Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.04.2012, Blaðsíða 26
5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR26 Þ etta er annað árið sem ég er rokkstjóri Aldrei fór ég suður en ég hef fylgst með hátíðinni frá byrjun. Á þeirri fyrstu var ég bara gestur, svo hef ég komið að undirbúningnum eftir það. Ég kalla mig stóra bróður Mugison. Okkur fannst það skemmtilegra en að nota nafnið umboðsmaður eða eitthvað þess háttar. Ég hjálp- aði honum með útgáfuna á plötunni síðasta haust og túrinn í kringum hana. Við vorum október, nóvem- ber og desember að vinna saman og það var ofboðslega skemmtilegt. Ég held að galdurinn á bak við það sem gerðist hafi verið sá að við ákváðum að hafa gaman og fylgd- um tilfinningum okkar í hvívetna. Ég lærði mikið af því að vinna með Ödda, hann er svo hreinn og beinn og algerlega laus við að vera með vesen. Það einhvern veginn skilar sér. Hljómsveitin er náin líka og það skiptir engu máli hvað kemur upp, öllu er reddað. Ef maður ákveður að vera hamingjumegin þá gengur allt upp.“ Maður hefur á tilfinningunni að þú gerir hlutina á fremur áreynslu- lítinn hátt. „Já, ég passa mig á að vera temmilega vel undirbúinn, ekki með allt niðurnjörvað heldur þann- ig að hægt sé að breyta, þá verð- ur allt miklu skemmtilegra. Ég hef aðallega verið í sjónvarpsauglýs- ingagerð og tek að mér ýmsa við- burði líka. Þar gildir að hafa visst frelsi, annars verður allt eins- leitt og leiðinlegt, bæði vinnan og útkoman. Mér finnst skipta máli að hafa lífið svolítið fjölbreytt. Mar- tröð mín væri að vinna í banka og vera fastur á bak við eitthvert borð.“ Hvort er þetta vinnulag meðfætt eða lært? „Mamma er kennari og var aðstoðarskólastjóri í Varmalandi í Borgarfirði á meðan við bjugg- um þar. Þá gerði hún alltaf stunda- skrárnar. Ég held þetta sé í genun- um að horfa á dagana og stundirnar í einhverjum bútum en gefa sér svo frelsi beggja vegna dálkanna. Þetta er stundatöflugenið!“ Staðurinn hefur segul Ertu Ísfirðingur? „Nei, ég byrjaði að koma hing- að sex ára gamall með fósturföð- ur mínum, var hér á sumrin, jólum og páskum og leið alltaf dálítið vel. Svo kynnist ég fyrrverandi sam- býlismanninum mínum, sem er héðan. Við vorum saman í tíu ár og þá varð þetta dálítið minn stað- ur. Nú á ég hlut í íbúð með fjórum vinum mínum þannig að ég reyni að vera hér alltaf einhvern hlut úr ári og finnst það voða gott. Var hér mikið í fyrrasumar að vinna að verkefni með Byggðasafninu og fyrirtækinu Borea Adventures. Það felst í að fara með fólk á handfæra- veiðar á fallegum trébát sem heitir Gunnar Sigurðsson. Hugmyndin er að vera líka með kvöldsiglingar.“ Er Ísafjörður vinsæll ferða- mannastaður? „Já, þessi staður hefur segul. Allir sem ég þekki sem koma hing- að í fyrsta skipti verða svo heill- aðir að þeir vilja koma aftur. Svo eru Jökulfirðirnir heimur útaf fyrir sig. Ég naut þess oft að fara þangað með fósturföður mínum sem var þaðan en hann lést fyrir tveimur árum. Fjölskyldan á stað sem hún helgar minningu hans í Lónafirðinum og þangað munum við fara reglulega. Það er uppá- haldsstaður og verður það alltaf. Amma og afi eru úr Jökulfjörð- unum og á fjögurra ára fresti er haldin þar hátíð sem heitir Flæð- areyrarhátíð. Þá hittast þar fjögur til fimm hundruð manns yfir eina helgi. Síðan reyni ég að fara að minnsta kosti einu sinni á ári þar fyrir utan.“ Hefurðu kynnt þér það líf sem þar var lifað? „Ég hef gaman af að hlusta á sögur af lífinu þar en ég hef ekkert legið yfir heimildum eða svoleiðis. Hef stundum hugsað um það hvort síðasta manneskja sem flutti frá Hesteyri hafi látið sér detta í hug að það yrði svona vinsælt að fara þangað því nú er þetta orðin ferða- mannaparadís.“ Slegist um gay túrisma Segðu mér hvað þú hefur verið að fást við fyrir utan að vinna með Vestfirðingunum. „Ég fór á þriggja mánaða nám- skeið í Kvikmyndaskóla Íslands 1994 og vann svo í skólanum í tvö ár, þá fór ég á RÚV og var frétta- klippari þar í tvö ár, það var stór- fenglegur tími. Við vorum svo tólf sem fórum þaðan þegar Skjár 1 byrjaði. Það var gaman að vera með í því og þar var ég í ansi mörg ár. Þaðan fór ég yfir í Filmus að framleiða sjónvarpsauglýsingar og á núna fyrirtæki sem fæst við aug- lýsingagerð og heitir Smalinn og synir. Einnig á ég hlut í plötudreif- ingarfyrirtæki sem heitir Kongó. Það er með litla búð á Nýlendu- götu 14 og þar stend ég vaktir einn og einn dag í einu. Mér finnst það mjög gaman.“ Þér finnst allt dálítið gaman. En eru fleiri hátíðir í pípunum? Þegar ég kem suður eftir páska fer ég beint í að undirbúa heims- meistaramót homma og lesbía í sundi. Félagsskapurinn heitir IGLA sem er stytting á International Gay and Lesbian Aquatics og er með heimasíðuna igla2012.org. Fyrir tveimur árum fór íslenskur hópur á slíkt mót í Kaupmannahöfn og gekk rosa vel. Við vorum með svo ungt lið. Ég fékk meira að segja gull í boðsundi. Í liðinu voru þrír fyrrverandi landsliðsmenn og svo ég og þeir voru komnir með svo afgerandi forystu að ég gat ekki klúðrað þessu. Í Köben kom hug- myndin upp um að halda næsta heimsmeistaramót hér á landi svo í vor koma um 800 manns að keppa í sundi, sundknattleik og dýfingum í Laugardalnum og Sundhöllinni. Við erum nokkur hópur sem stendur að þessu innan sundfélagsins Styrmis og Pink Iceland sem er ferðaþjón- ustufyrirtæki, það sér um að halda utan um skráningar og ferðir en Sundsambandið sér um mótið. Ég tel mikilvægt að gera Ísland að áfangastað „gay“ fólks. Það ferðast mikið og á talsvert af peningum því fæst af því eyðir þeim í börn. Innan hópsins er fólk sem vill lifa heilsu- samlegu lífi og líta vel út og auðvelt er að selja því Ísland sem hreinan stað. Ég veit að það er slegist um „gay“ túrisma. Í Aspen í Banda- ríkjunum er ein helgi á ári helguð slíkum túrisma og þá næst mesta veltan þar á stystum tíma. Eftir sundmótið ætla ég í þriggja daga ferð með tuttugu útlendinga um Vestfirði og svo ætla ég í sum- arfrí. Þetta er staðan núna. Svo veit maður aldrei.“ ■ ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON Kalla mig stóra bróður Mugison Hann er skráður smali í símaskránni en þessa dagana ber hann titilinn rokkstjóri enda heldur hann um alla þræði rokkhátíðar alþýðunnar Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði nú um páskana, níunda árið í röð. Jón Þór Þorleifsson tekur að sér skorpu- verkefni og leysir þau á afslappaðan hátt. Gunnþóra Gunnarsdóttir hitti kappann fyrir vestan. JÓN ÞÓR ÞORLEIFSSON Rokkstjórinn um borð í Bjarnanesinu á Ísafjarðardjúpi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Ekki færri en þrjátíu og tvær hljóm-sveitir ætla að troða upp á Aldrei fór ég suður nú um páskahelgina. Aðaldagskráin verður á föstudag og laugardag, allir spila og syngja frítt og ekkert kostar inn. Örn Elías Guðmundsson, öðru nafni Mugison, er nokkurs konar vörumerki fyrir hátíðina. Hann er upphafsmaður hennar ásamt föður sínum, Guðmundi M. Kristjánssyni hafnarstjóra Ísafjarðar og báðir voru viðstaddir undirritun samninga um fjárstuðning fyrirtækja við hátíðina í ár. Fyrirtækin eru Orkusalan, N1, Flug- félag Íslands og Landsbankinn, auk Menn- ingarráðs Vestfjarða. „Við köllum fyrir- tækin sem taka þátt í þessu með okkur „foreldra“ hátíðarinnar. Það er jú þekkt að „pabbi borgar“, segir Mugison brosandi. Hann telur engan verða ríkan á hátíðinni enda sé hún haldin hamingjunnar vegna. „Menn græða mest móralskt á þessari hátíð því hún hefur yfir sér svo jákvæða orku. Þar hefur samhjálpin mest að segja, enda eru endalaus skutl og ótal handtök sem fólk leggur á sig fyrir hana. Það þarf að rýma stóra skemmu til að hægt sé að spila þar inni, búa um vel á annað hundr- að rúm fyrir tónlistarfólkið og gefa því að borða, já, hreinlega tæma frystikisturnar. Það eru nánast engin takmörk fyrir því sem fólk er tilbúið að gera kauplaust, bara fyrir gleðina og það finnst mér fallegt.“ Grunnur að hátíðinni varð til á skemmti- staðnum Sirkusi að sögn Mugisons. „Við feðgar hittum Ragnar Kjartansson mynd- listarmann og sögðum honum frá hug- myndinni. Ragnar fór einn hring í salnum og hitti marga félaga sína úr tónlistar- bransanum, allir voru til í slaginn og hátíð- inni var reddað. Nafnið kom frá honum hálftíma síðar og er tilvísun í samnefnt lag Bubba.“ En þar sem Mugison er kominn suður er hann spurður hvort hann geti enn með góðri samvisku verið andlit hátíðarinnar. „Ég er búsettur fyrir vestan, á hús á Súða- vík og býst við að verða þar í sumar,“ segir hann brosandi. Það finnst mér fallegt ÖRN ELÍAS Þessi kýr fór að minnsta kosti aldrei suður, gæti Mugison verið að hugsa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.