Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 1
Helgarblað
– Lifið heil
www.lyfja.is
Hjá okkur er opið alla páskana,
einnig föstudaginn langa og páskadag.
Lyfja Lágmúla kl. 8–01
Lyfja Smáratorgi kl. 8 –24
Gleðilega
páskaOpið
til18
í dag
Páskar
Opið 13 – 18 í dag
og 10– 18 laugardag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
5. apríl 2012
81. tölublað 12. árgangur
2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu
Fólk l Lífið
Íslensk hönnuní fermingarpakkann
FermingartilboðGerið GÆÐA- og verðsamanburð
VALHÖLLNý hönnun5 svæðaskipt gormakerfi gæðabólstál k
10.000 kr. vöruúttekt
fylgir öllum fermingarrúmum
U ppáhaldsflíkin mín er samfestingur sem ég valdi mér frá kærastanum fyrir útskriftina úr HÍ. Við keyptum hann í Kaupmannahöfn og mér þykir voða vænt um hann. Hann er öðruvísi, sumarlegur og sætur,“ segir Margrét Jústa Pétursdóttir, starfsmaður viðhalds-deildar Atlanta, þegar blaðamaður hnýs-ist í skápana hennar.Hún viðurkennir að vera soddan tísku-drós og eiga fullan skáp af fötum. Hún segir að sinn stíll sé dömulegur en hún rokki hann öðru hvoru upp. „Ég kaupi föt aðallega í útlöndum. Ég bjó í Kaupmanna-höfn um tíma og þar er sumarið lengra en mér finnst mjög gaman að klæða mig upp á sumrin í kjóla. Ég er tískudrós þó að ég fylgi kannski ekki endilega tískustraum-um. Ég klæði mig í það sem mér finnst flott og vil ekki falla í fjöldann.“
Sú flík í fataskáp Margrétar sem kemst næst því að vera uppáhalds er spariskyrta sem hana hafði lengi dreymt
um áður en hún endaði í skápnum.„Ég hafði haft augastað á henni í Libo-
rius búðinni. Hún kostaði 99.000 krónur
og ég tímdi aldrei að kaupa hana, fór samt margoft og mátaði og lét mig dreyma. Einn daginn sagði eigandinn mér að búðin væri að hætta og eftir viku
yrði haldin lagersala. Hann skyldi taka
skyrtuna frá fyrir mig, það væri augljóst
að hún yrði að verða mín.“Margrét er einnig liðtæk á saumavél-
ina og kíkir oft í Kolaportið eftir fötum
til að þrengja, stytta og breyta. Hún vill
þó ekki viðurkenna að í henni blundi fatahönnuður. „Nei, þetta er áhugamál.
Ég hef bara mjög gaman af fötum og tísku.“
SODDAN TÍSKUDRÓSDÖMULEGUR STÍLL Margrét Jústa Pétursdóttir á fullan skáp af fallegum fötum
sem flest er keypt í útlöndum. Útskriftargallinn er í uppáhaldi.
SUMARLEGURSamfestingurinn sem Margrét Jústa útskrifað-ist í úr Háskóla Íslands. MYND/VILHELM
MESSAÐ Í BLÁFJÖLLUMGott skíðafæri er í Bláfjöllum og þar verður opið um
páskana. Rútuáætlun verður tvöföld, bæði helgar- og virkra
daga áætlun. Guðsþjónusta verður á páskadag kl. 13.00.
Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða söng við undirleik og
stjórn Jónasar Þóris. Prestur er séra Pálmi Matthíasson.
FELLUR EKKI Í FJÖLDANN
„Ég er tískudrós þó að ég fylgi kannski ekki endilega tísku-straumum. Ég
klæði mig í það
sem mér finnst
flott og vil ekki falla í fjöldann.”
512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
F
Í T
O
N
/
S
Í A
TANGLED
Skírdag kl. 19:00
ARCTIC TALE
Annan í páskum
kl. 19:00
SKOPPA OG SKRÍTLA
5. APRÍL 2012
STÓRKOSTLEGT REYKJA-
VÍK FASHION FESTIVAL
STUNDAR INNHVERFA
ÍHUGUN YFIR PÁSKANA
AKUREYRARMÆR SYND-
IR Í 22 TÍMA Á VIKU
Fimmtudagur
ELDHEIT STUND Söluskálinn Blái turninn við Háaleitisbraut í Reykjavík varð alelda á skammri stund eftir að þar kviknaði í út frá steikarfeiti í
gærmorgun. Við fyrstu sýn gæti einhverjum virst slökkviliðsmennirnir á myndinni hafa stolist í smákoss við rjúkandi húsarústina, en hávaði í dælum, bílum
og reykræstigræjum gerði það að verkum að menn urðu að halla sér vel hver að öðrum til þess að heyra orða skil. Sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Sem hvalreki
í fjörunni
skip 10
Rokkstjórinn
Jón Þór Þorleifsson
fólk 26
Fjölbreytt
fl óra á
RFF
tíska 28
skoðun 14
Í 2. sæti á lista Itunes
Breiðskífa Of Monsters
and Men gerir góða hluti í
Bandaríkjunum.
fólk 50
Gylfi bestur í mars
Gylfi Þór Sigurðsson
var valinn leikmaður
mánaðarins í Englandi.
sport 45
EFNAHAGSMÁL Steingrímur J. Sigfús-
son, sjávarútvegsráðherra, efast
um niðurstöður endurskoðunar-
fyrirtækisins Deloitte, og hags-
munaaðila, um áhrif frumvarpa um
stjórn fiskveiða og veiðigjald.
„Ég fagna uppbyggilegri umfjöll-
un um málið en ég sagði strax að það
myndi ekki koma mér neitt á óvart
þó útgerðinni þættu þetta háar tölur.
En ég held að menn verði að stíga
varlega til jarðar og gefa sér ekki
dekkstu mögulegu forsendur, sem
mér sýnist að Deloitte geri í sinni
samantekt,“ segir Steingrímur og
bætir við að svo virðist sem Deloitte
gangi út frá því að útgerðin eigi
kvótann, og þar með allan arð af
nýtingu fiskveiðiauðlindarinnar.
„Það er hins vegar ekki svo, eins og
menn eiga að þekkja.“
Í stuttu máli sýndu útreikningar
Deloitte að ríkið hefði tekið allan
hagnað sjávarútvegsfyrirtækja á
árunum 2001 til 2010 og gott betur,
hefðu boðaðar breytingar verið í
gildi á árabilinu. Íslandsbanki birti
álit sitt á frumvörpunum í gær og
sér þeim allt til foráttu. Fyrr höfðu
útvegsmenn og fleiri höggvið í sama
knérunn.
Steingrímur hefur sagt í
umræðum um breytingarnar að til
greina komi að lækka veiðigjald-
ið. Spurður um þau orð sín minnir
ráðherra á að málið sé nú á forræði
atvinnumálanefndar Alþingis og
þar verði málið skoðað.
„En ég stend við það sem ég hef
sagt að við munum hlusta á öll mál-
efnaleg og rökstudd sjónarmið sem
koma fram. Um leið bráðna ég ekk-
ert niður út af upphrópunum og
hræðsluáróðri. Ég þarf rök og vil
sjá þau. Við verðum að fá á hreint
hvort við erum sammála um að hér
sé um að ræða auðlind í sameigin-
legri eigu þjóðarinnar.“ - shá / sjá síðu 4
Efins um reikningskúnstir
Steingrímur J. Sigfússon tekur útreikningum um áhrif kvótafrumvarpa með fyrirvara. Hann segir orð sín
um mögulega lægra veiðigjald standa en endurskoðun um slíkt verði gerð á grunni óhrekjanlegra raka.