Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 60

Fréttablaðið - 31.03.2012, Page 60
FÓLK| breyst mikið frá þeim formlegheitum sem áður voru. En sárnaði henni þegar Spaugstofan gerði grín að henni? „Nei, ég er alls ekki viðkvæm fyrir gagnrýni. Mér reyndara fólk sagði mig í góðum málum fyrst Spaugstof- an tæki mig fyrir, því þá væri tekið eftir mér. Þetta var því bara fyndið.“ Ástríður ólst upp í Vesturbænum og gekk síðar í Menntaskólann við Hamrahlíð og lauk BA-prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands. „Ég er einkabarn og nýbúin að eignast algjörlega frábæran kærasta sem er aldrei með vesen,“ segir hún hlæjandi og sæl. „Sem einkabarn var ég svo lánsöm að mamma starfaði sem dagmamma frá því ég fæddist og þar til ég varð tvítug. Því var ég alltaf umkringd börnum og átti oft erfitt með að kveðja þau í dagslok,“ segir Ástríður, en þær mæðgur hafa alla tíð verið miklar vinkonur. „Amma býr á neðri hæðinni og því bjuggum við þrjár kynslóðir kvenna í sama húsi. Amma var stundum eins og mamma okkar mömmu því ég gat klagað undan mömmu í ömmu og við amma stöndum saman. Það er ómetanlegt fyrir börn að fá að umgangast og kynnast ömmum sínum og öfum, og ég endalaust þakklát því amma er svo frábær og hefur kennt mér svo margt,“ segir Ástríður og viðurkennir að hafa fljótt orðið fullorðins- leg sem eina barnið í umgengni við full- orðna fólkið. „Mamma hefur sagt mér fyndnar sögur af því þegar ég var fjögurra ára og rök- ræddi við hana fullum fetum, en ég er líka heppin að hafa fengið að vera mikið með ömmu og vinkonum hennar. Því var aldrei komið fram við mig eins og litla barnið og ég send inn í herbergi, heldur alltaf borin virðing fyrir mér sem manneskju og mínum sjónarmiðum.“ Ástríður þakkar traustu sambandi þeirra mæðgna að hún prófaði ekki að drekka áfengi eins og margir jafnaldrar hennar á unglingsárum. „Mig langaði einfaldlega ekki að gera mömmu það. Hún sagði mér að koma heim klukkan eitt og ég virti það sem hún bað mig um. Það er nefnilega munur á að vera strangur og leiðinlegur eða strangur og leiðbeinandi. Við mamma höfum alltaf getað treyst hvor annarri og ég vildi ekki bregðast henni frekar en hún hefur aldrei brugðist mér og alltaf staðið með mér í einu og öllu.“ Ástríður segist ekki muna eftir sér öðru- vísi en hressri og dálítið æstri, og segir sig lifandi sönnun þess að ekki þurfi vímuefni til að hafa gaman, enda sé hún jafnan hrókur alls fagnaðar í gleðskap vina. „Það er alltaf fjör í kringum mig og helg- arnar fara mikið í teiti og afmælisboð. Nú um helgina er ég boðin í tvö afmæli, ætla á Reykjavík Fashion Festival og í kvöld á La Bohème með mömmu í Hörpu. Á morgun fer ég í Samstöðu til vinar míns Greips Gíslasonar sem býður alltaf nokkrum vin- um til sín í hádegisverð fyrsta sunnudag í mánuði og gleður okkur með heimabök- uðum múffum og fleiru góðgæti. Félags- skapur okkar á samt ekkert skylt við nýtt stjórnmálaafl og reyndar höldum við að nafninu hafi verið stolið af okkur!“ ■ þlg ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU SNILLINGUR Ástríður átti sér draum í æsku um að koma fram í sjónvarpsþætti Hemma Gunn en fékk neitun. Nú hefur draumur hennar óvænt ræst hjá RÚV. Myndin er tekin í leik- myndadeild RÚV. MYND/VALLI HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs- endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir STEFNUMÓT VIÐ MÚS ■ VINSÆLUST Maxímús Músíkús er tón- listarhúsamús sem á lög- heimili í Hörpu. Allir krakkar þekkja þessa skemmtilegu mús. Þeir sem vilja kynn- ast henni betur ættu að fara í Hörpu í dag klukkan þrjú því þar verður söng- og sögustund með Maxí undir handleiðslu Eddu Austmann söngkonu og Rúnars Steins Benediktssonar gítarista. Músarhola Maxí er staðsett fyrir utan verslun 12 Tóna á jarðhæðinni í Hörpu og er aðgangur ókeypis. Maxímús Músíkús er án efa frægasta tónlistarmús Íslands en bækurnar hafa notið gífur- legra vinsælda íslenskra barna. Bækurnar eru nú einnig fáan- legar í Þýskalandi, Hollandi, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. Höfundur og teiknari bókanna, þau Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson, spila bæði með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Opið mán - fös 10-18, laugardaga 10-16, www.topphusid.is Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Mind Xtra 1990 • 2990 • 3990 Einnig stelpufatnaður fyrir 4-12 ára. Erum við hliðina á Herra Hafnarfirði á 2. hæð. 3 VERÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.