Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2012, Qupperneq 65

Fréttablaðið - 05.04.2012, Qupperneq 65
Opið alla páskana í Bláfjöllum kl. 10–17 ÓKEYPIS SKÍÐAKENNSLA ÓKEYPIS BRETTAKENNSLA ÁRLEG PÁSKAMESSA Á PÁSKADAG KL. 13 5. apríl 2012 FIMMTUDAGUR 45 FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úrvals- deildinni en það var tilkynnt í gær. „Þetta er mikill heiður fyrir mig og ég bjóst ekki við þessu. Það eru margir mjög góðir leikmenn sem hafa fengið þessi verðlaun,“ sagði Gylfi við Fréttablaðið í gær. Gylfi spilaði afar vel með Swan- sea í síðasta mánuði og skoraði þá fjögur mörk. Hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Wigan og svo fyrstu tvö mörkin er Swansea hafði betur gegn Fulham, 3-0. Alls vann liðið þrjá af fjórum leikjum sínum í marsmánuði og var Gylfi lykilmaður í sóknarleik liðsins. Engum Íslendingi hefur áður hlotnast þessi heiður en Gylfi er fimmti Norðurlandabúinn sem fær útnefninguna. Hann er jafnframt fyrsti leikmaður Swansea frá upp- hafi sem verður fyrir þessu vali. „Ég fékk fréttirnar á æfingu í gær og var það mjög skemmtilegt. Strákarnir í liðinu voru ánægðir fyrir mína hönd og vonandi eru þetta bara fyrstu verðlaunin af mörgum hjá mér,“ bætti Gylfi við. Gylfi er í láni hjá Swansea frá þýska félaginu Hoffenheim en hann er samningsbundinn félaginu til 2014. Hann hefur slegið í gegn síðan hann kom til Swansea í janúar og verið orðaður við mörg stærstu lið Evrópu, til að mynda Manchester United og Inter. Óvíst er hvað tekur við hjá Gylfa í sumar en gera má ráð fyrir því að verð- mæti hans aukist með degi hverj- um með þessu áframhaldi, hafi forráðamenn Hoffenheim á annað borð áhuga á að selja kappann. Hann verður væntanlega í eld- línunni þegar Swansea tekur á móti Newcastle á morgun klukk- an 15.30. - esá Gylfi Þór Sigurðsson fyrsti Íslendingurinn sem er valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni: Gylfi Þór bestur allra í Englandi í marsmánuði GYLFI ÞÓR Hefur notið mikillar velgengni með Swansea eftir áramót. NORDIC PHOTOS/GETTY Meistaradeild Evrópu FJÓRÐUNGSÚRSLIT Chelsea - Benfica 2-1 1-0 Frank Lampard, víti (21.), 1-1 Javi Garcia (84.). 2-1 Raul Meireles (92.). Chelsea vann samanlagt, 3-1. Real Madrid - APOEL 5-2 1-0 Cristiano Ronaldo (26.), 2-0 Kaka (37.), 2-1 Gustavo Manduca (67.), 3-1 Ronaldo (76.), 4-1 Jose Callejon (80.), 4-2 Esteban Solari, víti (82.), 5-2 Angel Di Maria (84.). Real Madrid vann samanlagt, 8-2. UNDANÚRSLIT Bayern München - Real Madrid 17./25. apríl Barcelona - Chelsea 18./24. apríl ÚRSLIT FÓTBOLTI Ísland mátti þola sárt tap fyrir Belgíu ytra, 1-0, í und- ankeppni EM 2013 í gær. Tessa Wullaert skoraði eina mark leiks- ins um miðbik síðari hálfleiksins. Ísland hafði sótt nánast sleitu- laust fram að markinu í seinni hálfleik auk þess að Hólmfríður Magnúsdóttir fékk dauðafæri í fyrri hálfleik sem henni tókst ekki að nýta. Þegar Belgar skor- uðu hafði Ísland átt ellefu skot að marki en Belgar eitt. Bæði lið fengu svo tækifæri til að skora eftir markið en allt kom fyrir ekki. Þetta var fyrsti tapleikur Íslands í riðlinum og komst Belgía með sigrinum á topp- inn. Belgar eru með fjórtán stig, Ísland þrettán og Noregur ellefu. Ísland og Noregur eiga þó leik til góða á Belga. Ísland mætir Ungverjalandi og Búlgaríu í júní og svo Nor- egi ytra í september. Þrátt fyrir tapið þurfa stelpurnar aðeins að treysta á sig sjálfar til að komast áfram og gera það með því að vinna síðustu þrjá leiki sína í riðl- inum. Úrslitakeppni EM fer fram í Svíþjóð í júlí 2013. - esá Undankeppni EM 2013: Svekkjandi tap Íslands í Belgíu TAP Í GÆR Hólmfríður Magnúsdóttir í fyrri leiknum gegn Belgíu í riðlakeppn- inni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Aga- og úrskurðar- nefnd Körfuknattleikssambands Íslands kom saman í gær og tók fyrir kæru sem barst eftir viðureign tvö milli Keflavíkur og Stjörnunnar í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla en leikurinn fór fram mánudaginn 2. apríl. Stjörnumenn kærðu meint viljandi olnbogaskot Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða Keflavíkur. Aga- og úrskurðarnefnd hafn- aði kröfu Keflavíkur um frávísun en hafnaði einnig kröfu Stjörn- unnar um að Magnús Þór verði dæmdur í bann vegna atviks- ins. Þá var kröfu Keflavíkur um ómaksþóknun einnig hafnað. - óój Magnús Þór ekki í bann: Kæru Stjörn- unnar vísað frá LYKILMAÐUR Magnús Þór Gunnarsson í leik með Keflavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.