Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 10

Fréttablaðið - 05.04.2012, Page 10
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR10 MYNDASYRPA: Hvalskipin í Hvalfirði BIÐIN LANGA Hvalskipin Hvalur 6 og Hvalur 7 voru dregin upp í fjöruna við hvalstöðina í Hvalfirði í fyrrahaust. Hér bíða þau þess að verða gerð klár til veiða. Eins og kunnugt er var skipunum tveimur sökkt í Reykjavíkurhöfn fyrir um aldarfjórðungi af umhverfisverndarsamtökunum Sea Shepherd, en skipin hafa frá þeim tíma látið mjög á sjá í löngu aðgerðarleysi. TÍMINN OG SAGAN Skutur skipa fyrr á öldum var híbýli skipstjóra og hefðarmanna. Mjög var því vandað til skreytinga á þessum hluta skipa og skörtuðu þau oftar en ekki fallegum útskornum myndum. Í Hvalfirði er maður minntur á tímann og söguna. HVALUR RÍS Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til að lesa í þær myndir sem tíminn hefur teiknað á kinnunginn á Hval 7. Hér er sem tignarlegur hvalur rísi úr djúpinu til að sýna myndugleik sinn, en í myndinni felst líka kaldhæðni í ljósi hlutverksins sem skipið gegndi áður fyrr. MIKIÐ VERK Ef hvalskipin eiga að sigla til veiða í framtíðinni bíður manna nokkuð verk. En þó er það þekkt að hrörlegt útlit skipa blekkir oft augað. Því er það ekki útilokað, þó það virðist ólíkindatal, að hvalskipin fái uppreisn æru áður en langt um líður. HRÚÐURKARLAR Eins og ættingjar sínir þarf fjörukarlinn, en það nafn ber algengasti hrúðurkarlinn hér við land, tíma til að koma sér fyrir. Fjörukarlinn ver lífi sínu sem fullorðið dýr á sama stað, og því er hlutskipti hans og dvalarstaðarins ekki með öllu ólíkt. Sem hvalreki í fjörunni Í fjöru í Hvalfirði liggja tvö skip með mikla sögu og bíða. Hvalur 6 og Hvalur 7 drógu björg í bú um langt skeið en var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1989. Ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson kom við í fjörunni í Hvalfirði og festi baráttu skipanna fyrir lífi sínu á mynd.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.