Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2012, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.04.2012, Qupperneq 14
14 5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 MALLORCAsólareyjan sem hefur allt! Aparthotel Mara caibo 75.900 kr.*á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð með 1 svefnherbe rgi. verð frá 89.9 00 kr á mann m.v. 2 fu llorðna. Brottför: 22. maí - 7 nætur. Verð frá: Flug + gisting í 7 nætur tilbo ð Bókaðu núna á plúsferðir.is! FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is HALLDÓR Allt sem við viljum er friður á jörð! Friðurinn stendur til boða – ef við vilj- um. Afl friðar er jöfnuður og gjafmildi. Afl ófriðar er græðgi og heimska. Græðgin skilur fólk að og skapar yfir- stétt og undirskipun, ríkidæmi og fátækt og hvaðeina annað sem reisir múra á milli manna og þjóða. Græðgin og heimskan eru auga og eyra ófriðar. Friður er lærdómsferli með jöfnuð að leiðarljósi. Hann kemur böndum á agaleysi og eyðir tortryggni sem lengir bilið á milli manna og þjóða. Hvar sem ójöfnuður fær að vaxa brýst fyrr eða síðar út styrjöld. Friðarmenning er á hinn bóginn ljósið út úr óreiðu heimskunnar. Andstætt því sem ætla mætti, er gjöfin lykillinn að velgengni og farsæld þjóð- ar; að gefa öðrum af bók-, verk- og siðviti sínu. Engu skiptir hvort sú þjóð sem gefur er rík eða í fjármálakreppu, hún getur hjálpað – ef hún vill – og markmiðið er að skapa jöfnuð og velsæld annarra. Niður aldanna vitnar um lögmál gjafar- innar; gjöf gefin af góðsemi hefur gæfu að geyma. Þjóð sem tekur og traðkar á öðrum skapar aftur á móti vítahring haturs og ófriðar. Farsæld felst í því að gefa öðrum en sá tapar sem tekur frá öðrum ófrjálsri hendi og kúgar. Öll viðleitni sem snýst um friðarmenn- ingu hefur jöfnuð að mælikvarða: Að stytta bil á milli manna, hópa og þjóða í öllum málaflokkum og draga úr stétta- skiptingu. Það er sterk fylgni milli rétt- lætis og jafnaðar. Leiðin út úr kreppunni á Íslandi felst ekki í samkeppni um sæti á lista yfir rík- ustu eða frjálsustu þjóðir heims, heldur í því að gefa og vinna með þeim þjóðum sem þjást, búa við skort á skólum, sjúkra- húsum, vatnsbrunnum, orkulindum, tækniþekkingu, stjórnsýslu, lýðræði … Ef við eflum þróunarsamvinnu og hjálp- semi vinnum við um leið að jöfnuði, rétt- læti og friðarmenningu í heiminum. Ef þjóð gefur öðrum þjóðum af gnægð sinni með það að markmiði að bæta heiminn – batnar hún sjálf. Jöfnuður – markmið friðar Þróunar- samvinna Gunnar Hersveinn rithöfundur Ef við eflum þróunar- samvinnu og hjálpsemi vinnum við um leið að jöfnuði, réttlæti og friðarmenningu í heiminum. Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins, „Endurreisn fyrirtækja 2012 – Aflaklær eða uppvakningar“, kemur fram að 71% stjórn- enda 120 stærstu rekstrarfyrirtækja landsins telja að dulin yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu vandamál í atvinnulífinu. Þar er vitnað til athugasemda sem stjórnendurnir gerðu við þetta ástand. Einn stjórnandinn sagði að „lánasamningar og veðskjöl í dag eru orðin með þeim hætti að bankarnir stjórna fyrirtækjunum í reynd. Þannig er algengt að í mjög skuldsettum félögum séu nánast allar ákvarðanir háðar samþykki bankans […] Fyrirtækin og ákvarðana- taka innan þeirra er því í raun á valdi lánveitenda“. Annar stjórnandi sagði að „öll lánaskilyrði bankanna bera með sér að bankinn telji nauð- synlegt að hafa vit fyrir stjórnendum og þeim ekki treyst til að taka ákvarðanir um fjárfestingar og önnur útgjöld þrátt fyrir traust veð“. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, tók undir þessi orð á umræðu- fundi um skýrsluna í Hörpunni síðastliðinn mánudag. Þar sagði hann bankana vera „ekki bara með belti og axlabönd, heldur keðjur“ í þeim lánasamningum sem þeir hafa verið að gera eftir hrun. Varkárni bankanna á þó ekki að koma á óvart. Á góðæristímum voru lánasamningar beinlínis lélegir. Margir þeirra voru gerðir eftir leiðbeiningum lántakandans, sem oft og tíðum var í eigendahópi bankans, og með hagsmuni hans í huga. Dæmi um þetta er óeðlilegur fjöldi svokallaðra kúlulána, sem aðskilja sig frá hefðbundnum lánum með því að þau eru einungis með einn gjalddaga í lok lánstíma. Þegar kom að gjalddaga lánanna var oftar en ekki ákveðið að veita fram- lengingu á þeim eða ný lán veitt til að greiða þau gömlu upp. Með þessum hætti þurftu stærstu lántakendurnir í raun aldrei að greiða nein lán. Í skýrslu sem franska rannsóknarfyrirtækið Cofysis vann fyrir embætti sérstaks saksóknara um Glitni í lok árs 2010 sagði að hin mikla tíðni kúlulána hjá bankanum hefði beinlínis verið andhverf skynsamlegri bankastarfsemi. Bankarnir sáu líka um útgáfu óveðtryggðra fyrirtækjaskuldabréfa fyrir félög sem vantaði fjármögnun. Slík bréf hafa kostað lífeyrissjóði landsins, sem keyptu mikið af þeim, rúmlega 90 milljarða króna hið minnsta. Í nýlegri úttekt á starfsemi sjóðanna, sem gerð var opinber í febrúar, kom fram að skilmálar í slíkum útgáfum hafi almennt verið allt of veikir. Hlutafélög sem voru „í góðu áliti“ fengu að gefa út verð- lausa pappíra með heilbrigðisvottorði frá fjármálafyrirtækjunum sem höfðu umsjón með útboðunum. Svona hegðun, þar sem bankarnir voru hvorki með belti, axlabönd, keðjur né í buxum yfirleitt, spilaði stórt hlutverk í því að kröfuhafar stóru bankanna þriggja reikna með því að tapa um 6.000 milljörðum króna vegna falls þeirra og að erlendar fjármálastofnanir reikna með því að tapa rúmlega 7.500 milljörðum króna á íslenskum bönkum og fyrirtækjum. Í byrjun árs 2009 voru 68% 120 stærstu fyrirtækja landsins undir yfirráðum bankanna. Það hlutfall var komið niður í 27% um síðustu áramót, og er það vel. Bankarnir vilja væntanlega búa þannig um hnútana að þeir fái þessi fyrirtæki aldrei aftur í fangið. Fyrsta skrefið í þá átt er að forðast margt í því vinnulagi sem tíðkaðist við útlán fyrir bankahrun. Bankar verða að sýna varkárni í útlánum. Belti, axlabönd og keðjur Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is SKOÐUN Til fyrirmyndar Evrópuvaktin hefur nú opinberað í smáatriðum hvernig styrkur frá Alþingi hefur verið nýttur. Alþingi veitti vaktinni 4,5 milljón króna styrk og hafa þeir vaktarmenn ráðstafað 3.211.416 krónum af þeirri upphæð. Kostnaður við flug nemur 80.786 krónum og 450.498 krónur fóru í gistingu svo ekki hefur væst um vaktarmennina á ferðalaginu. Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson standa að Evrópuvaktinni og ber að hrósa þeim fyrir fyrirmyndar reikningsskil. Þeir hafa líka slegið tóninn í taxtamálum lausapenna, en fyrir hverja grein sem þeir skrifa á vef sinn þiggja þeir 50 þúsund krónur í laun. Vonandi sytrar þessi taxti til annarra sem skrifa greinar í hjáverkum. Lausamaður á Ríkisútvarpið? Þóra Arnórsdóttir tilkynnti í gær að hún væri á leið í forsetafram- boð. Hún starfar í Kastljósinu hjá Ríkisútvarpinu og hefur áður unnið á fréttastofunni. Má því leiða getum að því að allir fréttamenn stofnunarinnar séu vanhæfir til að fjalla um kosningarnar. Vanda- laust ætti að vera að ráða lausamann, enda margir fjölmiðlamenn atvinnulausir nú um stundir. Flott ferilskrá Lífeyrissjóðirnir hafa ráðið Brynjólf Bjarnason sem framkvæmdastjóra Framtakssjóðs. Líklega hefur ferilskrá hans heillað, en hann var meðal annars forstjóri Símans og Skipta. Sem slíkur bar hann ábyrgð á sam- keppnisbrotum sem leiddu af sér umfangsmiklar sektir, eitt þeirra 390 milljónir króna. Þá skuldar félag hans Lambi hundruð milljóna, en helstu eignir þess voru hlutabréf í Existu. Þetta getur ekki klikkað. kolbeinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.