Fréttablaðið - 31.03.2012, Blaðsíða 136
31. mars 2012 LAUGARDAGUR96
sport@frettabladid.is
JÓN ARNÓR STEFÁNSSON hefur skrifað undir nýjan samning við spænska úrvalsdeildarfélagið CAI
Zaragoza sem gildir til næstu tveggja ára. Hann hefur spilað vel með liðinu í vetur en það er sem stendur í
sjöunda sæti deildarinnar. Hann hefur verið á Spáni síðan 2009 en deildin þar telst ein sú sterkasta í Evrópu.
Allt um leiki
gærkvöldsins
er að fi nna á
FÓTBOLTI Það hefur verið mikil
umræða um heilsuvernd knatt-
spyrnumanna í kjölfar þess að
Fabrice Muamba, leikmaður
Bolton, fékk hjartaáfall í leik gegn
Tottenham.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
slíkt gerist á undanförnum árum.
Fréttablaðinu lék forvitni á að
vita hvernig eftirliti með ástandi
íslenskra knattspyrnumanna væri
háttað.
„Almenn læknisskoðun leik-
manna er krafa samkvæmt leyfis-
kerfi KSÍ en leikmenn liða sem
taka þátt í Evrópukeppnum þurfa
að gangast undir ítarlegri lækn-
isskoðun. Þar á meðal þurfa þeir
leikmenn að fara í hjartaóm-
skoðun,“ sagði Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ, en stendur til að
gera betur í þessum málum?
„Það er hægt að gera betur í
öllum þessum málum og verið
að ræða ýmislegt. Það er svo
síðan spurning um kostnaðar-
liðinn sem getur orðið hár.“ Það
hefur einnig verið rætt víða hvort
ekki ætti að skylda þjálfara liða í
yngri flokkum að fara reglulega
á skyndihjálparnámskeið. Ef eitt-
hvað kæmi upp á í leik væri alltaf
tryggt að einhver á staðnum kynni
að bregðast rétt við.
„Skyndihjálpin er hluti af okkar
námsefni að ég held en það er
spurning um hversu reglulega
þjálfarar ættu að fara á slík nám-
skeið. Það væri mjög æskilegt að
þjálfarar myndu sækja slík nám-
skeið reglulega.“
Dæmin eru til staðar hér á landi
rétt eins og erlendis. Ætlar KSÍ
að breyta einhverju í sínu kerfi í
þessum málum?
„UEFA og FIFA eru að vinna á
þessum vettvangi og við höfum
fylgt þeirra reglum vel eftir. Við
höfum samt ekki enn gert það að
skyldu að leikmenn í efstu deildum
fari í hjartaskoðun enda snýst það
um talsverðan kostnað.“ - hbg
KSÍ segist fylgja reglum UEFA og FIFA í hvívetna er kemur að heilsuvernd knattspyrnumanna:
Hjartaskoðun aðeins hjá liðum í Evrópukeppni
FABRICE MUAMBA Knattspyrnuheimurinn er enn að jafna sig eftir áfallið sem
Muamba fékk. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Stilian Petrov, fyrirliði
Aston Villa og búlgarskur lands-
liðsmaður, hefur greinst með
bráðahvítblæði en félagið greindi
frá því í gær. Fram kom í yfir-
lýsingu félagsins að Petrov hafi
fengið hita eftir leik liðsins gegn
Arsenal um síðustu helgi og hann
hafi síðan gengist undir læknis-
skoðanir. Niðurstaða þeirra var
staðfest í gær.
Petrov hefur verið á mála hjá
Villa síðan 2006 og er í miklu
uppáhaldi hjá stuðnings mönnum
þess. Við tekur erfið meðferð
og biðja fulltrúar félagsins um
að Petrov og fjölskyldu hans
verði gefið næði á þessum erfiðu
tímum. - esá
Fyrirliði Aston Villa:
Greindist með
bráðahvítblæði
STILIAN PETROV Hefur verið fastamaður
í liði Aston Villa undanfarin ár.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið
í knattspyrnu mun mæta
Færeyingum í vináttulandsleik
á Laugardalsvelli þann 15. ágúst
næstkomandi. Fyrsti leikur
Íslands í undankeppninni er gegn
Norðmönnum á Laugardalsvelli
þann 7. september. - hbg
Vináttulandsleikur í ágúst:
Færeyingar
koma í Dalinn
LAGERBÄCK Landsliðsþjálfarinn undirbýr
liðið fyrir undankeppni HM. MYND/VILHELM
Leikir helgarinnar
Laugardagur:
14.00 Man. City - Sunderl. Sport 2 & HD
14.00 QPR - Arsenal Sport 3
14.00 Aston Villa - Chelsea Sport 4
14.00 Wolves - Bolton Sport 5
14.00 Everton - WBA Sport 6
14.00 Fulham - Norwich
14.00 Wigan - Stoke
Sunnudagur:
12.30 Newc. - Liverpool Sport 2 & HD
15.00 Tottenh. - Swansea Sport 2 & HD
FÓTBOLTI Manchester City getur
endurheimt toppsæti ensku
úrvalsdeildarinnar um stundar-
sakir að minnsta kosti með
sigri á Sunderland í dag. Helsti
keppinautur liðsins um titilinn,
Manchester United, spilar ekki
fyrr en á mánudagskvöldið.
Arsenal er í góðri stöðu í þriðja
sæti deildarinnar með þriggja
stiga forystu á Tottenham sem er
í fjórða sæti. Arsenal mætir QPR
á útivelli í dag en Tottenham leik-
ur gegn Gylfa Þór Sigurðssyni og
félögum í Swansea á morgun.
Chelsea og Newcastle eru svo
fimm stigum á eftir Tottenham
og binda enn vonir við að komast
í hóp fjögurra efstu liða deildar-
innar og öðlast þar með þátt-
tökurétt í Meistaradeild Evrópu á
næsta tímabili.
Þá er einnig mikil spenna á
hinum enda töflunnar en aðeins
þrjú stig skilja að liðin í 16.-19.
sæti deildarinnar. - esá
Enski boltinn um helgina:
City getur kom-
ist á toppinn
ARGENTÍNUMENNIRNIR Carlos Tevez
gæti spilað með City í dag en Sergio
Agüero er þó frá vegna dularfullra
meiðsla. Ekki hefur fengist uppgefið
hvernig meiðslin komu til.
NORDIC PHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Lokaumferð N1-
deildar kvenna fer fram í dag og
þá ræðst hvernig liðin raða sér
inn í úrslitakeppnina. Valskonur
þurfa stig á móti KA/Þór fyrir
norðan til að tryggja sér deildar-
meistaratitilinn en Akureyrar-
liðið er í baráttunni við Gróttu
um sjötta og síðasta sætið inn í
úrslitakeppnina.
Til þess að komast inn í úrslita-
keppnina þarf KA/Þór að vinna
sinn leik og treysta á það að
Grótta taki ekki stig á útivelli á
móti Stjörnunni. Stjörnukonur
keppa við HK um 4. sætið. Liðin
eru jöfn að stigum en Stjarnan
stendur betur í innbyrðisviður-
eignum. HK heimsækir FH en
Stjarnan tekur á móti Gróttu.
Allir leikirnir hefjast klukkan
16.00. - óój
N1-deild kvenna í handbolta:
Valur þarf stig
fyrir norðan
DAGNÝ SKÚLADÓTTIR Getur orðið
deildarmeistari í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI KR-ingurinn Skúli Jón Frið-
geirsson gekk í gær frá fjögurra ára
samningi við sænska úrvalsdeildar-
liðið IF Elfsborg. Þessi 22 ára gamli
kappi sem getur spilað bæði sem
miðvörður og bakvörður átti frá-
bært ár með KR í fyrra en er nú til-
búinn í næsta skref á ferlinum.
„Ég er virkilega ánægður með
þetta. Þetta er stór klúbbur og mjög
gott skref fyrir mig á ferlinum held
ég. Þeir sýndu mér mikinn áhuga og
þjálfarinn sannfærði mig um það
að þetta væri rétt skrefið fyrir mig.
Hann sagði að hér fengi ég tæki-
færi til að spila og sanna mig,“ sagði
Skúli en samninga viðræðurnar
gengu mjög fljótt fyrir sig enda
hann orðinn leikmaður liðsins innan
við sólarhring eftir að þeir höfðu
fyrst samband.
Vilja vera í toppbaráttu
Elfsborg hefur verið meðal efstu
liða síðustu ár frá því að liðið varð
meistari 2006.
„Þetta er stór klúbbur sem vill
vera í toppbaráttu og því er ég
vanur og vill halda áfram að gera.
Það hefur alltaf vantað aðeins upp
á hjá þeim síðustu ár. Þeim hefur
alltaf verið spáð sigri eða alveg við
toppinn. Þeir eru mikið búnir að
vera í öðru og þriðja sæti síðustu ár
og ég held að markmiðið hjá þessu
félagi sé alltaf að vinna titilinn,“
segir Skúli.
Jörgen Lennartsson tók við Elfs-
borg fyrir þetta tímabil en hann
þjálfaði áður íslenska leikmenn hjá
norska liðinu Stabæk.
„Hann hefur bæði þjálfað
Íslendinga og fylgst mikið með
Íslendingum. Hann þekkir íslenska
markaðinn og ég var líka búinn að
kanna hann í gegnum þá Íslend-
inga sem hafa verið hjá honum.
Hann vissi ótrúlega mikið. Hann
var búinn að þjálfa 21 árs liðið hjá
Svíum og það var kannski þess
vegna sem hann þekkti svona mikið
til manns,“ segir Skúli.
Ekki margar mínútur
KR var búið að samþykkja tilboð
norska liðsins Sogndal í Skúla Jón
en samningaviðræðurnar gengu
hægt. En stálu Svíarnir Skúla af
Norðmönnunum?
„Ég vona ekki því það var eigin-
lega ekki þannig. Ég var búinn að
segja nei við Sogndal þegar þeir
hringdu. Það voru samt ekki margar
mínútur sem liðu frá því að ég sagði
nei við Sogndal og Elfsborg hringdi.
Ég vona að þeir fyrirgefi mér,“ sagði
Skúli en það er í það minnsta ljóst að
þetta var eitt dramatískasta kvöldið
á hans ævi.
„Viðræðurnar við Sogndal gengu
mjög hægt. Við reyndum að ná
saman en það gekk ekki og endan-
um sögðum við bara að við værum á
leiðinni heim og ég myndi bara spila
með KR á næsta ári. Ég var varla
búinn að sleppa setningunni þegar
síminn hringdi,“ segir Skúli.
Skúli var í landsliðshópi Lars
Lagerbäck á dögunum og íslenski
landsliðsþjálfarinn talaði vel um
Skúla á heimasíðu Elfsborg í gær.
„Ég hef ekki hitt Skúla mikið en
í þau skipti sem ég hef hitt hann þá
kom hann mjög vel fyrir bæði sem
leikmaður og persóna. Hann er
góður og fjölhæfur leikmaður sem
hefur tækifæri til að verða betri. Ég
tel að þetta séu mjög góð kaup hjá IF
Elfsborg,“ sagði Lagerbäck.
Skúli Jón hjálpaði KR-liðinu
að verða bæði Íslands- og bikar-
meistari síðasta sumar og er þrátt
fyrir ungan aldur búinn að spila
yfir hundrað leiki með liðinu í efstu
deild.
Góður tími til að fara frá KR
„Þetta er frábær tími til að fara út.
Það hefði verið erfitt að fara frá KR
án þess að hafa orðið Íslandsmeist-
ari. Þetta er mjög góður tímapunkt-
ur og ég skil við KR í mjög góðu.
Ég held að þeir geti plumað sig
ágætlega án mín því þeir eru í
góðum höndum hjá Rúnari,“ segir
Skúli.
Hann missir af fyrsta leik tíma-
bilsins en Elfsborg tekur á móti
Djurgården í fyrstu umferðinni í
dag. „Ég hitti strákana í liðinu ekki
fyrr en eftir leikinn á morgun (í
dag). Ég kom náttúrulega það seint
að ég náði ekki að kíkja á æfingu.
Það verður gaman að sjá liðið spila
og fá að fylgjast með stemningunni
á leiknum. Það er mjög gott að fá
aðeins að sjá þetta að utan áður en
dembir sér inn í þetta. Það er pressa
hérna og þetta er stórt lið. Nú er um
að gera að standa sig og ég hef fulla
trú á því að ég geti það,“ sagði Skúli
Jón að lokum. ooj@frettabladid.is
Svíarnir stálu mér ekki
Skúli Jón Friðgeirsson er nýjasti íslenski atvinnumaðurinn í fótboltanum en
hann gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska liðið IF Elfsborg. „Mjög
góð kaup hjá IF Elfsborg,“ segir íslenski landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck.
FER FRÁ KR SEM TVÖFALDUR MEISTARI Skúli Jón Friðgeirsson hefur verið í stóru hlut-
verki hjá KR síðan 2007. Hér er hann í leik í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Ég var búinn að segja
nei við Sogndal þegar
þeir hringdu. Það voru samt
ekki margar mínútur sem liðu
frá því að ég sagði nei við
Sogndal og Elfsborg hringdi.
Ég vona að þeir fyrirgefi mér.
SKÚLI JÓN FRIÐGEIRSSON
NÝR LEIKMAÐUR ELFSBORG