Heimilisritið - 01.09.1945, Side 13
.góðvild og skilning á skapferli
drengja. Brátt fór hann að
ganga í skóla. Það var gaman í
skólanum, af því að þar var fé-
lagslíf og mikið um leiki. En
samt hefði verið skemtilegra.
ef engar bækur hefðu verið.
Hann var enginn námshestur.
Þegar hann var átta ára gam-
all varð hann ástfanginn og sú
ást hélst óbreytt í fimm löng
ár. Sú sem hann unni var smá-
■vaxin, fríð og vandfýsin telpa,
með mjúkt skollitað hár, og hét
Treela. í stað þess að fara á sil-
ungsveiðar um helgár, fór hann
í Sunnudagaskóla, af því að
Treela var þar. Strákarnir köll-
uðu hann Sissy, en hann skeytti
engu um annarra álit, því að þá
strax var hann farinn að fara
sinna eigin ferða. Þegar þau
urðu stærri og tóku þátt í inni-
leikjum, neituðu þau að fara i
nokkra kossaleiki. Þeim fannst
það, að kyssa hvort annað svo
aðrir sæu, vera hálfgert helgi-
brot og að kyssa aðra vildu þau
ekki gera, hvað sem í boði væri.
Sdðast var hann farinn að
keppa í körfuknattleik, leika á
hom í skólahljómsveitinni, og á
sumrin að sjá um hestana uppi
í sveit hjá afa og ömmu. En
faðir hans, sem hafði hætt bú-.
skap og farið að vinna við olíu-
vinslu, snéri sér nú allt í einu
að búskapnum aftur. Þau flutt-
ust til Ravenna, sem var í sex-
tíu mílna fjarlægð. Það varð
ekki komist hjá því að kveðja
Treela. Telpan grét og drengur-
inn reyndi að harka af sér. Það
liðu mörg ár þangað til þau
hittust aftur. Þá var Treela gift
kona, móðir tveggja indælla
barna. En öll árin geymdi hún
minninguna um Clark í hjarta
sínu.
Fimmtán ára gamall var hann
eirðarlaus, leiður á mennta-
skólanámi og þreyttur á hey-
skap- og svínahirzlu. „Við skul-
um fara til Akron“, sagði Andy
Means, vinur hans.
„Mig langar til að fara til
Akron“, sagði Clark við föður
sinn.
„Og gera hvað?“
„Vinna. Læra læknisfræði á
kvöldin“.
„Þú ert of ungur til þess að
það sá rétt að sleppa þér lausum
í 5101^)0^“.
Clark var of skynsamur til
þess að fara að andmæla föður
sínum. En hann vissi, að þótt
hann fengi engu áorkað við
föður sinn, átti stjúpmóðir hans
það ti'l að fá mál hans fram.
Hann fól henni málið í hendur
og einhvern vegin tókst henni
að fá samþykki föður hans.
Hún skildi Clark vel og hann
gleymir henni því aldrei.
„Eg vgit að þetta er óþarfa
HEIMILISRITIÐ
11