Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 6

Heimilisritið - 01.09.1945, Síða 6
Á rúmi, sem stóð í norðaust- urhomi baðstofunnar — rúm gömlu Guðrúnar yar í norð- vesturhorninu — sat Eyvindur gamli, bróðir gömlu Guðrúnar, sem var blindur. Amfinnur hafði tekið móðurbróður sinn, sem var orðinn sveitarómagi sökum sjónleysis, fyrir lágt meðlag. Hann dundaði nú við að leysa upp botnvörpunætur með löngum og oddmjóum al; þess á milli klóraði hann sér i skegginu eða á hálsinum. Ey- vindur gamli moraði nefnilega í lús. Stundum tautaði hann fyr- ir munni sér „lús, andskotans lús“, eða „mergð andskotans mergð“. Stundum kom hann með heila hrúgu af lúsum upp úr hálsmálinu á skyrtunni sinni og fleygði þeim í bræði sinni á gólfið, oft spýtti hann eftir þeim mórauðum tóbakslegi. Sníkjudýrin sluppu þó oft við syndaflóðið, sem Eyvindur gamli hafði ætlað þeim og skriðu síðan yfir til rúma hins heimilisfólksins. Óx stofninn þannig og margfaldaðist eftir því sem fólkinu fjölgaði. Um þessar mundir flæddi framfaralda yfir gervalt ísland. Flest orð enduðu allt í einu á bætur eða rækt. Menn töluðu um jarðabætur, kynbætur, garðrækt, kornrækt, sauðf jár- rækt, bættan híbýlakost, tún- 4 rækt, samgöngubaetur o. fl. o. fl. Gamla orðið brag'arbætur heyrðist nú sjaldan eða aldrei, en enginn veitti því eftirtekt sökum allra hinna bótanna: Amfinnur á Selnesi fyllti flokk þeira manna, sem voru bótunum velviljaðir, einkum hafði hann mikinn áhuga á jarðabótum. Heyskapur er líka mjög erfiður á Selnesi utan túns. Engjamar eru hálfrar ann- arar klukkustundar lestagang fá bænum og yegurinn mjög vondur. Siíðustu árin voru Sel- nesmenn famir að flytja heyið á bát, en sá flutningur var líka erfiður, því að flytja þurfti hey- ið á klakk að og frá ströndinni og bera það í bát og úr. Auk- in túnrækt var því að vonum á- hugamál Amfinns, en þar var við ramman reip að draga, þar eð umhyerfið var fullt af klett- um og stórgrýti. Samkvæmt ráðleggingum ný- bakaðs búfræðings réðst Arn- finnur þó í mikla og dýra ný- rækt. Hann varð fyrst að sprengja steinana í útjaðri túns- ins, en það var að dómi gömlu Guðrúnar hreinasti glæpur. Steinamir voru í hennar augum bústaðir álfanna og því rétt- mæt eign þeirra. „Myndir þú vilja láta rífá of- an af þér baðstofuna, Amfinnur minn?“ spurði hún son sinn, HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.