Heimilisritið - 01.09.1945, Page 8
„Það eru engir álfar til, góði
minn“, sagði Arnfinnur. Nonni
litli leit á hann vantrúar- og
undrunaraugum.
„Engir álfar til! Jú víst eru
þeir til, því amma hefur sjálf
séð þá og hana Grétu systur
dreymdi þá á nýjársnóttina“.
„Ömmu þinni hefur missýnzt,
góði minn“, sagði Amfinnur,
„og það er ekkert að marka
drauma“.
„Ömmu hefur ekki missýnzt",
sagði drengurinn, „amma sér
betur en þú, því þú ert nátt-
blindur“.
„Þú skalt ekki trúa öllum
þessum álfasögum, Nonm'
minn“, sagði Arnfinnur, „einu
sinni trúðu þeim allir, en nú
vita menn, að engir álfar eru
til“.
„Jú þeir eru til, og það var
af því, að þú varst vondur við
þá, að mamma dó“, sagði Nonni
litli með mikilli alvöru.
„Hver hefur sagt þér þetta?“
sagði Amfinur og svipur hans
varð bæði sársauka- og gremju-
blandinn.
„Hún amma sagði það og hún
veit allt“, sagði drengurinn.
Amfinnur svaf ekki miðdegis-
svefn þennan dag; hugsanir
hans voru allar á ringulreið.
Hann var sárreiður við móður
sína, en vildi þó ekki setja ofan
í við hana, gamla og lasburða.
Ósjálfrátt varð hann að viður-
kenna fyrir sjálfum sér, að síð-
an hann fór að sprengja stein-
ana úr túnjaðrinum hafði allt
gengið skrykkjótt hjá honum.
Næsta dag hafði hann ætlað út
að sprengja gríðarmikinn stein,
sem stóð mitt í nýræktinni og
óprýddi hana. Honum varð
reikað út að steininum. Hann
vissi að mamma hans hafði sér-
stakar mætur á þessum steini,
taldi hann kirkju álfanna í ná-
grenninu. Amfinnur vissi, að
móðir hans myndi kenna öll ó-
•höpp, er fyrir kæmu í náinni
framtíð, sprengingu þessa
steins.
Þó Amfinnur tryði ekki á til-
vem álfanna vildi hann helzt
ekki styggja gömlu konuna
meira en óumflýjanlegt væri,
hún gat nú varla átt svo mörg
árin eftir.
Meðan Amfinnur hugsaði um
þetta fram og aftur, tók hann
eftir manni, sem kom gangandi
eftir götuslóðanum, sem lá
heim að bænum. Það var Sig-
urður bóndi á Hamri, næsta
bæ við Selnes. Bændumir heils-
uðust og Arnfinnur spurði al-
mæltra tíðinda. Sigurður sval-
aði fréttaþorsta hans eftir föng-
um, en Arnfinni virtist hann þó
einhvem veginn annars hugar.
Sigurður var annars enginn
draumóramaður, almennt talinn
6
HEIMILISRITIÐ