýningin er persónu- legt uppgjör við hrunið og gott að hann skyldi finna tíma til að klára verkefnið meðan efnið er enn þá ferskt. Yrkisefni sýningarinnar er sunnudagurinn eða sumar leyfið þar sem tilgang lífsins er að finna. Þegar samfélagið er orðið óbærilegt eru eðlileg viðbrögð að leita á náðir einhvers ástands þar sem tilveran er hrein og nakin. Flóttinn verður æ áleitnara yrkis- efni eftir því sem sljóleiki listanna gagnvart þjóðfélagsmálum eykst: Reistu tjald þitt fjarri heiminum, annað svarar ekki kostnaði. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Skríddu í skjól, þar er kjarni tilverunnar. Sýningunni er skipt í þrjá hluta og er bróðurpartur hennar til- einkaður flóttanum, Griðastaðir í Ásmundarsal og Skjól í Arinstofu. Í Gryfju má hins vegar finna ljóðrænar yfirborðs myndir af fósturjörðinni sem ljós myndarinn kallar Svörð. Myndirnar af sverðinum eru yndislegar en virka svolítið eins og uppfyll- ingarefni í samhenginu. Rýnir er þó ósammála þeirri gagnrýni að GPS-hnit hefðu bætt hina hár- beittu listrænu sýn ljósmyndar- ans knáa. Sumir listamenn virðast þurfa niðurnjörvaða aðferðafræði til að ráða ferðinni og flýja þá gjarna í skjól GPS-tækisins sem gefur verkunum menntað yfir- bragð á kostnað listræns gildis. Einstaka myndir á sýningunni eru algjört konfekt fyrir augað, til dæmis myndin af Helga Þorgils Friðjónssyni og Margréti konu hans. Það er gaman að segja frá því að í Ingólfsstræti er sýning á skemmtilegum portrettmynd- um eftir Helga Þorgils og þar má finna málverk af Einari Fal og reyndar öðrum frábærum lista- mönnum. Ásmundur Ásmundsson Niðurstaða: Sýningin er persónulegt uppgjör við hrunið. Gott að ljós- myndarinn skyldi finna tíma til þess enda þurfa allir fyrr eða síðar að gera upp sitt hrun. Hann leitast við að fanga kjarna tilverunnar og finnur hann í skjóli. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 31. mars 2012 Farfuglaheimilið Kex verður með heimilislegan sunnu- dag á morgun. Dagskráin hefst klukkan 11 og stendur fram eftir degi. Dagskráin hefst með bílskúrssölu þar sem Þórunn Antonía, Kormákur Jarl, Snæfríður Sól og fleiri taka til í skúrnum og selja varning á góðu verðu. Þá hyggst Hálfdán Pedersen, hönnuður Kex, selja af sér listamannaspjarirnar. Klukkan eitt hefst svo svokallaður kósý upplestur þar sem valdir einstaklingar lesa upp úr uppáhalds- barnabókinni sinni. Á meðal þeirra sem lesa upp eru Auðunn Blöndal, Oddný Sturludóttir, Nína Dögg Filippus dóttir, Arnar Eggert Thoroddsen, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Loks hefst brjálað barnastuð og munu Stefán Karl, Edda Björg og fleiri flytja uppáhaldsbarnalögin sín. Auðunn Blöndal les fyrir börnin LESA FYRIR BÖRNIN Auðunn Blöndal og Oddný Sturludóttir eru á meðal þeirra sem lesa fyrir börnin. Myndlist ★★★ ★★ Skjól Einar Falur Sýnt í Listasafni ASÍ til 1. apríl Haustið 2008 er mörgum í fersku minni. Flestir muna hvar þeir voru staddir Glitnishelgina – sjálfur var rýnir uppi í bústað – og allir þegar Geir H. Haarde ávarpaði þjóð sína grátandi í sjónvarpssal og kvaddi hana með hinum fleygu orðum: „Guð blessi Ísland“ sem ásamt „ helvítis fokking fokk“ urðu einkennisorð hrunsins. Þessir frasar eiga enn við og kannski aldrei betur en nú enda er ballið bara rétt að byrja. Hér er að sjálfsögðu átt við hið menningarlega og andlega hrun sem ekki sér fyrir endann á. Allir þurfa á einn eða annan hátt að gera upp uppáhaldshrunið sitt en fæstir hafa getuna eða tækin til þess og því er ekki von á góðu. Ljósmyndarar eru oft vel tækjum búnir og sumir þeirra kunna að smella af á réttum tíma. Að fara fram á frumleika er hins vegar til of mikils mælt þegar óveðurs öflin berja á landinu, hvað þá þegar stormurinn er genginn yfir og eyðimörkin blasir við. Einar Falur Ingólfsson hefur lengi verið í fremstu röð ljós- myndara, bæði uppi á Mogga og annars staðar og hefur sýnt myndir sínar hér og þar auk þess að vera liðtækur penni. Hann hefur gefið út nokkrar ljós- HRUNIÐ Í HJÁVERKUM AGENT FRESCO GREIFARNIR JÓNSI OG GRETA SALÓME Styrkt af Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði Stjórnandi Sigurður Flosason Stórsveitin heldur áfram að fagna tuttugu ára afmæli. Flutt verða verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir sveitina á liðn- um árum. Höfundar eru Eero Koivistonen, Veigar Margeirsson, Daniel Nolgård og Ólafur Gaukur Þórhallsson. Einnig verða frumflutt ný verk eftir Stefán S. Stefánsson og Lars Jansson. ANNAR Í AFMÆLI Tónleikarnir eru hluti af tónlistarhátíðinni Lyginni líkast sem Jazzhátíð Reykjavíkur stendur fyrir í Silfurbergi, Hörpu 1. apríl. Miðverð á staka tónleika er kr. 2.000 en kr. 3.500 á alla tónleika dagsins. Miðar á harpa.is og í miðasölu Hörpu. HARPA / Silfurberg sunnudag. 1. apríl kl. 14:00 Miðaverð kr. 2000 Styrkt af STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR 20 ÁRA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.