Fréttablaðið - 05.04.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 05.04.2012, Síða 21
FIMMTUDAGUR 5. apríl 2012 21 Samsung Galaxy ACE Samsung Galaxy SII iPhone 4 3.590 kr. 5.990 kr. 5.990 kr. Flottur sími úr Galaxy línunni Flaggskipið úr Galaxy línu Samsung Frábær sími frá Apple 500 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir 1000 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir 1000 kr. inneign á mánuði í 6 mánuði fylgir á mánuði í 12 mánuði* á mánuði í 18 mánuði* á mánuði í 18 mánuði* Staðgreitt: 39.900 kr. Staðgreitt: 99.900 kr. Staðgreitt: 99.900 kr. myndbands tökuvél og leikjatölva ... Það má halda því fram að Evr-ópusambandið hafi verið byggt upp með það að markmiði að leysa kreppur. Lengstum var það mál manna að sambandið yrði ekki stærra en tólf ríkja samband. Á aðeins tíu ára tímabili fór fjöldi aðildarríkja úr tólf í tuttugu og sjö ríki. Það hefur því verið verkefni Evrópusambandsins að takast á við og leysa kreppur innan álfunnar. Stríðskreppan leyst Ef litið er til baka til miðrar síð- ustu aldar þá hafði álfan logað í ófriði nær samfellt í hálfa öld með tilheyrandi uppgangi öfga og þjóð- ernishyggju. Evrópusambandinu tókst að tryggja frið í Evrópu með því að samtengja mikilvægustu ríki álfunnar þéttum efnahagsleg- um böndum. Hugmyndafræðin sem sambandið byggir á virkaði og sam- bandinu tókst að takast á við mestu kreppu allra tíma í efnahagslegum, pólitískum, félagslegum og hernað- arlegum skilningi. Þeim sem fjalla um Evrópusambandið og eru því mótdrægir hættir oft til að gleyma þessum árangri. En ekki hafa orðið vopnuð átök milli Evrópusambands- ríkja frá þessum tíma. Efnahagslegri stöðnun hrundið Næsta stóra kreppa sem sambandið stóð frammi fyrir var efnahagsleg stöðnun áttunda og níunda ára- tugarins en enginn hagvöxtur var í heild sinni hjá aðildarríkjunum frá árinu 1975 til ársins 1995. Við þessu var brugðist með að setja fram hugmyndir um sameiginlegan innri markað sem varð að veruleika 1993. Í framhaldi var unnið að því að koma upp sameiginlegum gjald- miðli fyrir svæðið sem endaði með upptöku evrunnar árið 2000. Sam- eiginlegum gjaldmiðli sem fylgdi þó sá bögull skammrifi að ríkisfjár- málin voru ekki samræmd á milli aðildarríkjanna sem svo sannarlega hefur dregið dilk á eftir sér. Járntjaldið fellur Árið 1989 markaði stór tímamót í sögu Evrópu er Berlínarmúrinn féll og ríki Austur–Evrópu veltu af sér oki kommúnismans og í fram- haldinu liðuðust Sovétríkin upp í 15 ríki. Ásýnd álfunnar gjörbreyttist á örskömmum tíma, nýfrelsuð og sjálfstæð ríki Austur-Evrópu leit- uðu skjóls í Evrópusambandinu. Með inntöku þeirra í sambandið tókst að tryggja stöðugleika í álf- unni, stöðugleika sem ríkir enn. Norrænu ríkin Finnland og Svíþjóð leituðu síðar skjóls í sambandinu í kjölfar bankakreppu á Norðurlönd- unum sem lék þau mjög illa. Finnar nýttu einnig tækifærið til að slíta sig frá stóra bróður í austri. Balkanskaginn springur Átök blossuðu upp á Balkanskaga í kjölfar þess að Júgóslavía liðað- ist í sundur árið 1990. Króatía og Slóvenía urðu fyrst til að lýsa yfir sjálfstæði árið 1991 en átök á svæð- inu leiddu til mikilla hörmunga í bakgarði Evrópusambandsins. Evrópusambandinu tókst, á alltof löngum tíma reyndar, að stilla til friðar og hafa ríkin síðan leitað eitt af öðru inn í sambandið. Slóvenía er þegar aðili að sambandinu og Króatía hefur samþykkt aðild og gengur formlega inn á næsta ári. Næsta bylgja stendur nú yfir. Fimm ríki eru í einhvers konar aðildarferli og önnur fjögur hafa sóst eftir aðild og ber þar mikið á fyrrverandi ríkjum Júgóslavíu. Hvort Úkraína, Hvíta-Rússland, Rússland og ríkin sem liggja að Kaspíahafi og Svartahafi eigi eftir að sækja um inngöngu á tíminn eftir að leiða í ljós en það er ekki óhugsandi. Úr tólf í tuttugu og sjö aðildarríki á tíu árum Lengstum var það mál manna að sambandið yrði ekki stærra en tólf ríkja samband en það hefur breyst á skömmum tíma eins og hér hefur verið rakið. Á aðeins tíu ára tíma- bili fór fjöldi aðildarríkja úr tólf í tuttugu og sjö ríki. Það stefnir í að aðildarríki sambandsins verði þrjátíu og fimm talsins innan fárra ára. Segja má án þess á nokkurn sé hallað að sambandinu hafi tek- ist vel fram til skuldakreppunar nú að tryggja efnahagslega, póli- tískan og félagslegan stöðugleika í Evrópu. Skuldakreppan nú er því mikilvægur prófsteinn á getu sam- bandsins til að leysa úr kreppum og líklegt er að sambandið þurfi að dýpka fjármálasamstarfið verulega til að geta byggt upp nauðsynlegan stöðugleika sem þarf að ríkja innan svæðisins til lengri tíma litið. Evrópusambandið reynir að stíga ölduna Í síðasta nýársávarpi sínu gaf for-seti sterklega í skyn að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Orðalag- ið virðist ekki hafa náð nógu vel til hlustenda en texti forseta um þetta féll svo vel að því sem á undan var komið að það átti ekki að misskil- jast. Sumir töldu að þarna væri smuga þar sem forseti hefði ekki sagt: „Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil í þessu embætti,” eða eitthvað slíkt. Nú hófst söfnun undirskrifta, sem forseti hefur strax frétt af ef hann hefur ekki vitað af henni fyrir fram. Vildi hann ekki sitja fimmta kjörtímabilið gat hann gefið út yfir- lýsingu strax að hann myndi ekki bjóða sig fram. Þarna var Ólafur kominn í mótsögn við sjálfan sig. Næsti þáttur í þessu leikriti er þegar forseta voru fengnir undir- skriftalistar og hann leggur höf- uðið í bleyti og kemst að þeirri nið- urstöðu að þjóðin vilji að hann fari fram. Hann segir að vandamál séu fram undan og skírskotar til Evr- ópumálanna og óttans við Evrópu- sambandið. Hvernig ætlar forsetinn að koma inn í þá umræðu? Með því að beita synjunarvaldinu af miklum dugn- aði? Stjórnskipunin gerir ekki ráð fyrir að forseti verði virkur í stjórn- málum. Lengst gekk Ólafur Ragn- ar á þeirri braut þegar hann reis gegn vilja meirihluta þingsins sem hafði samþykkt nýjan samning um ICESAVE og þeir sem best þekktu til töldu að lengra yrði ekki náð með samningum. Jafnvel að þjóðin myndi ekki þurfa að borga því að þrotabú gamla Landsbankans ætti fyrir greiðslunni eins og raun hefur borið vitni. Forseti reis gegn þessari niður- stöðu. Telur hann sjálfsagt að rísa gegn meirihluta Alþingis þegar honum hentar? Með þessu er emb- ætti forseta orðið rammpólitískt og forseti að taka sér stöðu utan laga. Þar fyrir utan má minna á að hann lýsti yfir, þegar hann tilkynnti framboð sitt, að hann myndi jafnvel aðeins sitja tvö ár, hálft kjörtímabil. Ekki er gert ráð fyrir þessu í stjórnskipun. Hvernig hefði mönn- um líkað ef Kristján Eldjárn hefði lýst því yfir 1976 að hann hygðist aðeins sitja næstu tvö ár og enga skýringu gefið? Það er reyndar úti- lokað að það hefði gerst. Nú eru komnir fram frambjóðendur aðrir en Ólafur sem hefur auðvitað greini- legt forskot. Eiga þeir nú að fara í framboðsleik, ná ekki kjöri núna og fara svo aftur fram að tveimur árum liðnum? Svona leikur forseti sér með fólk, treður á stjórnskipun og getur hlegið á hliðarlínunni. Þar sem Ólafur Ragnar Gríms- son ætlar að halda áfram á sömu braut einkastjórnmála, verða for- seti sérhagsmunaafla og einangr- unarsinna ber honum skylda til að gera þjóðinni grein fyrir því að hann ætli sér ekki að verða forseti allrar þjóðarinnar. Nema hann hafi lyst á að skipta um skoðun í þessu stóra máli? Hvað vill Ólafur Ragnar? ESB-aðild Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík Forsetaembættið Haukur Sigurðsson sagnfræðingur

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.